Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Þjónusta

Skjalasafn – Ljósmyndasafn – Fræðibókasafn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er opinbert skjalasafn, byggðasamlag rekið af fjórum sveitarfélögum á Austurlandi allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Safnið varðveitir fjölbreytt gögn: opinber skjöl, skjöl félagasamtaka, einkaskjöl, ljósmyndir, fræðibækur og tímarit.

Skjalasöfn sveitarfélaga – skilaskyldir aðilar

Megin hlutverk Héraðsskjalasafnsins er að taka við, skrá og varðveita skjöl frá aðildarsveitarfélögum sínum og stofnunum á þeirra vegum, svo sem skólum. Safnið hefur eftirlit með skjalavörslu þeirra aðila sem skylt er að afhenda skjöl sín til safnsins og veitir ráðgjöf á því sviði. Skoða leiðbeiningar fyrir afhendingarskylda aðila.

Einkaskjalasöfn – skjöl félaga og einstaklinga

Héraðsskjalasafnið tekur einnig við einkaskjalasöfnum frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum. Má þar nefna bréf, dagbækur og ljósmyndir frá einstaklingum og gjörðabækur, stofnskrár og önnur gögn frá félagasamtökum. Af slíku efni er jafnan mikill fengur enda oft að finna í því upplýsingar um samfélög liðins tíma sem ekki er að finna í skjalasöfnum opinberra aðila. Æskilegt er að hafa samband við safnið áður en skjölin eru afhent.

Fræðibókasafn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur þá sérstöðu meðal héraðsskjalasafna að búa yfir veglegu fræðibóka- og tímaritasafni. Lögð er áhersla á að kaupa bækur um ættfræði og héraðssögu Austurlands en einnig um byggða- og félagssögu Íslands almennt. Nánari upplýsingar um bókasafnið.

Lestrarsalur

Almenningur, skólanemendur og fræðimenn geta nýtt sér lestraraðstöðu á safninu. Opnunartíminn er mánudaga til fimmtudaga kl. 12-16 eða eftir samkomulagi.

Upplýsingaleit

Starfsfólk Héraðsskjalasafnsins aðstoðar við að finna upplýsingar í gögnum sem eru í vörslu þess. Hvort sem um er að ræða skjöl, ljósmyndir, bækur eða tímarit.

Einnig má benda á gagnlegar heimildir á netinu.


13.11.2020

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022