Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 öðluðust gildi 15. júlí 2018. Samhliða gildistöku þeirra féllu úr gildi lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Með nýju lögunum var innleidd í íslenskan rétt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, eins og hún hefur verið aðlöguð að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (e. Regulation (EU) 2016/679 of the European Parliament and of the Council).

Lögin koma við starfssvið opinberra skjalasafna með ýmsum hætti. Þó er mikilvægt að hafa í huga að lög um opinber skjalasöfn ganga oftast nær fyrir persónuverndarlögunum þar sem í þeim eru skilgreindar sérstakar reglur og verkefni sem skjalasöfnunum eru farin. Þannig gildir til dæmis rétturinn til að gleymast, eins og hann er skilgreindur í persónuverndarlöggjöf, ekki um skjöl sem opinberum aðilum og skjalasöfnum ber að varðveita lögum samkvæmt.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022