Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 30. júní 2021

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Haldinn í Safnahúsinu á Egilsstöðum 30. júní 2021 kl. 17:00

Mætt voru: Anna M. Birgisdóttir, Helgi H. Bragason, Bjartur Aðalbjörnsson, Gunnþórunn Ingólfsdóttir. Einnig M. Bára Stefánsdóttir, fráfarandi forstöðumaður, og Stefán Bogi Sveinsson, verðandi forstöðumaður.

Áður en fundur var settur voru fundargerðir síðustu ára undirritaðar auk skjala sem varða prókúru og önnur bankamál vegna nýs forstöðumanns.

AMB setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Samþykkt að SBS riti fundargerð.

1. Ársreikningur 2021

MBS fór yfir niðurstöðu reikningsins. Hluti kostnaðar við innleiðingu persónuverndar löggjafar verður færður á árið 2021 þar sem vinnunni er ekki lokið. Rekstrartap ársins, fyrir utan það sem fylgir samkomulagi um húsnæði safnsins, er rétt innan við tvær milljónir króna.

Stjórn staðfestir reikninginn með undirritun sinni.

2. Endurskoðunarskýrsla 2020

Skýrslan er lögð fram fyrir stjórn. MBS fór stuttlega yfir hana. Engar athugasemdir koma fram í skýrslunni.

3. Fjármál

Farið yfir þau gögn sem undirrituð hafa verið frá viðskiptabanka vegna forstöðumannsskipta. Einnig farið yfir helstu áskoranir sem framundan eru í rekstrinum. SBS mun vinna að gerð fjárhagsáætlunar og verður það verkefni næstu stjórnarfunda að staðfesta hana.

4. Önnur mál

Farið yfir minnisblað sem SBS lagði fram vegna fyrstu verkefna, vangaveltna og hugmynda sem upp hafa komið. Meðal annars var farið yfir samstarfssamning sem nokkur héraðsskjalasöfn hafa gert með sér og einnig að Héraðsskjalasafn Árnesinga hefur tekið að sér að vera persónuverndarfulltrúi nokkurra sveitarfélaga á Suðurlandi. SBS er falið að afla nánari upplýsinga um þessa þætti, og fleiri, og taka þá upp á ný á næsta fundi stjórnar.

AMB þakkaði MBS kærlega fyrir vel unnin störf og afhenti henni gjöf frá stjórn. Einnig bauð hún SBS velkominn til starfa.

Fundi slitið kl. 18:00.

Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Gunnþórunn Ingólfsdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Bjartur Aðalbjörnsson [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]
Stefán Bogi Sveinsson [sign.]

Að fundi loknum var stjórn og starfsfólki boðið að snæða kvöldverð á Gistihúsinu á Egilsstöðum, til að kveðja fráfarandi forstöðumann.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022