Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 3.3.2021

Stjórnarfundur hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga bs. 3. mars 2021

Fundurinn hófst klukkan 17:00 og var haldinn í gegnum fjarfundabúnað.
Mætt voru: Anna Margrét Birgisdóttir, Bjartur Aðalbjörnsson, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Helgi Bragason og Bára Stefánsdóttir. Anna stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Starfsmannamál

Bára hefur sagt upp starfi forstöðumanns þar sem hún mun flytja frá Egilsstöðum í vor.
Hún lagði fram drög að auglýsingu um starfið. Einnig þarf að uppfæra starfslýsingu í samræmi við gildandi lög.

Stjórn samþykkir að starfið verði auglýst í prent- og vefmiðlum. Umsóknarfrestur verður til og með 18. mars. Formaður og forstöðumaður yfirfara starfslýsingu.

2. Fjármál

Héraðsskjalasafnið hefur með samþykki formanns fengið tímabundna yfirdráttarheimild fyrir reikning sinn hjá Arion banka. Forstöðumaður óskar eftir samþykki annarra stjórnarmanna um að safnið hafi áframahaldandi yfirdráttarheimild sem væri hægt að grípa til meðan beðið er eftir greiðslum vegna sérverkefna og verkefnastyrkja svo hægt sé að greiða laun starfsmanna sem eru í slíkum tímabundnum verkefnum á safninu.

Stjórn samþykkir að safnið hafi fasta yfirdráttarheimild kr. 1,5 milljónir á bankareikningi sínum.

3. Önnur mál

Héraðsskjalasafnið hefur aðstoðað Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði við að flokka og þurrka skjöl sem lentu undir skriðunni eða voru í rústum húsa sem eyðilögðust. Þar voru meðal annars skjöl frá Seyðisfjarðarkaupstað sem ætti að afhenda á Héraðsskjalasafnið.

Stjórn felur forstöðumanni að óska eftir sérstöku framlagi frá Múlaþingi vegna björgunar á og vinnu með skjöl frá Tækniminjasafni sem ætti að varðveita á Héraðsskjalasafninu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:05.

Anna Margrét Birgisdóttir [sign.]
Bjartur Aðalbjörnsson [sign.]
Gunnþórunn Ingólfsdóttir [sign.]
Helgi Bragason [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022