Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Skýrsla stjórnar starfsárið 1998. 15. júní 1999

 

Árið 1998 skráðu sig í gestabók 475 karlar og 196 konur, samtals 671. Hér er um að ræða fækkun á gestakomum um nær 200 manns. Ekki kann ég skýringar á þessarri þróun. 14. september á þessu ári höfðu skráð sig í gestabók 423 karlar og 179 konur samtals 602. Miðað við það þá eru líkur til að gestakomum muni fjölga nokkuð á þessu ári. Á síðasta ári voru skráðar 87 afhendingar. 21. september 1999 höfðu verið skráðar 204 afhendingar. Munar þar mest um bækur og blöð sem Bókasafn Seyðisfjarðar afhenti Héraðsskjalasafninu til varðveislu.

Stjórn og fulltrúaráð.
Fulltrúaráð fer með stjórn Héraðsskjalasafnsins og er það kosið að loknum hverjum sveitarstjórnarkosningum. Það er skipað sem hér segir.
Sveitarfélag - Aðalmaður - Varamaður
Skeggjastaðahreppur - Ingibjörg Þórhallsdóttir - Steinar Hilmarsson
Vopnafjarðarhreppur - Emil Sigurjónsson - Ólafur Sigmarsson
Norður-Hérað - Gunnar Guttormsson - Gylfi Hallgeirsson
Fljótsdalshreppur - Agnes Helgadóttir - Sigrún Benediktsdóttir
Fellahreppur - Brynjólfur Bergst.sson - Sigurlaug J. Bergvinsdóttir
Austur-Hérað - Finnur Karlsson - Katrín Ásgrímsdóttir
Borgarfjarðarhreppur - Björn Aðalsteinsson - Magnús Þorsteinsson
Seyðisfjarðarkaupstaður - Jóhann Gr. Einarsson - Kristján Róbertsson
Mjóafjarðarhreppur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Heiðar W Jones
Fjarðabyggð - Smári Geirsson - Ásbjörn Guðjónsson
Fáskrúðsfjarðarhreppur - Friðmar Gunnarsson
Búðahreppur - Magnús Stefánsson - Kristmann R. Larsson
Stöðvarhreppur - Jósef Friðriksson - Björgvin Valur Guðmundsson
Breiðdalshreppur - Rúnar Björgvinsson - Jóhanna Guðnadóttir
Djúpavogshreppur - Ómar Bogason - Ólafur Áki Ragnarsson

Fulltrúaráðið kýs stjórn safnsins. Eftir síðasta aðalfund er stjórn safnsins skipuð eftirfarandi aðilum.

Finnur Karlsson formaður, Smári Geirsson varaformaður, Björn Aðalsteinsson ritari, Jóhann Grétar Einarsson meðstjórnandi, Ómar Bogason meðstjórnandi. Varamenn: Emil Sigurjónsson, Agnes Helgadóttir.

Starfsmenn.
Við safnið eru 1.5 stöðugildi. Hrafnkell A. Jónsson er í 100% starfi. Guðgeir Ingvarsson var í 35% starfi. Guðgeir hætti störfum 31. júlí s.l. þegar hann flutti til Akureyrar. Hann var í 50% starfi frá 1. febrúar sl. til starfsloka. Arndís Þorvaldsdóttir starfaði sem áður við skráningu ljósmynda en var síðan ráðin í 50% starf frá 1. júní 1999. Sigurður Óskar Pálsson hætti störfum 1. febrúar 1998, en hefur verið mjög hjálplegur þegar þurft hefur að leysa Héraðsskjalavörð af. Þá hefur Sigurður unnið að skráningu á austfirsku efni úr ritum svo sem Óðni, Sunnudagsblaði Tímans og Heima er best. Þetta er verk sem koma mun öllum vel sem vilja kynna sér austfirskt efni.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
Enn berast til safnsins ómetanleg bréfasöfn auk annarra gagna úr einkaeigu. Þá skila sveitarfélögin og stofnanir þeirra inn gögnum, en mættu þó gera það á skipulagðari hátt en raun hefur orðið á.
Meðal þess sem borist hefur til safnsins er bréfasafn Guttorms alþingismanns Vigfússonar Geitagerði, veðurdagbækur Páls Guttormssonar á Hallormsstað, dagbækur Ingimars bónda Jónssonar á Skriðufelli. Hér eru aðeins nefnd þrjú dæmi en að öðru leiti vísast til yfirlits yfir innkomið efni til safnsins. Tölvuskráningu miðar fram þótt nokkuð verk sé enn óunnið. Eins og kom fram í síðustu ársskýrslu þá hefur safnið á leigu geymslu húsnæði. Þetta húsnæði er óhentugt til að vinna að flokkun þess efnis sem berst. Leitað hefur verið til Austur-Héraðs um aðgang að húsnæði á Eiðum. Það mál er í athugun. Á hitt ber svo að líta að hentugast væri að fá leigt nær safninu, þannig að vinna við flokkun og frágang félli betur að daglegu starfi á safninu.

Ljósmyndasafn Austurlands.
Arndís Þorvaldsdóttir hefur sem fyrr unnið við flokkun og tölvuskráningu ljósmynda. Það verk er komið vel á veg og hafa nú verið tölvuskráðar tæpleg 5000 myndir.
Ég ítreka hér þá skoðun mína að önnur ljósmyndasöfn á Austurlandi verði skráð á sama hátt og er hjá Héraðsskjalasafninu og í raun verði myndað eitt safn.

Bókasafn.
Útgjöld til Bókasafns voru innan fjárhagsáætlunar og þannig var reynt að mæta framúr keyrslu á síðasta ári. Áfram verður reynt að byggja upp gott safn fræðibóka og tímarita. Þá er lögð áhersla á Austfirskt efni eins og áður, loks eru uppi áform um að byggja upp safn af bókum tímaritum og blöðum gefnum út í Vesturheimi.

Safnahús.
Starf safnahússins var í venjubundnum farvegi. Samstarf var um rekstur hússins, þá var samvinna á milli stofnana í húsinu um bókavöku í desembermánuði og dagskrá einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.
Lokið var við setja upp loftræsti- og hitakerfi í húsinu. Reynslan af því er góð, þótt ekki sé enn komin næg reynsla á orkunotkun.

Skilaskylda á gögnum sveitarfélaga.
Hér skal enn ítrekuð krafa til sveitarfélaga um skil á skilaskyldum skjölum til safnsins. Sveitarstjórnarmenn verða að skilja ð hér er um lagaskyldu að ræða. Þessi mál verða að komast í fast form og fullnægjandi með tilvísun í lagaákvæði.
Skrá yfir gögn afhent Héraðsskjalasafni Austfirðinga 1998.
Guðrún Magnúsdóttir Egilsstöðum Ljósmyndir.
Fjóla Kristjánsdóttir frá Skriðufelli
Dagbækur í 52 bókum frá 8. okt. 1941-29. nóvember 1999.
Forðagæslubók úr Hlíðarhreppi 1914-1939
Gjörðabók Mjólkurdeildar Hlíðarhrepps frá 27.11. 1960-10.11.1976.
Landsbókasafn Íslands/Ögmundur Helgason 11 verslunarbækur, líklega frá Hinum sameinuðu íslensku verslunum Borgarfirði eystra og Pöntunarfélagi Borgarfjarðar.

Baldur Björnsson Duncan. B.C. Canada Ljósrit af 14 myndum.7 sendibréf til Jakobs Björnssonar föður Baldurs frá m.a. Þórði Þórðarsyni, Þórínu Þórðardóttur, Hannesi Sigurðssyni og Eiríki Ísfeld. 12 visit kort. Ljósrit af 2 myndum sem sendandi telur af Færeyskum sjómönnum. Ljósrit af grafskrift hjónanna Sr. Þorsteins Jónssonar og Sigríðar Árnadóttur komin innan úr Vídalínspostillu. Þeirrar íslensku sálmabókar fyrri partur útg. 1834-35, Biblíu-kjarni útg. 1853, Fremmedordbog útg. 1895, Andlegir sálmar og kvæði eftir Hallgrím Pétursson útg. 1765, Vídalínspostilla? 3 bréf frá Hildi Vilhjálmsdóttur Vestmannaeyjum . Ljósrit af 5 landslagsmyndum. 3 póstkort. Ljósrit 3 mannamyndum. Ljósrit af reikningi frá 1903. Ljósrit af fæðingarvottorði Bjargar Vilhelmínu Pétursdóttur.

Jón Hávarður Jónsson Sellandi Tvær kassettur með frásögnum. Viðmælandi Jón Jónsson frá Klausturseli Póstferðir á Fagradal.
Slys á Lagarfljóti
Páll á Hrafnkelsstöðum
Veturnir 1949 og 1951
Jónas Pétursson

Hallgrímur Helgason Skálanesgötu 7 Vopnafirði Bréf. Bréfritari. Guðrún Óladóttir frá Gagnstöð/Klúku, síðar húsfreyja á Hrappsstöðum Vopnafirði. Mótt: Guðný Óladóttir Gagnstöð/Klúku, síðar húsfreyja Sunnudal Vopnafirði. Haustafurðabók Nr. X 1945. Sjóðbók 1945

Hulda Jónsdóttir frá Freyshólum. Námsbréf Guðjóns Jónssonar. Bréf Guðmundar Jónssonar til Ólafs Jónssonar, dags. 15. júní 1945.
Gortaraljóð í uppskrift Bjarna Eiríkssonar Gíslastaðagerði. Ljósmyndir og póstkort.
Einar Snæbjörnsson Geitdal. Úttekta-og byggingarbók Vallaneskirkju 1912-1932

Kristján V. Kristjánsson fyrrverandi rafveitustjóri Eskifirði.
Niðjatöl tekin saman af Kristjáni V. Kristjánssyni Eskifirði.
Niðjatal Jóns Friðriks Þorl. Þorleifssonar og Önnu Guðmundsdóttur Þernunesi.
Niðjatal Guðnýjar Kristjánsdóttur og Jóns Guðmundssonar Viðborði.
Niðjatal Indriða Sturlusonar og Bjargar Einarsdóttur Vattarnesi.
Niðjatal Bjarna Péturssonar og Guðrúnar Marteinsdóttur Skálateigi.
Framætt Lukku Friðriksdóttur tekin saman af Ásmundi Helgasyni Bjargi.
Bréf skrifuð af Eðvarð Þorleifi Friðrikssyni, meðf. Vélrit KVK af sömu bréfum. Bréfin eru skrifuð á árunum 1903-1925 frá Ameríku flest til systur bréfritara Lukku Friðriksdóttur Eskifirði.
Íslensk sálmasöngsbók með fjórum röddum.
Bjarni Þorsteinsson. 1903. Bókin kom til Kristjáns frá Einari Lövdalh Garðabæ.
Kristrún Kjartansdóttir Journal frá Ólafi Tryggvasyni lækni dags. 29.5. 1958

Ágúst Ólafsson/Sigurður Mar Halldórsson Myndbandsspólur með fréttaefni og staðbundnum þáttum af Austurlandi. Sýnt á Stöð 2 Árin 1987-1995. 23 kassar.

Þórarinn Rögnvaldsson Víðivöllum ytri. Fundargerðabók Fljótsdalsdeildar Kaupfélags Héraðsbúa. Bókin brunnin og blaut, bjargaðist úr brunarústum á Víðvöllum ytri 16. mars 1998.

Guðlaugur Sæbjörnsson sveitarstjóri Fellahrepps. Gjörðabók Vatnsveitufélagsins Lindin Fellahreppi 26. maí 1958 til 30. jan. 1984.
5 möppur með bréfum frá tímabilinu 1960 til 1976 frá Fellahreppi.
Þórunn Kristinsdóttir Eskifirði. Afhent skjöl úr eigu Mörtu KLausen og gamlar bækur ,flestar norskar.
Finnur Karlsson Fellabæ. Fundargerðabók skólanefndar Barna- og unglingaskólans á Hallormsstað1966-1986
Anna Fía Emilsdóttir Eyjólfsstöðum. Ýmis gögn komin frá Barnaskólanum á Hallormsstað.

Árnastofnun. Ljósmynd af dómi þriggja klerka og þriggja leikmanna, útnefndur af Gissuri Einarssyni biskupi í Skálholti. Skjalið er varðveitt í Bréfabók Gissurar Einarssonar og er úr frumriti bókarinnar.
Þjóðskjalasafn. Ljósrit úr vísitasíubók Brynjólfs biskups Sveinssonar af vísitasíum á Austurlandi. 1641- 1670.

Guðmundur Björnsson frá Múla. 15 bréf frá ýmsum austfirðingum til Odds Björnssonar útgefanda á Akureyri, varðandi bóksölu. Reikningsyfirlit Búnaðarskólans á Eiðum 1914. Hluti af reikningsbók S-Múl. 1919.
Guðrún Guðmundsdóttir Álfhólsvegi 103 Kópavogi. Bók með fundargerðum sýslufundar Norður-Múlasýslu 1897-1914

Björn Vigfússon Egilsstöðum. a) Gerðabók skólanefndar Egilsstaðaskóla 1976 - 1983. b) Gerðabók varðandi prófkjör í Egilsstaðahreppi 1982 og jafnframt kjörbók fyrir sama ár vegna sveitarstjórnarkosninga. c) Gerðabók kjörstjórnarinnar í Egilsstaðahreppi 1947 - 1966.

Sæunn Stefánsdóttir Egilsstöðum. Nýja Testamennti. útg. Oxford 1863.
Höldur. Búnaðarrit. Útg. Akureyri 1861.
Safnastofnun Austurlands/Guðný Zoega. Örnefnaskrár úr Norðfjarðarhrepp: Barðsnes, Sandvík, Stuðlar, Viðfjörður, Hellisfjarðarsel, Hellisfjörður, Sveinsstaðir, Grænanes,

Héraðsskjalasafnið á Akureyri/Aðalbjörg Sigmarsdóttir. Hluti úr fundargerð Sambands austfirskra kvenna árið 1931. Vélrit 4 bls., en klipptur hefur verið burt stór hluti af fyrsta blaðinu. Fundargerðin undirrituð af Sigrúnu Blöndal.

Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Afhentur kassi með bókum flestar komar frá Kanada. Meðfylgjandi listi yfir bækurnar. Innan úr bókum komu, blað með kveðskap líklega eftir Jón Jónatansson og Pál Skarphéðinsson. Eftirmæli: Höfundur B? J. Hornfjörð. Ort eftir Þorgrím M. Sigurðsson bónda Framnesbyggð. Man.

Ófeigur Pálsson Miðhúsum. Gögn vegna snjóbílsins U-16. Dagbækur og bókhaldsgögn.

Guttormur V. Þormar Geitagerði Fljótsdal. Bréfamappa með bréfum til hreppstjóra Fljótsdalshrepps 1936 til 1954.
Bréfamappa með bréfum til Búnaðarfélags Fljótsdalshrepps 1951 til 1954.
Minningarrit Landsíma Íslands 1906 til 1926.
Kvæðaflokkur sunginn við komu Friðriks konungs áttunda 1907. Ávarp til Þórarins Tuliníus, vorið 1913.

Þóra Sigríður Gísladóttir. Fundargerðarbækur Kvenfélags Tunguhrepps 1926-1973. Sigurður Óskar Pálsson. 20 frásagnir og erindi. Flest samantekið af Sigurði Ó Pálssyni. Nokkur handrit annarra sem Sigurður hefur verið með í athugun. Lýðveldisljóð, tvö vélrituð blöð, Þingrof, tvö vélrituð blöð. Ljósrit af umslagi með rithönd Jóhannesar Kjarval, skrifað utan á til "söngstjóra og sundkennara" Halldórs Ásgrímssonar bankastjóra. Tvær myndir, önnur í ramma af ömmu gefanda. Tvö bréf: Bréfritari: Þórunn Jóhannesdóttir Geitavík: Bréf dags. 4. maí 1950 og annað dags. 28. apríl 1952. Mynd: Björn Björnsson frá Snotrunesi. Dagbækur: 1955-1971.

Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. ráðherra frá Brekku Mjóafirði.
1) Síldarsagan. (Lítill pappakassi) (Kaflar frá Mjóafirði og Seyðisfirði um síldarsögu og um Íshúsin). Meðfylgjandi skrá.
2. Ljósmyndir í pappakassa. Mannamyndnir og fleiri myndir í kassa og meðfylgjandi skrá. Fer í ljósmyndasafn.
3. Kassi með bréfum, ýmsum skjölum,póstkortum,blaðaúrklippum af greinum, ýmsum heimildum og fleiru. Meðfylgjandi handrituð skrá yfir innihald kassans.

Örnefnastofnun. Afhentar eftirfarandi örnefnaskrár úr Hlíðarhreppi. Ketilsstaðir, Ketilsstaðir, Torfastaðir, Bakkagerði, Hólmatunga, Árteigur, Fagrahlíð, Hlíðarhús, Sleðbrjótssel, Sleðbrjót, Grófarsel, Surtsstaðir, Hallgeirsstaðir, Hrafnabjörg, Hnitbjörg.

Úlla Þormar Árdal Mappa með myndum af verkum föður hennar Geirs G. Þormars myndskera á Akureyri. Myndirnar eru heimildir um verk Geirs og yfirlit á árunum 1930-1950.

Barnabörn Sigríðar Sigmundsdóttur og Guttorms Vigfússonar alþingismanns Geitagerði. Bréf til Guttorms Vigfússonar, skólastjóra á Eiðum síðar bónda og alþingismanns í Geitagerði, skrifuð á árunum 1883 til 1926. 147 bréf og 12 önnur skjöl. Afsteypa af brjóstmynd af Guttormi Vigfússyni. Innrammað konungsbréf um orðuveitingu til Guttorms Vigfússonar. Mynd af 18 austfirðingum.

Jónbjörg Eyjólfsdóttir Egilsstöðum. Sönglög eftir Svein Jónsson Fagradal Vopnafirði, við ljóð eftir sama. Ljósrit eftir handriti í eigu Jónbjargar Eyjólfsdóttur. Handritið kom frá móður Jónbjargar, Önnu Guðbjörgu Helgadóttur. Fundargerðabók Styrktrarfélag aldraðra á Héraði 1979-1981, og fleiri gögn varðandi félagið. Ýmsir bæklingar, frá Rauðakrossinum, félagsstarfi aldraðra í Rvík. o. fl.,sem fylgdi með gögnum félagssins.

Árni ísleifsson Egilsstöðum. Plaköt vegna Djasshátíðar Egilsstaða í pappahólk., Myndir frá Djasshátíð Egilsstaða. Plaggöt frá Jazzhátíð Egilsstaða 1994. Grimmt & blítt 2 hljómplötur Slagbrands.

Benedikt, Jóna Sigurbjörg, Jónas Jónasarbörn frá Kolmúla.
Fæðingarvottorð, prófskírteini, skýjabarnið, þula. Bréf, til Málfríðar og frá henni. Að hluta á blindraletri. Blinda stúlkan frá Kolmúla samantekt Önnu Kristínar Ragnarsdóttur. Hiem for arbeidsföre, blinde kvinder. 7 myndir. 23 litlar myndir og 4 stórar. Myndaalbúm úr eigu ömmu þeirra Ragnhildar Þorsteinsdóttur frá Heiðarseli. Einnig Þráðarleggir með garni úr eigu Ragnhildar. 27 gamlar ljósmyndir ,þar af 14 þekktar.

Einar Snæbjörnsson Geitdal. 11 stórar myndir, 3 litlar.
Stefán Bragason/Skrifstofa Egilsstaðabæjar.
Sýsluskipunarnefnd Egilsstaðahrepps. Nokkrar fundargerðir, úr vannýttri fundargerðabók.
Jóhann Magnússon frá Breiðavaði. Passi gefin Vilborgu Sigurðardóttur í maí 1886. Undirritað af Ben. Gröndal
Anna Þóra Árnadóttir Granaskjóli 46 Reykjavík. Teikningar eftir Þorstein Stefánsson af túnum við bæi í Beruneshreppi,alls 16 teikningar.
Jónína Zophoníasdóttir Mýrum. Mynd af vegavinnumönnum með tjald. Gæti verið tekin á Fagradal ?
Guðrún Kristinsdóttir minjavörður/Safnastofnun Austurlands.
Tíu myndir áritaðar frá Dagnýju Karlsdóttur og Guðmundi Björnssyni Múla.
Sextíur og fjórar myndir,kabinet-,visit- og póstkort,þar af 41 þekkt.
Sjötíu ljósmyndir, þar af 64 þekktar. Þrjátíu og fjórar ljósmyndir, þar af 16 þekktar.
Sigurður Óskar Pálsson/Sigurður Blöndal Ljósmyndir (andlitsmyndir af Héraðsmönnum á Héraðsvöku 1969. Ljósmyndir af Héraðsvöku/Egilsstaðakvöldi 1973
Guðrún Aðalsteinsdóttir Útgarði 6 Egilsstöðum. Smásögur, tækifærisræður og minnisblöð.
Arndís Þorvaldsdóttir Lagarási 6/Tónkórinn Aðalfundar-og gerðabók fyrsta fundargerð 1971, ýmis önnur gögn. Tvö albúm með ljósmyndum, sem flestar eru af starfsfólki KHB á árunum upp úr 1960, einnig af bæjum á Héraði og frá Vopnafirði og Reyðarfirði

Björn Aðalsteinsson Borgarfirði eystra. Fundargerabók Nálarinnar frá 25. júlí 1978 til 12. mars 1990. Ársreikningar, bréf og önnur gögn.
Virðingarbækur Brunabóafélags Íslands, umboð Borgarfirði eystra. 1 til 6 Sú fyrsta hefst 16. janúar 1933, löggilt 7. október 1932. Bók nr. 6 lýkur 15. desember 1991. Bók nr. 6 fylgir efnisyfirlit fyrir allar bækurnar unnið af BA.
Páll Guttormsson frá Hallormsstað. Veðurbók nr. 1 til 4, frá 1. apríl 1937 til 3. sept. 1941. Veðurathuganir á Hallormsstað frá 1. mars 1952 til 31. desember 1960. Þroskaathuganir jurta 1971 til 1980. Hlynur, skólablað Hallormsstaðaskóla 1972 til 1987 innbundið. Samherji fréttabréf KHB 1978 til 1989.
Páll Pálsson frá Aðalbóli. Örnefnalýsing Skeggjastaða í Fellum eftir Jón Þórarinsson frá Skeggjastöðum. Ljósrit af frumriti. Páli Pálssyni afhent af Sæbirni Jónssyni Þórarinssonar.
Jónína Hallgrímsdóttir frá Hrafnabjörgum. Brúðkaupsferð fyrir 50 árum og þremur betur. Grein skilað inn til birtingar í Múlaþing sumarið 1996. Ásamt myndum.
Séra Einar Þór Þorsteinsson Eiðum 1. Hérðsfundabók Norður-Múlaprófastsdæmis 1933 - 1956.2. Héraðsfundabók Norður-Múlaprófastdæmis 1957 til 1969 og fyrir Múlaprófastsdæmi frá 1970 - 1992.
Aðalbjörg Pétursdóttir frá Bót. 43 visitkort, 12 kabínetkort, 8 póstkort og 3 aðrar svarthvítar myndir úr eigu Laufeyjar Snævar og Stefáns Péturssonar frá Bót.
Jónas Magnússon Uppsölum Gerðabók Bændafélags Fljótsdalshéraðs 1944-1991.
Friðrik Ingvarsson Steinholti. Dagbækur Aðalsteins Halldórssonar Egilsstöðum 1945-1967, 9 stk. Á annað hundrað ljósmyndir, flestar ómerktar. Líklega flestar úr búi Gunnars Þorsteinssonar og Önnu Sigfínnsdóttur í Fossgerði, fósturforeldra Aðalsteins.
Sævar Sigbjarnarson Rauðholti Hjaltastaðaþinghá. Nokkur bréf rituð til þáverandi hreppstjóra Hjaltastaðhrepps Halls Björnssonar Kóreksstöðum. Kom úr gögnum sem oddviti hreppsins afhenti.
Páll Pálsson frá Aðalbóli. Bréf til Dags Gunnarssonar Strönd Völlum, afrit fundargerða Hvanneyrings. Þessi gögn eru komin til Páls Pálssonar frá föður hans Páli Gíslasyni Aðalbóli.
Djúpavogshreppur/Ólafur Áki Ragnarsson. Mappa með bréfum frá löngu árabili. Bréf laus tekin úr möppum frá 1972-1981 a,mk. Plastmappa með gögnum frá hreppaskiftum. Plastmappa með byggingarbréfum. Gestabók Djúpavogsvitans. Sjóðbækur, viðskiftamannabækur úr Búlands- og Geithellnahrepp, dagbók Æðarsteinsvita. Fundargerðabók Búlandshrepps 15. sept. 1975- 26. júní 1981. Bréfabók Geithellnahrepps 6/4.1929-24/9. 1954.
Arnþór Þórðarson frá Hvammi. Átta ljósmyndir úr eigu Arnþórs flestar tengdar ættingjum hans og bernskuheimili í Hvammi á Völlum. Arnþór afhenti Hrafnkatli A. Jónssyni myndirnar í Reykjavík.
Kristján Björnsson og Petra Björnsdóttir frá Grófarseli. Þrjár myndir í ramma úr búi Björns Kristjánssonar og Magnhildar Stefánsdóttur.
Myndirnar eru af: séra Sigurjóni á kirkjubæ, Önnu Sveinsdóttur og Þorsteini Jónssyni.
Guðmundur Ármannsson Vaði. Fjórar myndir, eftirtökur af Ingibjörgu á Vaði og nokkrum barna hennar.
Sæbjörn Jónsson Skeggjastöðum. Uppskrift af rímum af Hrafnkatli Freysgoða. Skrautrituð nöfn Jóns Andréssonar(fríska Jóns) og Solveigar Eiríksdóttur á Vaðbrekku. Sáslmabók gefin út af Magnúsi Stephensen, Andlegar hugvekjur (Sturmshugvekjur), 1. hefti af árbókum Espólíns.
Bjarghildur Sigurðardóttir Egilsstöðum. a) Reikningabók Menningasamtaka Héraðsbúa 1955 - 1971. b) Prentuð viðurkenningarskjöl (ónotuð) fyrir snyrtileg hús og umgengni. c) Ari Björnsson: Námsuppskrift: Búnaðarlandafræði eftir Runólf Sveinsson skólastjóra á Hvanneyri.

Sigríður Sæbjörnsdóttir Reyðarfirði.
1) Ljósrit af ljóðum eftir Pál Ólafsson (ljósrit eftir handriti): a) Á fæðingardag konungs 8. apríl 1881. b) Patriotískar Hugleiðingar um Brennivínstollinn. Gamanvísur frá Páli Ólafssyni til bróður síns.
2) Bréf frá Eiríki Daníelssyni til föður síns, skrifað á páskadagskvöld 1881.
3) Bólu-Attest fyrir Vilborgu Bjarnadóttur fædd á Flatey til heimilis Þorvaldssöðum, attestið er frá 1854 (ljósrit)
4) Kúabólusetningar - attest fyrir Eirík Daníelsson fæddan á Fagradal núverandi á Tóarseli dags. 8 . júní 1860. (Ljósrit).
5) Hjónavígsluræða Sólveigar Halldórsdóttur frá Haugum og Þorgríms Arnbjörnssonar frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal eftir séra Pál Pálsson Þingmúla frá 1880.
6) Gamlar þulur, m. a. þulur eftir Theodóru Thoroddsen.

Einar Vilhjálmsson Smáraflöt 10 Garðabæ.
a) Athafnamaðurinn Stefán Th. Jónsson Seyðisfirði, (Alllöng vélrituð ritgerð um Stefán Th. Jónsson eftir Einar Vilhjálmsson.) og eftirrit úr Veðmálabók Norður-Múlasýslu frá 24.júní 1911,þar sem skráðar eru eignir Stefáns Th. Jónssonar, sem hann veðsetur fyrir skuldum.
b) Vísur: Vísur eftir ýmsa höfunda,sem Einar Vilhjálmsson hefur safnað saman, m. a. vísur, þar sem Pál Ólafsson yrkir um séra Björn á Dvergasteini og Baldvin tengdaföður hans í Stakkahlíð, en Páll átti í útistöðum við þá.

Egilsstöðum 22. september 1999.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022