Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Austfirðinga1999. 15. febrúar 2001

Á safnið skráðu sig 795 gestir á síðasta ári. 543 karlar og 252 konur. Á síðasta ári voru skráðar 215 afhendingar og munar þar mest um það mikla magn af ýmis konar prenti sem kom frá Bókasafni Seyðisfjarðar. Frá áramótum eru þær orðnar 64.

Stjórn og fulltrúaráð.
Fulltrúaráð fer með stjórn Héraðsskjalasafnsins og er það kosið að loknum hverjum sveitarstjórnarkosningum. Fulltrúaráðið er skipað á eftirfarandi hátt.

Sveitarfélag - Aðalmaður - Varamaður
Skeggjastaðahreppur - Ingibjörg Þórhallsdóttir - Steinar Hilmarsson
Vopnafjarðarhreppur - Emil Sigurjónsson - Ólafur K. Sigmarsson
Norður-Hérað - Gunnar Guttormsson - Gylfi Hallgeirsson
Fljótsdalshreppur - Agnes Helgadóttir - Sigrún Benediktsdóttir
Fellahreppur - Brynjólfur Bergsteinsson - Sigurlaug J. Bergvinsdóttir
Borgarfjarðarhreppur - Björn Aðalsteinsson - Magnús Þorsteinsson
Seyðisfjarðarkaupstaður - Jóhann Grétar Einarsson - Þorgeir Sigurðsson
Austur-Hérað - Finnur N. Karlsson - Katrín Ásgrímsdóttir
Mjóafjarðarhreppur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Heiðar W. Jones
Fjarðabyggð - Smári Geirsson - Ásbjörn Guðjónsson
Fáskrúðsfjarðarhreppur - Friðmar Gunnarsson
Búðahreppur - Magnús Stefánsson - Kristmann R. Larsson
Stöðvarhreppur - Jósef Friðriksson - Björgvin Valur Guðmundsson
Breiðdalshreppur - Rúnar Björgvinsson - Jóhanna Guðnadóttir
Djúpavogshreppur - Ómar Bogason - Ólafur Áki Ragnarsson

Síðasti aðalfundur var haldinn 2. nóvember 1999, þar voru eftirtaldir kosnir í stjórn.

Finnur Karlsson formaður
Smári Geirsson varaformaður
Björn Aðalsteinsson ritari
Jóhann Grétar Einarsson meðstjórnandi
Ómar Bogason meðstjórnandi.
Varamenn
Emil Sigurjónsson
Magnús Stefánsson

Á árinu hafa verið haldnir 2 stjórnarfundir, auk þess hefur formaður fylgst reglulega með starfsemi safnsins og forstöðumaður hefur síðan haft samband við aðra stjórnarmenn símleiðis.

Starfsmenn.
Fastir starfsmenn eru 2 í einu og hálfu stöðugildi. Hrafnkell A. Jónsson forstöðumaður og Arndís Þorvaldsdóttir sem auk almennra afgreiðslustarfa hefur séð um tölvuskráningu skjala. Ljósmyndasafn Austurlands er í vörslu Héraðsskjalasafnsins, Arndís hefur umsjón með ljósmyndasafninu.

Hita-og loftræstikerfi.
Nýtt hita og loftræstikerfi var tekið í notkun í desember 1998, en lokið var að setja það upp fyrri hluta vetrar 1999. Það kom í ljós þegar leið á árið að orkunotkun hafði aukist verulega eða allt að þrefaldast. Það var þegar farið að leita eftir úrbótum sem þó reyndust torveldar Leitað var til Kristjáns Ottóssonar starfsmans Lagnafélags Íslands til að gera úttekt á kerfinu. Kristján kom í byrjun janúar s.l. Í skýrslu sem hann skilaði frá sér koma fram margvíslegar athugasemdir sem bæði eru alvarlegar en ekki síður til athugunar fyrir alla sem þurfa að standa að opinberum framkvæmdum. Kristján segir m.a. “Það er hörmung að sjá hvernig menn skila af sér verkum, (eða heldur skila ekki af sér verkum) og komast upp með það.” Annars staðar segir hann “Við umgang um klefann, þarf maður að verja sig eins og maður sé í kríuvarpi.” Loks segir hann “Engar upplýsingar lágu fyrir um hvaða tæki höfðu verið samþykkt endanlega í kerfið, og upplýsingar um samvirkni tækja fannst ekki í hönnunargögnum, og ekki finnanlegt annarsstaðar.” Dómur Kristjáns er þungur en því miður þá er hann byggður á rökum. Eftir að búið var skilgreina vandann þá var hafist handa við úrbætur sem bæði fólust í breytingum á kerfinu og samningum við RARIK um lækkun á verði þeirrar orku sem sérstaklega er tengd rakatæki Safnahússins. Formaður byggingarnefndar Guðmundur Magnússon og Óli Grétar Metúsalemsson verkfræðingur unnu af röggsemi við að fá fram lagfæringar á kerfinu og því að ná fram samningum við RARIK.

Ljósmyndasafn Austurlands
Arndís Þorvaldsdóttir hefur unnið að söfnun ljósmynda, skráningu og öflun upplýsinga. Þrátt fyrir að,mikið verk hafi verið unnið við safnið þá er margt ógert. Nokkur óvissa er um fjárhagslegan grundvöll þess starfs sem unnið hefur hér á Héraðsskjalasafninu. Safnastofnun Austurlands sem er einn þriggja eignaraðila Ljósmyndasafnsins hefur uppi fyrirvara á framhaldsfjárveitingum til þess. Það er óhjákvæmilegt að á því verði tekið.

Bókasafn
Í stjórn Bókasafns Önnu Guðnýjar og Halldórs voru Árni Halldórsson formaður, Arndís Þorvaldsdóttir ritari ,Magnús Þorsteinsson meðstjórnandi. Árni Halldórsson lést á s.l. vetri. Halldór Árnason hefur tekið við formennsku í stjórn safnsins af föður sínum. Eins og fram kom í skýrslu síðasta árs þá bauð Bókasafn Seyðisfjarðar Héraðsskjalasafninu til varðveislu gamlar bækur úr fórum Amtsbókasafnsins. Þarna var um að ræða verðmætar bækur sem fengur var að fá. Í kjölfar þess var fengið samþykki Bæjarstjórnar Seyðisfjarðar fyrir því að gömul blöð og tímarit sem geymd eru á Seyðisfirði kæmu til varðveislu á Héraðsskjalasafninu. Sem áður var lögð áhersla á söfnun tímarita og bóka gefnum út vestan hafs, auk ættfræði- og sagnfræðirita.

Starfsemi Safnahússins
Gott samstarf hefur verið á milli stofnanna Safnahússins., Héraðsskjalasafnið í félagi við Minjasafn, Bókasafn og Safnastofnun keyptu saman ljósritunarvél. Þá er samstarf um rekstur hússins og hefur undirritaður séð um uppgjör fyrir ræstingu, hita og rafmagn. Gert var samkomulag við Egilsstaðabæ um hirðingu á lóð hússins og err það unnið af garðyrkjudeild Egilsstaðabæjar fyrir greiðslu.
Heimasíða.
Heimasíða Héraðsskjalasafns Austfirðinga var opnuð á sl. vetri. Veffang er www.heraust.is. Það var starfsmaður Spyrnis ehf. Árni Björgvinsson sem gerði síðuna. Það hafa orðið undirrituðum nokkur vonbrigði hversu lítið síðan virðist notuð, en vonir voru bundnar við að heimasíðan yrði virkur miðill til að auka og bæta aðgengi að safninu.

Afhendingar til safnsins.
Öllum sem sýnt haf Héraðsskjalasafninu það traust og þann velvilja að trúa því fyrir gögnum, eru hér færðar bestu þakkir. Fjögur visitkort öll þekkt og sjö litskyggnur. Myndirnar tengjast allar Sigríði Fanneyju Jónsdóttur húsfreyja á Egilsstöðum, og eru frá séra Pétri Ingjaldssyni og Dómhildi Jónsdóttur.
a)Veitingarbréf fyrir séra Harald Þórarinsson til Hofteigsprestakalls 1908.
b) Skipunarbréf séra Haraldar Þórarinssonar til Hofteigsprestakalls 1908
c) Prófskírteini Haraldar Þórarinssonar úr Reykjavíkurskóla frá 1892.
d) Veitingarbréf séra Haraldar Þórarinssonar fyrir Mjóafjarðarprestakalli 1924.
e) Skjal á latínu, gæti verið háskólabréf Haraldar Þórarinssonar dags. 1894.
f) Fullnaðarprófsskírteini séra Sverris Haraldssonar úr Mjóafjarðarskóla 1935.
g) Prófsskírteini Sverris Haraldssonar úr guðfræðideild 1954.
h) Vígslubréf séra Sverris Haraldssonar og settning til Desjarmýrarprestakalls 1963.
i) Stílabók með uppskrift af leikritinu Stundar-hefð Pernillu.
j) Bréf frá Þórarni Þórarinssyni á Eiðum til séra Vigfúsar I. Sigurðssonar dags. 1950.

Kassi sem inniheldur handrit að leikritum sem hafa verið leikin á Hallormstað.
2 gestabækur gistihússins á Hallormsstað 1955-1963 og 1963-1967.
Matseðlar 3 bækur: 1973-1980, 1957-1958, 1962-1963. Bókaskrá
Próf-og vitnisburðarbækur 3. 1938-1942, 1945-1952, 1956-1979
Sjóðbók 1949-1964, 1954. Gjörðabók Málfundafélagsins Iðunn 1930-1938.
Gjörðabók Hallormsstaðaskóla 1933-1934 og 1935-1936.
Nokkur prófblöð frá 1947. Kropp og Helse.
8 dagbækur 1933-1971.

Fjórar myndir stórar á spjöldum:
a) Skólamynd frá Voss 1916, en þá var Sigríður Fanney þar nemandi. Varveitt á Minjasafni.
b) Fulltrúar á þingi Búnaðarfélags Íslands.
c) Hópur kvenna, Líklega fulltrúar á fundi Kvenfélagasambands Íslands.
d) Mynd af hjónunum Oddnýju og Friðriki Ytri-Hlíð.

Uppkast að sóknarlýsingu séra Sigfúsar Finnssonar í Hofteigi. Ritað um 1840. hefur líklega komið úr bandi á bók. Kom til Páls Pálssonar frá föður hans Páli Gíslasyni á Aðalbóli.
18 myndir og 4 póstkort.
1) HAust. Virkjunargreinar í tímaröð. (Ljósrit, síðari hluti afhendingar)
2. Heimaslóð 1991- 1993. Árbók Hreppanna í Möðruvallaklaustursprestakalli.
Skólaspjald frá Akureyrarskóla, vantar ártal.
31 mynd í albúmi, kabinetkort og visitkort, flestar þekktar.
Örnefnaskrár. Borgarfjarðarhreppur: Litlavík.
(Örnefnaskrá yfir Litluvíkurland, 9 bls. A4 með nafnaskrá örnefna).
Skrár yfir jarðaskjöl (ljósrit) úr Múlasýslum,Skaftafellssýslum,Rangárvallasýslu, Þingeyjarsýslum.
S-Múlasýsla. Kvittanir frá 1929.
Manntalsbækur (Í stílabókum):
a) Manntal í Hofsprestakalli (í Álftafirði) 31. des. 1948.
b) Manntal í Hofsprestakalli (í Álftafirði) (framhald) 31. des. 1948.
c) Heydalaprestakall: Manntal 31. des. 1949.
d) Jökuldalur: Manntal, 1956 (?).
e) Hlíðin (Jökulsárhríð),Manntal, ártal vantar,(1956 ?).
f) Tungan (Hróarstunga),Manntal, ártal vantar (1956 -1960 ?).
g) Fell,Manntal, ártal vantar, 1956 ?
h) Fljótsdalur, Manntal 1956 (?).
i ) Breiðdalshreppur, Manntal,ártal vantar, 1952 (?).Kápu vantar á þessa stílabók.
Fasteignaskrár 1970 - 1995.
a) Aðsend bréf 1990 -1994.
b) Afrit forðagæsluskýrslna 1975 - 1983.
c) Aðsend bréf 1995 - 1997.
d) Kjörskrár, 4 stk. 1979 - 1991.
e) Íbúaskrár 1971 - 1979.
f) Íbúaskrár 1954 - 1955.
g) Íbúaskrár 1980 - 1989.
h) Íbúaskrár 1990 - 1997.
i) Ársreikningar 1980 - 1997.
j) Gögn varðandi Valaskjálf 1990 - 1998.
l) Ársreikn. + skuldabréf 1970 - 1984.
m) Ýmis gögn um skyld efni 1989 -1995.
n) Tvær bækur m. frumr. fundarg. 1993-98
o) Tvær viðskiptamannabækur 1958-1983.
p) Tvær gjörðabækur 1969 - 1984.


40 kasettur og 42 stórar segulbandsspólur með efni frá Menningarsamtökum Héraðsbúa.Þar á meðal eru á spólunum raddir margra Héraðsbúa,sem nú eru látnir.

a) Fæðingarvottorð (ljósrit) Bjargar Vilhelmínu Pétursdóttur f. 1849. Hún var amma Baldurs Björnssonar sem afhenti gögnin.
b) Minningarskrift (með gotnesku letri; ljósrit) um hjónin sr. Þorstein Jónsson og Sigríði Árnadóttur gift í Tungu 21. sept. 1825, skyldu að Klippstað í Loðmundarfirði 2. febrúar 1827. Bæði dáin 1827.
c) Reikningur (ljósrit) til Jacobs Björnssonar Desjarmýri frá 1903 við verslun Þ.Jónssonar ("borgara").

1) Ljósrit af bréfi frá Lárusi S. Tómassyni stílað til vinar hans dags. 18 júní 1889.
2) Bréf frá Lárusi til séra Davíðs Guðmundssonar prests á Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði dags. 27. nóv. 1872.

a) Rekstarreikningur Menningarsamtaka Héraðsbúa 1992 (Tvö eintök).
b) Menningarsamtök Hérðarsbúa: Gamlar hljóðritanir. (Tölvurituð skrá 8 bls. A4, tvö eintök ).

Orkustofnun - Vatnamælingar:
Hiti í Lagarfljóti eftir Magnús Á Sigurgeirsson og Hákon Aðalsteinsson. Unnið fyrir Landsvirkjun 1998.
Eiðakveðja. Fréttabréf samtaka Eiðavina. 1. árgangur 1. tbl. ,mars 1999.
Capituls-taxti-Verðlagsskrár 1831- 1859. Auk þess stjórnartíðindi.
Bréf (ljósrit),símskeyti og fleiri gögn úr fórum Aðalsteins Jónssonar Vaðbrekku.

Ljósmynd tekin á hlaðinu í Breiðuvík.
Frá vinstri:
Þórarinn Jónsson Breiðuvík ,síðast á Dallandi. Jón Víkingur Guðmundsson,sonur Guðmundar Jónssonar frá Fossvöllum og Arnbjargar Sveinsdóttur,systur Páls Sveinssonar í Breiðuvík og Daníel Pálsson síðar bóndi í Geitavík. Myndin er tekin um 1925.

Ljósið í Norðri og Dimmagil, Útgefið á kostnað höfundar 1968.
Gögn frá sóknarnefnd Eiðasóknar (og Eiðakirkju): Tveir pappakassar með möppum og fleiri gögnum.
Fullur plastpoki af ýmsum bæklinum svo sem tónleikaskrám,leikskrám, dagskrám frá þorrablótum, skólablöð frá Eiðum, skrám frá myndlistarsýningum, dánarblöðungum og mörgu fleira smáprenti frá félögum og ýmsum aðilum,einkum hér á Héraði.
Ljósmynd: Fjölskyldan í Grófargerði:
Ýmis gögn um þorrablót í Tungu o. fl. lánuð til ljósritunar.
Dráttarvél Tunguhrepps - Vinnubók og rekstrar- og efnahagsreikningar dráttarvélar.
Átta pappakassar af ýmsum tímaritum, ritlingum og bókum auk ýmissa skjala úr fórum séra Einars Þórs Þorsteinssonar og konu hans. Í flestum kössunum er blað með skrá yfir innihald hvers kassa.
Tvö skólaspjöld frá Eiðum skólaárin 1938 - 1940. Spjöldin voru í eigu Ingvars Ingvarssonar frá Desjarmýri.
Myndasafn komið úr fórum Sigurjóns Bjarnasonar og Guðfinnu Þórðardóttur sem bjuggu á Hvoli í Borgarfirði eystra.
12 visitkort merkt, 16 visitkort óþekkt, 14 póstkort með mannamyndum, 1 kabinettkort, 5 svart/hvítar pappírsmyndir.
Allmargir pappakassar með ýmsum tímaritum m. a. um heilbrigðismál, holla lífshætti, lyfjamál og fleira.
Fundagerðabók Leikfélag Fljótsdalshéraðs, janúar 1982 - 1992.
Fullur pappakassi af bréfum til Sigurðar Sigurðssonar kennara á Seyðisfirði eða ýmsum gögnum úr fórum hans.
a) Félag áfengisvarnanefnda á Austurlandi: Fundargerðabók 1960 - 1975.
b) Fundargerðabók Barnaverndarnefndar Eiðaþinghár (1. fundargerð 1988) og Félagsmálanefndar Eiðaþinghár 1992 (Tvær fundargerðir).
c) Umslag með nokkrum smáritum,bréfum o. fl.
d) Hátíðarljóð Samvinnumanna.Fylgirit Samvinnunnar. Nótnahefti.
Öldin. Tímarit til menntunar og fróðleiks. Ritstj. Jón Ólafsson. 1. - 4. árg. Wpg. 1893 - 1893. Innb. í bók. Allt sem út kom. (Að vísu kom annað samnefnt rit út í Wpg. 1891 - 1892 undir ritstjórn Jóns Ólafssonar).
Hvöt. Blað umdæmisstúku Austurlands af I.O.G.T.Ritstj. Jón Jónsson. 1.árg. 1. - 5. tbl. 1902. Ib. (Alls komu af blaðinu 2 árg. 1902 - 1904).
1. - 2. tbl. af 6. árg. innb. eina bók. Rvík. 1995 - 1903.(Kápa snjáð og laus frá kili).
Svört mappa með prentuðum feðaáætlunum strandferðaskipa, póstáætlunum ,áætlunum um ferðir landpóstanna,skrá um númer og nöfn bréfahirðinga,ýmsar töflur o. fl. skjöl af svipuðu tagi.
Tvær gamlar ljósmyndir úr fórum Guðrúnar Einarsdóttur frá Blönduósi.
a) Mynd af gamal pósthúsinu Seyðisfirði,síðar hóteli,en Guðrún vann þar í eitt eða tvö ár á milli 1920 og 1930, líklega um 1924 eða 1925.
b) Mynd af Karlfelli í Loðmundarfirði.
Gamlar mannamyndir úr fórum Auðbjargar Jóhannsdóttur Álftamýri 16 Reykjavík:
8 visitkort þekkt. 2 visitkort óþekkt.
Tölvubækur og tölvugögn í þremur kössum. Þá eru afhentar 2 rafknúnar leikfangalestir sem á að afhenda Minjasafni Austurlands.
Sjö pappakassar með blöðum ,tímaritum og bókhaldsgögnum vegna verkstæðisreksturs úr fórum Steinþórs Eiríkssonar Egilsstöðum.
Pappakassi með tímaritinu Húsfreyjan.
Viðskiptabók við Sparisjóð Kinnunga. Prentuð á Akureyri 1936
Viðskiptabók við Sparisj. í Keflavík. Pr. Rvík. 1948. Ónotuð.
Skipsrúmssamningur og viðskiptabók. Pr. Rv. óársett. Ónotuð.
Viðskiptabók við Kaupfélagið Björk Eskifirði.Rvík. 1936. Ónotuð.
Sparisjóður Arnfirðinga Viðskiptabók. Rvík. 1911.
Viðskiptabók við stofnsjóð Kaupfélag Suður-Borfirðinga Akranesi.Ób.
Viðskiptabók við Sparisjóð Borgarfjarðarsýslu.Rvík. 1941. Ób.
Viðskiptabók við Kaupfélagið Björk Eskifirði.
Viðskiptabók við Stofnsjóð Verslunarfélags Seingrímsfjarðar. Rv. 1901.
Viðskiptabók við Sparisjóðinn Gullfoss. Rvík. 1906. Spjaldb. Ónotuð.
Viðskiptabók við Sparisjóð Ólafsvíkur. Rvík. 1906. Spjb.Ónotuð.
Viðskiptabók við Aurasjóð Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sf. 1903. Ób.
Viðskiptabók við Sparisjóð Vestur-Ísafjarðarsýslu. Rvík. 1896. Spjb.
Viðskiptabók við Sparisjóð Arnarneshrepps. Rvík. 1896. Spjb. Ónotuð.
Innláns Viðskiftabók við Íslandsbanka Reykjavík. Rv. 1908. Ónotuð.
Viðskiptabók við Sparisjóð Árnessýslu. Rvík. 1901. Ónotuð.
Viðskiptabók við Sparisjóð Dalasýslu..Rvík. 1903. Ónotuð.
Viðskiftabók við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Rvík. 1903. Ónotuð.
Viðskiptabók við Sparisjóð Húsavíkur. Rvík. 1896. Ónotuð.
Sparisjóður á Ísafirði stofnaður 1876. Viðskiptabók. Rv. 1897. Ón.
Viðskiptabók við Stofnsjóð Verslunarfél. Vindhælinga. Rv. 1908.
Viðskiptabók við Stofnsjóð Kaupfélags Skagfirðinga. Rv. 1908. Ón.
Viðskiptabók við Landsbankann. Ónotuð.
Viðskiptabók við Sparisjóð Vestmannaeyja. Rv. 1902. Ónotuð.
Sparisjóðsbók fyrir sparisjóð Vestur-Barastarndasýslu. Rv. 1900.
Viðskiptabók við Sparisjóð Vestur-Ísafjarðarsýslu. Rv. 1907. Ón.
Viðskiptabók við Sparisjóð Vestur-Skaftafellssýslu. Rv. 1947.
Viðskiptabók við Sparisjóð Hólahrepps. Akureyri 1934. Ónotuð.
Viðskiptabók við Sparisjóð Keldhverfinga. Rv. 1906. Ón.
Viðskiptabók við Sparisjóðinn í Stykkishólmi. Rv. 1906. Ón.
Viðskiptabók við útibú Landsbankans á Ísafirði. Rv. 1906.
Viðskiftabók við Sparisjóð Vestmannaeyja. Rv. 1906.
Hlaupareiknings Viðskiptabók við Íslandsbanka. Rv. 1906.
Viðskiftabók við Stofnsjóð Kaupfélags Húnvetninga.Rv. 1908.
Viðskiptabók við Söfnunarsjóð Íslands. Rv. 1910. Ón.
Viðskiftabók við Sparisjóð Sauðárkróks. Rv. 1927.
Póstkvittunarbók undir blöð og tímarit.Rvík. 1902. Ób.
Póstkvittunarbók. Rvík. 1902. Óbundin.
Vasakver fyrir bændur og einfaldlinga á Íslandi eðr ein auðveld Reiknings-list hvarí finst allskonar útreikningr á upphæð og verðaurum í kaupum og sölum bæði eftir innlensku og útlensku verðlagi. Einnig útdráttur af hinni konungl. íslensku kaup-taxta og bréfburðar tilskipun. Kbh. 1782. Ib. 239 bls í vasaborti. Stutt ágrip af Yfirsetu-qvenna fræðum útgefið af Matthias Saxtorph. Snúið á íslensku,og að nokkru um veikindi sængurqvenna og stólpípur,samt registri viðbætt af Jóni Sveinssyni. Kbh. 1828. Innb.
Ræður Hjálmars á Bjargi fyrir börnum sínum um fremd,kosti og annmarka allra Stétta, og um þeirra almennustu gjöld og tekjur. Skrásettar og útgefnar af dr. juris Magnúsi Stephensen. Viðeyjarklaustri 1820. Innbundið í fremur litlu broti.
Eðlis-útmálun Manneskunnar gjörð af Dr. Martinet. Snúin af dönsku af Sveini Pálssyni. Leiraárgörðum við Leirá 1798. Ib. 116 bls.
Stuttur leiðarvísir til Garðyrkju ásamt viðbætir um viðar-plöntun handa bændum. Samin af Jóni Þorlákssyni Kjærnested. Viðeyjar-klaustri 1824. Ib. 39 bls. Lög fyrir Borgaraklúbbinn í Reykjavík. Stadurer for Borgarklubbens.
Þykkt gamalt ljósmyndaalbum frá Ormsstöðum í Breiðdal fullt af ljósmyndum,visitkortum og kabinettkortum, sem flest eða öll eru merkt. Einnig nokkrar lausar ljósmyndir bæði visitkort og kabinettkort,sumt merkt en nokkrar myndir ómerktar.
Stofnfjárbók (við) Samvinnufélag Ísfirðinga. Rv. 1930. Ónotuð.
Greinilig Vegleiðsla til talnalistarinnar með fjórum höfuðgreinum hennar og þriggja liða reglu. Kbh. 1780. Ib. í alskinn en laus í bandinu, 375 bls.
Dactylismus ecclesiasticus eður Fingra - Rím viðvíkjandi kirkju-ársins tímum. Fylgir og með ný aðferð að finna íslendsk Misseraskipti. Kbh. 1838. Ib. í litlu broti 252 bls.
Meðinnbundið: Stundatal eftir stjörnum og tungli. Samið hefur Jón Thorlacíus prestur. Akureyri 1855, 107 bls.
Eftirmæli Átjandu aldar eftir Krists hingaðburð, frá Ey-konunni Íslandi. Eftir þessarar nafni framvörpuð af Magnúsi Stephensen. Prentuð í Leirárgörðum við Leirá 1806. Ib. 656 bls. í vasabroti.
Einir. Ábyrgðarmaður Jóhannes Oddsson. Hér er: 2. - 7. tbl. af 1. árgangi Seyðisfirði 1925. Vantar 1. og 8. tbl. ,en aðeins komu út 8 tölublöð af þessu blaði.
Röðull. Ritstjóri Arnfinnur Jónsson. 1.árg. 29. - 38. tbl. 1925 (Vantar 1. - 28. tbl., en þau voru fjölrituð) og svo er hér 1. - 4. tbl. af 2. árgagni 1926. Blaðið var Útgefið á Eskifirði (en prentað á Seyðisfirði).Fyrstu 3 tölublöðin úr 2. árgangi eru rifin en stafheil.
Dagfari. Blað sósíalista á Eskifirði. 4.,5. 6. (tvítak) og 8. tbl. 1.árgangs. Fjölritað. Eskifirði 1946.
Fiskstöðvablaðið. Gefið út af samfylkingarliði fiskverkunarkvenna. Ábm. Hallfríður Jónasdóttir. 1. - 3. tbl. (1. ) - 2. árg. 1934-35.
a) Minniskladdi eða minnisbók Vilhjálms Hjálmarssonar sem oddvita frá árunum 1950 - 1978.
b) Benedikt Sveinsson Borgareyri: 2 minnisbækur eða kladdar.
c) Hjálmar Hermannsson Brekku: 1 minnisbók.
d) Vilhjálmur Hjálmarsson hreppsstjór: 1 minnisbók.
e) Páll Vilhjálmsson hreppsstjóri: 3 minnisbækur eða kladdar.
a) 40 smámyndir frá Lýðveldishátið á Seyðisfirði. Mest frá íþróttasýningu.
b) 170 visitkort, þekkt.
c) 25 óþekktar myndir, visitkort.
d) 54 kabinettkort, þekkt.
e) 2 kabinettkort, óþekkt.
f) 2 póstkort, óþekkt.
g) 1 stækkuð eftirtaka ,þekkt.
h) 2 stærri myndir.
f) 1 fjölskyldumynd, í ramma óþekkt.
g) 1 skólamynd (Héraðsmenn í Akureyrarskóla í ramma).
h) 1 mynd af óþekktum einstaklingi í ramma. Góð greinargerð,skráð í stílabók, fylgir myndunum. Skrá yfir Bókasafn Austuramtsins á Seyðisfirði árið 1932. (4 eintök). Prentað á Seyðisfirði. Prentsmiðju Sig. Þ. Guðmundssonar 1932.
2 póstkort með mannamyndum, þekkt.
1 póstkort af tveimur ungum stúlkum og teimur ungum mönnum, talið vera fólk úr Fljótsdal.
1 visitkort, þekkt ?
2 skyndimyndir,pappírsmyndir þekktar. Myndirnar voru í eigu manns Ólínu, Einars Sveinssonar,sem ættaður var af Héraði.
a) The Hofteigs by Thordis Josefson Lindall. Þettar er niðjatal Sigbjörns Sigurðssonar sem kenndi sig við Hofteig og Steinunnar Magnúsdóttur, konu hans, sem var frá Skeggjastöðum á Jökuldal,sem flutti til Ameríku 1878.
b) Genealogy of the family of Sigbjörn Hofteig. Hér er líka um að ræða niðjatal Sigurbjörns Sigurðssonar og Steinunnar Magnússonar á ensku. Höfundar ekki getið.
c) Niðjatal Ólafar Björnsdóttur f. 1816 á Víkingavatni d. sama stað 1890 og eiginmanns hennar Magnúsar Gottskálkssonar f. 4. maí 1814 í Nýjabæ, d. á Víkingavatni 1848. Þetta niðjatal er á íslensku og væntanlega tekið saman hér á landi.
Lög og fundarsköp, fyrir U.M.F. Velvakandi. Reykjavík, 1925.
Hlutabréf í Lagarfljótsorminum, var í eigu séra Þórarins Þórarinssonar á Valþjófsstað.
Gögn frá Skriðdalshreppi: Bókhaldsgögn,reikningar bréf o. fl. hreppsgögn í pappakassa. Virðist allt vera frá síðasta hluta þessarar aldar.
Gestabók frá Fardagafossi. Bók Nr. 6. Byrjuð 20. sept. 1997 og enduð 1. jan. 1999.
Lög félagsins Sjálfstjórn. R.vík 1918.
Lög Sparisjóðs Norðuramtsins.
Lög Sparisjóðs Höfðhverfinga (tvítak.)
Lög Ekknasjóðs Húsavíkurhrepps. 1905.
Lög fyrir Aurasjóð Hrafnagilshrepps. Akureyri 1909.
Lög Sparisjóðsins Gullfoss. Ártal og prentsm. vantar.
Lög Sjómannasjóðs Árnessýslu. Ártal og prentssm. vantar.
Lög fyrir Sparisjóð Dalasýslu Líkl. útg. 1904.
Lög Sparisjóðs Kinnunga. R.vík 1899.
Lög Sparisjóðs Húsavíkurhrepps Ártal og prentsm. vantar.
Lög Sparisjóðs Skaptafellssýslu. R.vík 1903.
Lög fyrir Sparisjóð Norðuramtsins. Akureyri 1898 og R.vík 1919.
Lög fyrir Sparisjóðin Gullfoss. Samþykkt 1914, Ártal og prentsm. vantar.
Lög Sparisjóðs Reykjavíkur. Reykjavík 1939.
Reglugjörð fyrir Sparisjóð Stykkishólms. Lög frá 1935.
Austfirðingamót 1940, Lokahátíð skólafélags Austurlands 1945.
Til Konungs og drottningar. Höf. Pétur Sigurðsson. Ort á Seyðisfj. 1926. (28 eintök.)
Til Alexandrínu drottningar. Höf. Eva Hjálmarsdóttir. Ort á Seyðisf. 1926.
Til konungs og drottningar. Höf. Sigfús Sigfússon. Ort við konungskomu á Seyðisf. 1926.
Til konungshjóna, Kristjáns konungs X. og Alexandrínu drottningar. Höf. Sigurður Arngrímsson. Ort á Seyðisf. 1926. Til konungs og drottningar. Höf Sigurður Baldvinsson. Ort á Seyðisf. 1926.
Dagskrá 100 ára menningarhátíðar Jóns Sigurðssonar. Seyðisfirði 1911. (tvö eintök.)
Afmælishátíð járnsmiðafélagsins, 1903. Höf. Lárus Sigurjónsson.
Fjögur sendibréf til bankastjóra landsbankans, óvíst hvers. Öll frá 1906.
Bréf og bækur úr fórum Þorsteins Sigurðssonar 1 kassi. Tveir kassar af bókum.
Myndaalbúm frá Magnúsi Þorsteinssyni Húsavík, Borgarfirði eystra.
Mappa með bréfum frá Verkamannafélaginu Fram Seyðisfirði
Ljósrit af 4 bréfum Páls Ólafssonar skálds til Jóns bróður síns frá 1888 og 1889., frumrit bréfanna eru hjá Ágúst H. Bjarnasyni.
Bréf Páls Hermannssonar dags. 18.1. 1954 of uppskrift af Bersöglisvísum Páls Ólafssonar. Heillegt hefti af Fornmannasögum.
Nokkrir kosningabæklingar frá síðustu alþingiskosningum.
17 ljósmyndir frá Egilsstöðum á 6 áratugnum. Myndirnar eru komnar úr dánarbúi Margrétar Gísladóttur, ljósmyndari Gísli Sigurðsson.
Ýmis gögn úr fórum Þorsteins V. Snædal fyrrv. oddvita á Jökuldal. Gögnin varða hreppsmál á Jökuldal.
Tíðavísur. Handrit afskrifað af Ólafi Bergssyni 27. nóv. 1898. Lausavísur eftir ýmsa.
Stór pappakassi með markaskrám (1 eintak af hverri) af öllu landinu. Tveir minni kassar með aukaeintök af markaskrám. Plastpoki með auka markaskrám. Einnig dagskrár frá þorrablótum og öðrum skemmtunum o. fl. þess háttar.
Málverk af Þórarni Þórarinssyni skólastjóra Eiðum. Merkt BÞ ´73.
Um kirkjumálin í kauptúni og bæ, handrit af kafla sem birtist í Egilsstaðasögu, nokkru viðameiri með heimildarskrá.
Plastmappa: innihald ljósrit af bréfum frá Inga T. Lárussyni til móður hans. Nokkur meðmælabréf vegna umsóknar hans um námsstyrk til Alþingis.
26 ljósmyndir af nafnkenndum Austfirðingum, myndirnar teknar á Héraðsvöku og á fundi hjá SSA.
Nokkur bréf og blaðagreinar varðandi stofnun og byggingu Menntaskólann á Egilsstöðum.
Austfirðingafélagið 60 ára, ritlingar í 4 kössum. Ca. 50 kassa. Gefandi Páll Guðmundsson frá Krossanesi.
Ræða flutt við úrför Sigríðar Fanneyjar Jónsdóttur 19. sept. 1998. Prestur María Ágústsdóttir.
Afmælisgreinar um Sigríði Fanneyju 100 ára. Höf. Vilhjálmur Hjálmarsson og Jón Kristjánsson. Austri 10. febr. 1994.
Viðtal við Sigríði Fanney Jónsdóttur, höf: Sigríður Zophoníasdóttir, Eiðum. (Samband austfirskra kvenna - 60 ára.)
Vinnubók Guðrúnar Aðalsteinsdóttur frá frá Húsmæðrakennaraskólanum 1944-45m
Heiðursskjal frá SVD Gró á Egilsstöðum þar sem Guðrún var kjörin heiðursfélagi 1995.
Heillaskeyti send Jóni Jónssyni á sextugsafmæli hans.
Afhent gögn frá Helgustöðum. Fjórar möppur með ýmsum gögnum tilheyrandi Helgustaðahreppi, ýmist gögn frá hreppstjóra eða oddvita.
Sáttabók Helgustaðahrepps 1938 -1942.
Fundargerðarbækur Helgustaðahreppsdeildar Kaupfélagsins Bjarkar Eskifirði tvær bækur 1942-1963.
Ærbækur Ólafs Helgasonar á Helgustöðum, Eiðakveðja 1928-1930. Innbundin af Magnúsi Ólafssyni Helgustöðum.
Dagbók Guðna Vilhjálmssonar á Helgustöðum maí-september 1944.
Nokkur bréf, uppskrift af tveimur miðilsfundum, eftirmæli eftir skipverja á Helgustaðabátnum eftir Vilhjálm Jónsson og eftirmæli og kveðjuræða. eftir Helga Ólafsson líklega samið af Björgólfi Guðnasyni Eskifirði.
8 visitkort.
7 Svarhvítar myndir.
2 myndir í kabínetkort stærð.
Ein smámynd í balderuðum ramma.
Félagsskírteini í hinu íslenska Bókmenntafélagi.
Skólaspjald frá meiraprófsnámskeiði á Akureyri. Magnús og fleiri Austfirðingar eru á myndinni.
Handritablöð sem fundust við viðgerðir á Guðbrandsbiblíu sem er eign Hofteigskirkju. Hingað komin frá starfsmönnum Þjóðskjalasafnsins.
Myndir: Þrjú skólaspjöld frá Húsmæðraskólanum á Hallormsstað. Árin 1962-1963, 1963-1964, 1967-1968.
Meiraprófsnámskeið á Egilsstöðum 1967, tvö spjöld ( annað stórt ) og 1973.
Alþýðuskólinn á Eiðum. 1971-1972 og 1972-1973.
Tíu handrit eftir Sigfús Kristinsson, bílstjóra Reyðarfirði, minningar og frásagnir.
Skólaspjöld frá Eiðum 1957-1958, Húsmæðraskólanum á Hallormstað 1969-1970 og Húsmæðrakennaraskóla Íslands. Tvö merkt albúm, með myndum, m.a. frá Hallormstað og Eiðum, Slatti af augnabliksmyndum án skýringa. Bækur og ritlingar úr eigu Eiðaskóla.

Bókasafn Eiðaskóla
1. Bókaskrá frá 1930, (bundin bók handskrifuð.)
2. Bókaskrá frá 1934 - 1970, (bundin bók handskrifuð.)
3. Bókaskrá, ( bráðabirgðaskrá? nær til 1970, handskrifuð í stílabók)
4. Bókaskrá, handskrifuð í tveimur bindum gerð af Ármanni Halldórssyni um 1980?
5. 17 stílabækur og 2 þykkri bækur sem hafa að geyma skrár um bókaútlán til nemenda frá árunum 1964 - 1986.

Ungmennafélag Eiðaskóla.
1.Fundargerðabók Skólafélags Eiðaskóla, ( undanfara Ungmennafélagsins.) Frá 1943 - 1953.
2. Fundargerðabók Ungmennafélags Eiðaskóla frá stofnun 1954 - 1973.
3.Fundargerðabók Ungmennafélags Eiðaskóla frá 1974- - 1979.
4. Fundargerðabók Ungmennafélags Eiðaskóla frá 1979 - 1985.
5.Fundargerðabók Ungmennafélags Eiðaskóla frá 1985 - 1987.
6. Fundargerðabók málfundadeildar U.M.F.E frá 1954 - 1972.
7. Stílabók með lýsingum af íþróttakappleikjum og skráðum afrekum nemenda. 1946 - 1954.
Fundabækur Eiðaskóla:
Fundabók frá 1960-1969. Fremst í bókinni er greinagerð um brunann sem varð á Eiðum 1960, en þá brunnu allar fundargerðarbækur. Í bókina eru skráðar margs konar upplýsingar um skólastarfið.
Fundagerðarbók kennarafunda frá 1971 -1974
Fundagerðarbók kennarafunda frá 1974 - 1977
Fundagerðarbók kennarafunda frá 1977 - 1980
Fundagerðarbók kennarafunda frá 1980 -1989
Fundagerðarbók kennarafunda frá 1989 - 1995
Fundagerðarbók skólanefndar frá 1973 - 1995. Inn í bókina eru lagðar tvær fundargerðir á lausum blöðum sem ekki hafa verið færðar inn. Frá 8. apríl 1984 og frá símafundi sem haldinn var 20. apríl 1995.
Umboðsbók fyrir jarðir Eiðastóls, geymir: úttektargjörðir, byggingarbréf og landamerkjaskrár frá árinu 1877 - 1971. (Innbundin)
Kompa (Greiðslur til kennara okt.-des. 1964.)
Viðskiptamannabók Eiðaskóla 1960 - 1963.
Viðskiptamannabók Eiðaskóla 1963 - 1965.
Stílabók sem í eru skráðar eignir Mötuneytis Eiðaskóla, frá 21. júní 1979.
Kladdi, nemendatal fyrir árin 1960 - 1966.
"The book of the books," kladdi sem í eru skráðar hegðunarnótur á nemendur frá árinu 1973 - 1990.
Þalíudagbók, Eiðaskóla 1975 - 1983 (kompa)
Bíófélagið Eiðum frá 1965 - 1969 ( stílabók)
Námsgögn Björgólfs Gunnlaugssonar frá námi við Búnaðarskólann veturinn 1914-16. Allt handskrifað, ýmist uppskriptir af bókum eða úrdrættir úr fyrirlestrum.
a.Húsdýrafræði, úrdráttur úr fyrirlestrum.
b. Lýsing Íslands, úrdráttur úr fyrirlestrum Benedikts Blöndals. (smákompa.)
c. jarðyrkja. (smákompa.)
b. Um áburð, úrdráttur úr fyrirlestrum Metúsalems Stefánssonar. (tvær bækur)
c. Búreikningar (bókhald.)
d. Eðlisfræði.
e. Mjólkurfræði.
f. Jarðyrkjufræði.
g.Heyverkun.
h. Stærðfræði og Flatar og rúmmálsfræði og þrár reiknisbækur með úrlausnum.
i. Fóðurjurtafræði
j. Garðyrkjufræði og um ræktun rótarávaxta. ( tvær stílabækur.)
Prentaðar námsbækur úr eigu Björgólfs Gunnlaugssonar:
Prentaðar bækur og ritlingar úr eigu Eiðaskóla.
a. Eðlislýsing jarðarinnar Útg. í Reykjavík 1879.
b. Vopnfirðingasaga Útg. í Kaupmannahöfn 1948.
c. Digtningin paa Island í det 15. og 16. aarhundred, útg. í Kaupmannahöfn 1888.
d.Íslandssaga, Jón Jónsson útg. í Reykjavík 1915.
e. Lög Búnaðarfélagsins í Suðuramtinu, útg. í Reykjavík 1890.
f. Búnaðarrit Suður-Amtsins, útg. í Viðey 1839.
g. Þrjár ritgjörðir, útg. Kaupmannahöfn 1841.
h. Þjóðin lifði en skógurinn dó. Höf Þórarinn Þórarinsson. Útg. í Reykjavík 1974.
i. Eiðaskógur að fornu og nýju. Höf. Þórarinn Þórarinsson. Útg. í R.vík 1983. 5 eintök.
j. Á lýðháskóli erindi til Íslands? Höf. Þórarinn þórarinsson. Útg. 1968.
Möppur með einkunnarblöðum
Mappa, innihald: Vitisburðir Eiðanema á lands-og gagnfræðaprófi árið 1965-66.
Mappa, innihald: Vitisburðir Eiðanema á lands-og gagnfræðaprófi árið 1967.
Mappa, innihald: Vitisburðir Eiðanema á lands-og gagnfræðaprófi árið 1972.
Mappa, innihald: Vitisburðir Eiðanema á grunnskólaprófi á árunum 1984- 1990.
Mappa, innihald: Vitisburðir Eiðanema á grunnskólaprófi á árunum 1990 - 1995.
Mappa, innihald: vitnisburðir nemenda frá árunum 1994 - 1996.
Þrjár Möppur með nemendalistum frá 1973 - 1990.

Mappa, innihald gögn frá hátíðarhöldum í tilefni 100 ára afmælis skólans, ræður,símskeyti, blaðaúrklippur, frásagnir er lýsa hátíðarhöldum á 50 og 70 ára afmæli skólans, listi yfir gjafir og fl.
Gestabók frá sama tækifæri
Mappa, innihald: Fundagerðir frá fundum í Stjórnunarnefnd framhaldsnáms á Austurlandi. Frá 1979 - 1993
Mappa, innihald: Áætlanir um viðhaldskostnað, húsaleigusamningar, bréf er varða framkvæmdir og plögg yfir fjárveitingar til skólans.
Sparisjóðsbækur og viðskiftabækur úr eigu Eiðaskóla.
Skýrslur Búnaðarskólans og Alþýðuskólans á Eiðum.
Afrit af skýrslum fyrir Gagnfræðaskólann árin: 1958-1959, 1959-1960, 1960-1961, 1961-1962, 1962-1963. (frumritið var á sínum tíma sent fræðslumálastjóra.
Skýrsla um félagsmál í Alþýðuskólanum á Eiðum. Höf. Þorvaldur Benediktsson.
Skýrsla um störf félagsmálakennara, Sami höfundur Drög að skýrslu um árgangsstjórn í 9. bekk veturinn 1989-90. Höf: Þorv. Benedktsson?
Námstjórn og ráðgjöf í framhaldsdeild: Samantekt Örn Ragnarsson.
Starfsskýrsla um íþróttamál utan kennslu. Höf: Kristleifur Andrésson.
Heillaskeyti: 11 skeyti sem skólanum bárust á 50 ára afmælinu.
Kort: Fylgdi málverki eftir Kjarval sem nemendur brautskráðir 1939 gáfu skólanum.
Blað sem hefur að geyma nöfn nemenda sem fengju verðlaun og styrki árið 1974.
Askja:inniheldur um 100 stykki af barmmerkjum Eiðaskóla, af þeim eru nokkur í gulli og silfri
Meðfylgjandi reikningar og kvittanir v. merkjakaupanna og listar þar sem nemendur sem vilja kaupa merki hafa krossið við nafn.

Alþýðuskólinn á Eiðum
Afrit af útsendum bréfum: Bréfritari: Þórarinn Þórarinsson, skólastj.
Afrit af útsendum bréfum:
Skjal undirritað af Axel Túlínius, sýslumanni, þar sem tilnefndir eru tveir menn til að meta til peningaverðs jarðeignina Eiða í Eiðahreppi. Dags. 3. apríl 1963. Gögn er varða Eiða og Eiðastólsjarðir:
Uppdrættir og kort af byggingum og umhverfi Eiðastaðar. ( 5 stk. )

Gögn varðandi stóljarðir:
Afhendingargjörð og leigusamningur fyrir Eiðajörðina frá 1971.
Endurrit úr landamerkjaskrá.
Afrit af landsleigusamningi milli umboðsmanns Eiðastólsjarða og Prestafélags Austurlands.
Uppkast af leigusamningi Þorkels Steinars Ellertssonar og Menntamálaráðuneytis v, jarðarinnar Grafar. Dags. í Gautaborg 30. mars 1975.

Eiðakirkja:
Handskrifuð eftirrit, er varða ástand Eiðakirkju ( árin 1938, 1941, 1943, 1950 og 1953 ), tekið upp úr Vísitasiubók Norður- Múlaprófastsdæmis, staðfest af séra Ingvari Sigurðssyni. Bókhald Eiðakirkju frá 1958 - 1964.

Útgáfa í Eiðaskóla:
Blöð útgefin af nemendum: Helgi Ásbjarnarson: Tvö blöð ótölusett frá 1980 - 1981 og 1988
Sport, íþróttablað U.M.F. Eiðaskóla: 1. tbl. 1976 og 1. og 2. tbl. 1977
Herðablaðið: útg. af Ungm.fél. Eiðaskóla, 2. tbl. 1979 og 1. - 9. tbl. 1983.
Önnur útgáfa á vegum nemenda:
Gímald, (fjölritað ljóðakver.)
Austfisku skáldin, Páll Ólafsson og sagnir að austan. ( Hópvinna 8 nemenda.)
Leikskrá fyrir marsinn 1988.
Þegar ég veikist af beinbólgunni hér á Eiðastað: Höf. Björn Heimir Björnsson.
Kveðja til skólastjóra og kennara Eiðaskóla: 31. nóv. 1964. Höf. Gáinn í Hliðskjálf.

Útgáfa skólastjórnenda:
Manntak - Mannvit - Manngöfgi. Skólaárið 1980 og 1980 og 1981.

Samtíningur
Fundargerð: frá fundi sem haldin var á Eiðum 21/2 1991 um viðhald á mannvikjum.
Fundargerð: frá starfsmannafundi í Eiðum 27/11 1990.
Útskrift úr fundargerð hreppsnefndar Hjaltastaðahrepps 7. des. 1990.
Tilkynning frá skrifstofu SSA um kjör í skólanefnd árið 1991 Erindisbréf fyrir stjónunarnefnd framhaldsnáms á Austurlandi Lauslegt efnisyfirlit yfir ættir austfirðinga. ( 1 A4 blað.)
Listi yfir herbergjaskipan og íbúa þeirra frá 1971.
24 umslög með andlitsmyndum af nemendum. (Aðföng til Eiðabókar.) Við lauslega athugun virðast skrásetjara myndirnar vera frá 7.ártugnum. Einnig nokkrar bekkjarmyndir og filmur.
Óútfyllt eyðublöð fyrir prófskírteini, tvær gerðir ca. 15. stykki af hvoru.

Reikningar og kvittanir:
Plastmappa með samtíningi af reikningum stíluðum á Búnaðarskólann frá 1908.

Matarfélag Eiðaskóla:
Reikningar, kvittanir, launaseðlar og rukkanir frá árunum1992-1993. Upp úr einu umslaginu slæddust 1600 kr, þar af einn 100 kr. seðill.
a. Viðskiptamannabók frá 1969.
b. Kladdi með bókhaldsfærslum frá 1967- 1969
c. Aðalbók fylgirit með bókhaldskladda frá 1967- 1968 d.Kladdi með prófskýrslum frá 1967- 1975.
e. Skrá yfir þá sem gáfu fé til útgáfu á Ættum Austfirðinga og upphæð tiltekin.
Skúli Björn Gunnarsson/Gunnarsstofnun 8 kassar með gögnum frá Tilraunastöðinni Skriðuklaustri.

Afhendingaraðilar.
Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Húsey
Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vaðbrekku
Alfreð Eymundsson frá Grófargerði
Anna Margrét Birgisdóttir Breiðdalsvík
Anna Sigríður Þ. Snædal frá Skjöldólfsstöðum
Árni Halldórsson frá Húsey
Ásmundur Þórarinsson Straumi
Ásta Geirsdóttir frá Borgarfirði eystra
Baldur Björnsson Duncan B.C. Canada
Björgvin Geirsson frá Eiríksstöðum
Bókasafn Seyðisfjarðar
Dagný Pálsdóttir Egilsstöðum
Dagný Sigurðardóttir Egilsstöðum
Edda Snorradóttir Reykjavík
Einar Þór Þorsteinsson prestur Eiðum
Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði
Finnur og Hróar þorsteinssynir
Guðgeir Ingvarsson Egilsstöðum
Guðlaug Ólafsdóttir Egilsstöðum
Guðmundur Magnússon, fyrrv. fræðslustjóri
Guðmundur Pálsson byggingarfulltrúi Egilsstöðum
Gunnþóra Snæþórsdóttir Gilsárteigi
Hallgrímur Helgason Vopnafirði
Hannes Snorri Helgason Egilsstöðum
Hákon Aðalsteinsson vatnalíffræðingur Reykjavík
Helgi Hallgrímsson frá Droplaugarstöðum
Hjálmar Jóelsson Egilsstöðum
Hlíðar Eiríksson, Hlíðarhúsum
Hrafnkell A. Jónsson héraðsskjalavörður Fellabæ
Hulda Emilsdóttir Birkihlíð
Hulda Jónsdóttir frá Freyshólum
Inga Rósa Þórðardóttir Egilsstöðum
Ingunn ÁsdísardóttirReykjavík
Jón Benedikt Guðlaugsson Kópavogi
Lára Oddsdóttir prestur Valþjófsstað
Magna Gunnarsdóttir Egilsstöðum
Magnús Hjálmarsson Egilsstöðum
Menntamálaráðuneyti / Alþýðuskólinn á Eiðum
Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri Djúpavogi
Ólína Halldórsdóttir Bakkagerði Borgarfirði eystra
Páll Pálsson frá Aðalbóli
Róbert Jónsson Egilsstöðum
Sigríður Brynjólfsdóttir Ormsstöðum í Breiðdal
Sigríður Eyjólfsdóttir Steinholti Borgarfirði eystra
Sigríður Sigmundsdóttir Fellabæ
Sigríður Zóphoníasdóttir Eiðum
Sigurður Aðalsteinsson Vaðbrekku
Sigurður Baldursson Sléttu Reyðarfirði
Sigurður Blöndal, Hallormsstað
Sigurður Óskar Pálsson fyrrverandi héraðsskjalavörður
Skirðdalshreppur/ Jón Júlíusson fyrrv. oddviti
Skúli Björn Gunnarsson/Gunnarsstofnun
Stefanía Steinþórsdóttir Hallormsstað
Stefán Þórarinsson læknir Egilsstöðum
Svandís Skúladóttir Litla-Bakka
Sævar Sigbjarnarson Rauðholti
Unnur og Ólöf Ólafsdætur frá Helgustöðum
Verkamannafélagið Fram Seyðisfirði/ Hulda Sveinsdóttir
Vigfús Ingvar Ingvarsson prestur Egilsstöðum
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. ráðherra frá Brekku
Þjóðskjalasafnið
Þórarinn Jónsson Breiðuvík
Þórey G. Eiríksdótir Fellabæ
Þórhallur Þorsteinsson Egilsstöðum
Örnefnastofnun

Hrafnkell A. Jónsson héraðsskjalavörður

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022