Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Fundargerð aðalfundar 2000. 23. mars 2001

Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga , byggðasamlags haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Seyðisfirði fimmtudaginn 9. nóv. 2000.

Mættir eru: Brynjólfur Bergsteinsson, Gunnar Guttormsson, Ómar Bogason, Björn Aðalsteinsson, Magnús Stefánsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Ólafur Ragnarsson, Jóhann Grétar Einarsson, Hrafnkell A. Jónsson, Arndís Þorvaldsdóttir, Jón Björn Hákonarson sem fer með umboð Fjarðabyggðar og Jóhann Þórhallsson sem fer með umboð Fljótsdalshrepps. Sjá Fylgiskjöl 1 og 2.

Finnur Karlsson setti fundinn og skipaði Ólaf Ragnarsson fundarstjóra og Arndísi Þorvaldsdóttur fundarritara. Lögmæti fundarins var kannað, alls mættu fulltrúar 9 sveitarfélaga sem fara með 32 af 41 einu atkvæði í fulltrúaráði. eða 78%. Fundurinn er því lögmætur.

Dagskrá.
1. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt 5. grein stofnsamnings.
a. Skýrsla stjórnar.
b. Afgreiðsla ársreiknings.
c. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar.
d. Kjör stjórnar og varastjórnar.
e. Kjör tveggja fulltrúa í stjórn bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.
f. Kjör endurskoðenda, löggilts og félagskjörinna.

2. Önnur mál.

Finnur N. Karlsson flytur skýrslu stjórnar sjá fylgiskjal 3. Hrafnkell A. Jónsson fór yfir ársskýrslu safnsins og kom m.a. inn á vandamál sem komið hafa upp vegna nýs hita- og loftræstikerfis. Þá ræddi hann fjármögnun ljósmyndasafns. Sjá fylgiskjal 4.

Fyrirspurnir: Jóhann Þórhallsson spyr hvort skýrslan sé miðuð við árið 1999 eða tímann á milli funda. Hrafnkell svarar fyrirspurn. Skýrslan spannar árið 1999. Ekki gerðar fleiri fyrirspurnir.

b. Hrafnkell A. Jónsson kynnir ársreikning sem gerður er af KPMG: Sjá fylgiskjal 5.
Rekstrartekjur. 10. 876.124,-
Rekstrargjöld. 8. 302.154,-
Rekstrargjöld umfram rekstrargjöld 2.573.194,-

Umræður um reikninga. Engir taka til máls, reikningurinn samþykktur samhljóða.

c. Hrafnkell A. Jónsson kynnir fjárhagsáætlun fyrir árið 2001. Fylgiskjal no. 6.
Rekstrartekjur áætlaðar 10.672.500,-
Rekstrargjöld 9.198.120,-
Rekstrartekjur umfram rekstrargjöld 1.474.380,-.
Gerð er tillaga um að framlög sveitarfélaga verði 9.800.000,- eða 6.8% hækkun framlags frá síðustu áætlun en þá voru framlög sveitarfélaga áætluð 9.173.000,-.

Fyrirspurn: Jón Björn Hákonarson gerir athugasemd við fjármagnsyfirlit þar sem greiðslubyrði lána er tvífærð. Áður hafði verið gerð athugasemd við bókhaldara sem telur yfirlitið rétt.

Magnús Stefánsson ræðir um skuld vegna bókakaupa fyrir safn Halldórs og Önnu Guðnýjar. Magnús telur skuldina greidda vegna bókagjafa sem safninu hafa borist. Finnur tekur til máls og er á sama máli og Magnús en leggur til að þetta verði mál stjórnar – Hrafnkell tekur undir það. Fleiri tóku ekki til máls – fjárhagsáætlun borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri gerði tillögu um 3 manna kjörnefnd sem í voru Ólafur Ragnarsson, Björn Aðalsteinsson og Jón Björn Hákonarson. Kjörnefndin starfaði í Kaffihléi.

d. Kjör stjórnar og varastjórnar.
Kjörnefnd skilar tillögum um eftirtalda.
Aðalstjórn:
Finnur N. Karlsson
Smári Geirsson
Björn Aðalsteinsson Jóhann Grétar Einarsson
Magnús Stefánsson.

Varastjórn:
Emil Sigurjónsson
Ólafur Eggertsson
Samþykkt samhljóða.

e. Fulltrúar í stjórn Bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Arndís Þorvaldsdóttir
Magnús Þorsteinsson.
Til vara.
Kristín Rögnvaldsdóttir.
Samþykkt samhljóða.

f. Endurskoðendur.
Löggiltir endurskoðendur, KPMG.
Félagskjörnir: Sigurjón Jónasson, Ómar Bogason.

Önnur mál. Enginn kveður sér hljóðs.

Hrafnkell A. Jónsson slítur fundi og þakkar fundarmönnum komuna og Bæjarstjórn Seyðisfjarðar rausnarlegar veitingar.

Arndís Þorvaldsdóttir fundarritari (sign.)
Ólafur Ragnarsson, fundarstjóri (sign.)
 

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022