Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2000 28. nóvember 2001

Ársskýrsla
Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2000.

Starfsárið 2000 skráði sig 681 gestur á safnið. 426 karlar og 255 konur.
Á árinu voru skráðar 80 afhendingar og frá áramótum 2000/2001 eru þær orðnar 40.

Stjórn og fulltrúaráð.

Fulltrúaráð fer með stjórn Héraðsskjalasafnsins og er það kosið að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fulltrúaráðið er skipað á eftirfarandi hátt.

Sveitarfélag Aðalmaður Varamaður

Skeggjastaðahreppur Ingibjörg Þórhallsdóttir Steinar Hilmarsson
Vopnafjarðarhreppur Emil Sigurjónsson Ólafur K. Sigmarsson
Norður-Hérað Gunnar Guttormsson Gylfi Hallgeirsson
Fljótsdalshreppur Sigrún Benediktsdóttir
Fellahreppur Brynjólfur Bergsteinsson Þorsteinn Sveinsson
Borgarfjarðarhreppur Björn Aðalsteinsson Magnús Þorsteinsson
Seyðisfjarðarkaupstaður Jóhann Grétar Einarsson Þorgeir Sigurðsson
Austur-Hérað Finnur N. Karlsson Katrín Ásgrímsdóttir
Mjóafjarðarhreppur Vilhjálmur Hjálmarsson Heiðar W. Jones
Fjarðabyggð Smári Geirsson Ásbjörn Guðjónsson
Fáskrúðsfjarðarhreppur Friðmar Gunnarsson
Búðahreppur Magnús Stefánsson Kristmann R. Larsson
Stöðvarhreppur Jósef Friðriksson Björgvin Valur Guðmundsson
Breiðdalshreppur Þorbjörn Guðjónsson Jóhanna Guðnadóttir
Djúpavogshreppur Ólafur Eggertsson Ólafur Áki Ragnarsson

Síðasti aðalfundur var haldinn 9. nóvember 2000, þar voru eftirtaldir kosnir í stjórn:

Finnur Karlsson formaður
Smári Geirsson varaformaður
Magnús Stefánsson ritari

Jóhann Grétar Einarsson meðstjórnandi
Björn Aðalsteinsson meðstjórnandi.
Varamenn
Emil Sigurjónsson
Ólafur Eggertsson

Á árinu hafa verið haldnir 2 stjórnarfundir, auk þess hefur formaður fylgst reglulega með starfsemi safnsins og forstöðumaður hefur haft samband við aðra stjórnarmenn símleiðis, m.a. mættu stjórnarformaður og forstöðumaður á fund fulltrúa bæjartjórnar Austur-Héraðs til að gera grein fyrir stöðu mála hjá safninu og til að skýra ársreikning og fjárhagsáætlun. Þetta er sjálfsagt að gera víðar óski sveitarstjórnir eftir því.


Starfsmenn.
Fastir starfsmenn eru tveir í einu og hálfu stöðugildi. Hrafnkell A. Jónsson forstöðumaður og Arndís Þorvaldsdóttir sem auk almennra afgreiðslustarfa hefur séð um tölvuskráningu skjala. Ljósmyndasafn Austurlands er í vörslu Héraðsskjalasafnsins, Arndís hefur umsjón með ljósmyndasafninu.

Rekstur Safnahússins, skjalageymslur.
Eins og fram hefur komið áður og reikningar bera með sér hafa verið uppi vandamál varðandi ýmsa þætti í rekstri hússins. Það tengist mest hita-og loftræstikerfi. Eins og fram kom í síðustu ársskýrslu þá var kallaður til sérfræðingur, Kristján Ottósson formaður Lagnafélags Íslands, til að gera úttekt á kerfinu og gera tillögur til úrbóta. Í framhaldi af því var gerður samningur við Rafey hf. um eftirlit og þjónustu við kerfið auk þess að sjá um viðhald á raflögnum og hafa eftirlit með rafmagni í húsinu. Þetta samstarf hefur gengið vel. Samhliða var gert samkomulag við Rafmagnsveitur ríkisins um breytingu á taxta. Við þessar aðgerðir hefur tekist að ná niður hita- og rafmagnskostnaði þannig að telja verður viðunandi. Verulegur kostnaður fylgdi þessum aðgerðum auk þess sem rafmagnsreikningar fóru úr böndum. Guðmundur Magnússon formaður byggingarnefndar safnahússins féllst á að hluti kostnaðar yrði greiddur af byggingarreikingi.
Settir voru upp nýir skjalaskápar sem hafa gjörbreytt aðstöðu við frágang og geymslu skjala. Skáparnir voru keyptir af Bræðrunum Ormsson hf, eftir ábendingum frá starfsfólki Þjóðskjalasafns Íslands. Víkingur hf. á Egilsstöðum sá um uppsetningu þeirra. Fjárhagsáætlun vegna kaupa og uppsetningar skápanna stóðst. Áætlaðar voru til verksins kr. 3.000.000,- en beinn kostnaður við kaup og uppsetningu varð rúmlega 2.800.000,- kr. Þá er ekki talinn með vaxtakostnaður og fjármuna vegna flutninga og geymslu á skjalagögnum á meðan á uppsetningu stóð, og kostnaði sem leggja þurfti út vegna leigu á viðbótargeymslu, standsetningu á henni og flutningum þangað. Þessi kostnaður hleypur á hundruðum þúsunda en mun að hluta til nýtast til lengri tíma.
Tekið var á leigu húsnæði í kjallara handavinnuhússins á Eiðum. Þetta er 100.m2 salur sem eftir breytingar hentar mjög vel til þessara hluta. Rífa þurfti milliveggi og innréttingar, leggja í gólf og mála, leggja rafmagn og loka síðan öllum gluggum á húsinu til að tryggja öryggi . Hluta þessara framkvæmda tók leigusali á sig en húsið var leigt af Austur-Héraði. Við sölu Eiðastóls til einstaklinga, hefur skapast óvissa um framhaldsleigu, en leigusamningur var til 5 ára. Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vaðbrekku var ráðinn tímabundið til aðstoðar við flutning á skjölum úr og í skjalageymslu, standsetningu á Eiðum og flutning á gögnum þangað.
Frá upphafi hefur starfað byggingarnefnd við húsið í henni hafa verið, Guðmundur Magnússon fyrrverandi sveitarstjóri Egilsstöðum, Björn Ágústsson fulltrúi Egilsstöðum og Arngrímur Blöndalh fyrrverandi bæjarstjóri Eskifirði. Nú seinustu árin hefur Guðmundur sem verið hefur formaður nefndarinnar í félagi við Óla Metúsalemsson verkfræðing hjá Verkfræðistofu Austurlands og Gísla Bjarnason bókara, að mestu einn sinnt málefnum byggingarinnar, Óli hefur verið ráðgefandi varðandi verklegar framkvæmdir og Gísli hefur séð um bókhald og reikingsskil. Aðrir byggingarnefndarmenn hafa annað hvort dregið sig út úr nefndinni (Björn Ágústsson) eða flutt af svæðinu (Arngrímur Blöndahl). Þetta vinnulag getur ekki gengið til lengdar, brýn nauðsyn er að gera upp reikninga og störf byggingarnefndarinnar og þarf annað hvort að kjósa nýja byggingarnefnd eða leysa hana endanlega upp en þá jafnframt að fela einhverjum umboð til að ljúka þeim verkum sem byggingarnefndin var og er í.
Það er síðan sjálfsögð krafa að samhliða fjárhagslegu uppgjöri verði gerð fagleg úttekt á byggingunni, ástandi hennar og það metið hvort byggingunni sé lokið og ef svo er ekki þá hverju þurfi að ljúka.

Ljósmyndasafn Austurlands
Arndís Þorvaldsdóttir hefur unnið eins og áður að söfnun ljósmynda, skráningu og öflun upplýsinga. Skráningar mynda eru vel á veg komnar, næstu verkefni eru skönnun mynda inn á geisladiska og síðan frekari skráningarvinna. Þá er nauðsynlegt að halda áfram skipulegri söfnun mynda, en jafnframt er hér ítrekað hversu nauðsynlegt það er að efla samstarf ljósmyndasafna á Austurlandi æskilegast er að þessi söfn verði samskráð. Nokkur óvissa er um fjárhagslegan grundvöll þess starfs sem unnið hefur verið hér varðandi Ljósmyndasafn Austurlands. Safnastofnun Austurlands sem er einn þriggja eignaraðila Ljósmyndasafnsins hefur uppi fyrirvara á framhalds fjárveitingum til þess, en nú eru á döfinni breytingar á stöðu Safnastofnunar. Það er óhjákvæmilegt að á þessu verði tekið. Á þessu ári hefur verið unnið að því með framkvæmdastjóra SSA Þorvaldi Jóhannssyni og fleiri góðum mönnum að finna þessu samstarfi nýjan og traustan farveg. Góðar vonir eru til að það takist. Tekið var til geymslu merkilegt safn ljósmynda í eigu Tom Holtons, athafnamanns og frumkvöðuls í sölu og markaðsmálum í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratugnum. Þessu fylgdu engar skuldbingar af hálfu Héraðsskjalasafnsins, enda liggur fyrir að þegar eigandinn hefur fundið safni sínu varanlegan stað þá mun hann taka það.

Bókasafn
Í stjórn Bókasafns Önnu Guðnýjar og Halldórs eru Halldór Árnason formaður, Arndís Þorvaldsdóttir ritari ,Magnús Þorsteinsson meðstjórnandi.
Starfsemi safnsins hefur verið með venjubundnum hætti. Á vordögum var tekið við bókagjöf Sigmars Magnússonar bónda í Dölum í Fáskrúðsfirði en Sigmar lést haustið 1999. Alls var safnið um 2000 bindi, auk tölvu með ættfræðigögnum og handritum að ættarskrám.

Starfsemi Safnahússins
Gott samstarf er á milli stofnanna Safnahússins. Nokkur óvissa var á árinu í starfi Minjasafns Austurlands þar sem var millibilsástand varðandi forstöðumann, úr þeim vanda hefur verið leyst. Þetta setti nokkurt mark á sameiginlega starfsemi í húsinu. Þeir viðburðir sem hafa verið haldnir hafa ýmist verið samstarfsverkefni allra sem eru í húsinu eða í umsjón einstakra húsráðenda. Í apríl var haldinn sérstakur ættfræðidagur, þar sem áhersla var lögð á að kynna gestum þá möguleika sem eru til að vinna að ættfræði hjá Héraðsskjalasafninu. 1. september var opnuð sýning í tilefni af 50 ára afmæli utanríkisþjónustunnar. Var það farandsýning sem Utanríkisráðuneytið efndi til. 1. desember var haldin árleg bókavaka að þessu sinni í samvinnu við Gunnarsstofnun. Þátttaka var góð að vanda. Þá var haldinn stofnfundur Vinafélags Íslands og Kanada um miðjan desember.


Útgáfustarfsemi.
Gefið var út jólakort og að venju minnst látins merkismanns sem hefur sinnt fræðimennsku og ritstörfum á Austurlandi. Fyrir valinu varð Sigurður Vilhjálmsson bóndi á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, en hann var afkastamikill á sviði austfirskra fræða.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga stóð að útgáfu Sýslu-og sóknalýsinga í Múlasýslum. Undirbúningur útgáfunnar hefur staðið lengi og alla tíð verið nátengdur Héraðsskjalasafninu. Umsjón með þessum lokaáfanga höfðu, Finnur N. Karlsson, Indriði Gíslason og Páll Pálsson frá Aðalbóli. Forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins kom að fjáröflun fyrir útgáfuna.

Afhendingar gagna og afhendingaraðilar:

Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vaðbrekku.
Kveðskapur eftir séra Sigurjón á Kirkjubæ, Halldór Pétursson Svein Ingimar Björnsson og Kormák Erlendsson, með skýringum sem Aðalsteinn hefur tekið saman.

Albert Kemp Fáskrúðsfirði
1-21 árg. af Lögbirtingablaðinu innbundið.


Alfreð Eymundsson Grófargerði
Tveir minningar þættir, skráðir af Alfreð um Þórunni Bjarnadóttur og Jón Guðmundsson.

Anna Heiður Bragadóttir Flúðum Tungu
Ljósmyndir og fleiri göng úr dánarbúi Jóns Björnssonar á Hofi. einnig kemur hún með muni sem fara á Minjasafn

Anna Ingólfsdóttir Garðabæ
Filmur í 6 möppum og ein með slidesmyndum. Fréttamyndir teknar af Árna Margeirssyni og Önnu Ingólfsdóttur fréttaritara Morgunblaðsins á Egilsstöðum á árunum 1994 til 2000.
Mappa með gögnum frá Vest norrænu Kvennaráðstefnunni á Egilsstöðum 1992

Anna Jóna Ingólfsdóttir
Gögn úr fórum Ingólfs Kristjánssonar kennara á Eiðum.
Fjórar bækur með námsuppskriftum frá Eiðum.
Nokkur sendibréf.
tvær íþróttakennslubækur og uppskriftir af íþróttaæfingum á lausum blöðum.
tvö tölublöð af Snæfelli, tímariti UÍA.
Gerpir. 1 bl. frá júlí 1948.
Þrjú skólaspjöld frá Eiðum.
Tillögur um leikfimiheiti, smákver frá 1929.

Áskell Heiðar Ásgeirsson
Byggðin í Víkum og endalok hennar. B.S. ritgerð eftir Áskel Heiðar Ásgeirsson.

Björgólfur Stefánsson, Háholti 13, Keflavík
Tvær stórar myndir í römmum af Stefáni Árnasyni á Ásunnarstöðum
og Kristjáni Þorsteinssyni og Margréti Höskuldsdóttur. Karlotta Sigurbjörnsdóttir afhenti fyrir hönd Björgólfs.

Broddi Bjarnason Egilsstöðum.
Ýmis gögn v. sýslumarka Skútustaða- og Jökuldalshrepps. Frá Héraðsnefnd Múlasýslna

Búðahreppur/ Steinþór Pétursson sveitarstjóri
Fundargerðir hreppsráðs 1979-1985, 1986-1991, 1991-1993, 1993-1996, 1996-1999.
Fundargerðir menningarmálanefndar 1990-1995.
Fundargerðir skólanefndar 1986-1998.
Fundargerðir Tónskólans 1983-1988, 1990-1998.
Gjörðabók hafnarnefndar 1963-1964, 1970-1991
Gjörðabók Bókasafns Búðarhrepps. 1928-1952
Gjörðabók hreppsnefndar, 1968-1978,1979-1986, 1986-1989, 1989-1992, 1992-1993, 1993-1996, 1996-1998.
Fundargerðarbók Umhverfismálanefndar 1984-1996.
Tæknistofa Suðurfjarða, gjörðabók 1988-1989.
Leikskólanefnd, gjörðabók 1983-1998
Kjörbók, Búðakjördeild 1963-1979, 1980-1991,
Kjörbók Sveitastjórnar 1957-1994.

Droplaug og Arney Magnúsdætur
Nótnabækur ( stór kassi fullur af nótnabókum frá ýmsum tíma.) úr fórum föður þeirra Magnúsar Einarssonar Egilsstöðum.

Einar Vilhjálmsson Garðabæ
Frásöguþættir skráðir af E.V. M.a. söguleg úttekt á ferðum hvítabjarna hér við land frá landnámstíð.
Þættir af skipsströndum ( Wathne útgerð) við Austurland.
Nokkrar gamansögur af Austurlandi, skráðar af E.V.

Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði fyrrv. skjalavörður
Bréf, fundargerðir og minnisblöð varðandi gerð minnisvarða um Sigfús Sigfússon frá Eyvindará

Eiríkur Ólafsson Fáskrúðsfirði
Fundargerðabók Útvegsmannafélags Austurlands.

Erla Guðjónsdóttir, Seyðisfirði
Íslenskar drykkurtir eftir Alexander bónda Bjarnason.
Gestabók Hjálpræðishersins Seyðisfirði. Bókin var í vörslu Kristínar Jóhannsdóttur móður Erlu á Vesturgötu 4. Gestabókin er líklega úr fórum Stefáns Sveinssonar sem bjó í húsinu þegar foreldrar hennar keyptu húsið.

Friðmar Gunnarsson Tungu Fáskrúðsfirð.
Bæklingar frá 1992-2000.

Gísli Guðmundsson Kaldá Völlum.
Reikningar Vallaneskirkju 1969-1995 Bréf og reikningar í 4 umslögum.

Gjöf Sigmars Magnússonar í Dölum Fáskrúðsfirði.
Hreindýrarannsóknir 1979-1981, höf: Skarphéðinn Þórisson 1979-1981
Jarðlögin í Færeyjum 1984, Björn A. Harðarson og Ágúst Guðmundsson.
Hópmynd frá Hafnarnesi?, kom innan úr bók.
55 niðjatöl og framættir.
Ljósrit af bréfi frá Haraldi Jónassyni á Kolfreyjustað.
Stjórnmálafélög í Búðahreppi of starfsemi þeirra frá 1970 til 1990. ( B.A -ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands í maí 1903. Höf: Rúnar Larsson.
Fjallaskörð og leiðir í Fáskrúðsfirði, handrit Sigmar Magnússon.
Dánarblöðungur - Valgerður Magnúsdóttir.

Guðmundur Björnsson frá Múla.
Ljósrit af ættartölu Sveins Péturssonar, prests í Berufirði.

Guðmundur Magnússon fyrrv. fræðslustjóri Lækjarsmára 2 Kópavogi.
Frásagnir Sigfúsar Kristinssonar:
“Um Þorbjörn Arnoddsson Seyðisfirði.
Lýsing leiðsögumanns úr Jökuldalsheiði,
Bóndasonurinn sem varð bílakongur Norðurlands
Möðrudals-Manga,
Um sr. Bjarna Jónsson í Möðrudal,
Þingeyingar taka í notkun fyrstu vörubifreiðina,
Úr Hamarsfirði-rómverskir peningar-Bragðavellir,
Hugmynd (leiðsögumanns),
Lagarfljótsormurinn,
Bardaginn við Kálfshól,
Á fjórum hjólum (Páll Friðfinnsson),
Á hringveginum,
Gömul munnmælasaga úr Hamarsfirði,
Fingrarím,
Smásögur eftir Lappa: Hesturinn, Á erlendri grund, Snússið, Samgöngur á Íslandi fyrr og nú. Leiðarvísar fortíðarinnar. (Vörðurnar.) Klyfjaflutningar. Hestakerrur. Fyrstu bifreiðar á Íslandi 1903.
Grundarbíllinn 1907 -1912.
Fyrstu bílarnir á Akureyri á eftir Grundarbílnum.
Bifreiðar á Íslandi.
Lögreglusamþykkt og bifreiðalög.
Styrjöldin 1914-1918 og bílarnir.
Þurrt land.
Vegvísar fortíðarinnar. (Vörður.)
Söðullinn og jafnrétti kynjanna.
Jónas snikkari.
Kristján Ingólfsson, fræðslustjóri
Arnþór Jensen,
Jón Hinriksson,
Nokkrar æskuminningar höfundar.
Norð-austan vindurinn.”

Dagbækur ritaðar af Páli Pálssyni Gimli Reyðarfirði.
á árunum 1920 til 1951, vantar árin 1931, 1947 og 1948.
Tónlistarbækur frá Páli Pálssyni. 13 bækur. Meðfylgjandi listi yfir bækurnar.
Guðmundur Nikulásson Arnkelsgerði Völlum.
4 hreppsbækur frá Vallahreppi:
Úttektarbók 25. sept 1911,
Uppskrifta og uppboðsbækur frá 4. maí 1925 og 10. nóv. 1978.
Kjörbók , árituð 19. júní 1902.
Búnaðarfélag Vallahrepps, ársreikningar frá 1954-1987, viðskiptabók 1968-1991
Lausblaðamappa með ýmsum gögnum frá Búnaðarfélaginu.

Guðni Nikulásson.
Uppskrifuð ljóð og kveðskapur á lausum blöðum eftir Bjarna Jónsson frá Grófargerði.
Ættfræði og uppskriftir af minningagreinum (handrit) eftir Alfreð Eymundsson

 

Guðný Zöega, Minjavörður Austurlands.
Örnefna- og verndarkort af Skriðuklaustri ( Unnið af H.Hg.)

Guttormur Sigurbjörnsson endurskoðandi Kópavogi.
6 stílabækur handskrifaðar, í þeim er fróðleikur um örnefni í Eiðaþinghá, uppskriftir á ljóðum og lausavísum, draumar .
Stílabók með örnefnum úr Eiðaþinghá, skráð af Þóroddi Guðmundssyni 1944-1945.
Guttormur Sigurbjörnsson tók til handargagns úr dánarbúi Björns Benediktssonar frá Tókastöðum.

Guttormur V. Þormar Geitagerði, Fljótsdal.
Lagarfossvirkjun, flóðgáttalokur, greinagerð. Útg. Áætlunardeild 14. okt. 1975.
4 ljósmyndir og 1 póstkort frá Páli Þormar. Myndir í umslagi komnar til Guttorms frá Vilborgu Gunnarsdóttur á Akureyri.
2 ljósmyndir, stór mynd frá Danmerkurferð þingmanna 1906 og kabinetkort af Þorvarði Þormar. Fundargerðarbók Slysavarnarfélagsins Dropaugar í Fljótsdal.
Hallgrímur Helgason Skálanessvegi 7 Vopnafirði
45 myndir, flest mannamyndir frá Hallormsstaðaskóla veturinn 1934-1935. Úr eigu Margrétar Víglundsdóttur. 5 óþekktar myndir

Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur Egilsstöðum.
Eftirtökur af myndum eftir Vigfús Sigurðsson og nafnalistar. Myndirnar komu upphaflega frá Valgeiri Þormar í tengslum við sýningu á Skriðuklaustri.
Skrá yfir: Óprentaðar ritgerðir og handrit varðandi Austurland og austfirsk málefni. ( Samantekt H.Hg.)
Skrá yfir: Örnefna- og verndarkort af jörðum á Héraði ( Unnið af H.Hg.)
Safn af úrklippum af skrifum um Skriðuklaustur frá 1986-1999.
Jökulsá á Dal, jarðfræðiskýrsla eftir Bessa Aðalsteinsson.
Fundargerðarbók Náttúruverndarsamtaka Austurlands 1982-1999.
Ljósmyndir: visitkort, kabinetkort, póstkort og augnabliksmyndir úr albúmi Guðlaugar Sigurðardóttur á Skeggjastöðum í Fellum.

Herborg Halldórsdóttir Hrísholti 5 Garðabæ.
Afhentar Héraðsskjalasafniu til ljósritunar 5 bækur með uppskriftum móður Herborgar,Halldóru Sigfúsdóttur á margvíslegu námsefni í skólanum í Mjóanesi.
.

Hjördís Sveinsdóttir Egilsstöðum.
Uppskrift af kveðskap eftir Guðbrand Ólafsson afa Hjördísar, Þorravísur og vorvísur frá 1935.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Hornafirði.
Ættbók Hróðmars á Kimbastöðum, samantekt: Hjörtur A. Sigurðsson.

Hrafnkell A. Jónsson, héraðsskjalavörður Egilsstöðum.
Líkræða yfir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur flutt 2. okt. 1999 af Vigfús Ingvar Ingvarsson


Íslenska útvarpsfélagið Austurlandi/Ingimundur Stefánsson.
U-matic Sp tæki, lánað Héraðsskjalasafninu til að skoða spólur í geymslu hjá safninu.

Jóhann F. Þórhallsson Brekkugerði, Fljótsdal.
Gjörðabók Bústofnlánadeildar Fljótsdalshrepps í Norður-Múlasýslu,
samþykkt á almennum sveitarfundi 22. júní 1925 (síðasta færsla frá 1999.)

Jóhann Magnússon frá Breiðavaði Eiðaþinghá.
Uppskrift af Hrakfallabálki Bjarna Gissurarsonar með rithönd Björns Sveinssonar frá Eyvindará.

Jón Benjamínsson Hjallaseli 3, Reykjavík.
Hornfirskar hryssuættir: 1 -Stóra-Lág.
Hornfirskar hryssuættir 3 -Miðfell.
Folöld og tryppi fædd í Stóru-Lág 1989-1993.
Fljótsdæla hin nýja.

Jón Snæbjörnsson framkvæmdastjóri BSA Egilsstöðum.
Teikning af kirkjugarðinum í Þingmúla gerð af Jóni Snæbjörnssyni í nóv. 1997
Ljósrit af legstaðaskrá þingmúlakirkju.
Ársrit Búnaðarsambands Austurlands 1998 og 1999.

Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn.
Saga munklífis að Skriðu Fljótsdal. Sérefnisritgerð til embættisprófs við Guðfræðideild Háskóla Íslands unnin sumarið 1965. Höfundur: Heimir Steinsson stud. theol.
Leiðbeinandi: Prófessor Magnús Már Lárusson.

Laufey Eiríksdóttir Egilsstöðum.
Gögn frá Skólaskrifstofu Austurlands.
Ársskýrsla 1996-1997.
Ársskýrsla 1997-1998.
Ársskýrsla 1998-1999.
Ársreikningur 1996
Ársreikningur 1997.
Ársreikningur 1998.
Skólaskrifstofa Austurlands- Menntun undirstaða framfara þríbrotin upplýsingabælingur. Skólaskrifstofa Austurlands- Menntun undirstaða framfara, fjórblöðungur.

Magnús Magnússon tónlistarkennari Egilsstöðum.
Blöð gefin út á Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri árið 1970. (heildarútgáfa.)

Magnús Pálsson, Egilsstöðum.
Niðjatal Péturs Vilhelms Brand og Þorbjargar Þorsteinsdóttur.
Ættartala Jóns Kjartanssonar frá Eskifjarðarseli.
Ætt Kjartans Ísfjörð.
Um Kristínu í Seli.
Niðjar Þorláks Pálssonar og Emereticönu Oddsdóttur.
Ætt Ingibjargar Þorláksdóttur
Ættarhringur. Þorsteins Salómonssonar og Katrínar Pálsdóttur.
Þrjár dagbækur og dagbókarfærslur á lausum blöðum skráðar af Bjarna Jónssyni frá Grófargerði, Nokkur bréf til Bjarna og bók með ritgerðum eftir hann.

Magnús Þorsteinsson Höfn Borgarfirði.
Gögn varðandi Borgarfjarðarhrepp:
Höfuðbók 1976-1978,
Höfuðbók 1979-1985,
Höfuðbók 1985-1991,
Fundargerðabók 1972-1977,
Fundargerðabók 1977-1980,
Fundargerðabók 1980-1985
Fundargerðabók 1985-1990..

Minjasafn Austurlands.
Hlutabréf í Eimskipafélaginu frá 1914-1917. Eigandi Kvenfélagið Eining í Fljótsdal. Nokkrar ljósmyndir og ljósrit af ljósmyndum.

Norma Guttormsson Vancouver Kanada.
Icelandic river Saga, eftir Nelson S. Gerrard.
Arnheiðarstaðaætt, ættartala Guttorms Vigfússonar. Samantekt: Guttorms Þormars, verkfræðings.

Páll Baldursson Breiðdalsvík.
Líkræða sem Magnús Blöndal Jónsson flutti yfir Guðrúnu Ingibjörgu Bessadóttur 1895.
Húskveðja flutt við jarðarför Guðrúnar Ingibjargar af prestinum Magnúsi Jónssyni Blöndal 16. des. 1895. Húskveðjuna afhenti Páll Baldursson BA. í sagnfræði, eftir beiðni Rósu Gísladóttur frá krossgerði á Berufjarðarströnd. Varðveislu saga húskveðjunnar fylgir.

Páll Benediktsson Hákonarstöðum Jökuldal.
Ljósmyndir, kabinetkort, visitkort og póstkort komnar frá Gaukstaðafólki. Úr fórum Þórðar Þorfinnssonar.

Sigurður Óskar Pálsson, fyrrverandi héraðsskjalavörður/Jónbjörg Eyjólfsdóttir Akureyri.
Ljósrit af lausavísnasafni Ólafs Björnssonar frá Klúku. Eigandi handrits er séra Vigfús Ingvar Ingvarsson.
Frásögn Elísabetar Baldvinsdóttur (5 bls. vélrit.)
Ljósrit af söngleik og gamanvísum frá fyrstu árum aldarinnar á Seyðisfirði. Kom til Sigurðar frá Hjálmari Níelssyni á Seyðisfirði.
Mappa með skjölum varðandi Faxatröð 10b varðandi byggingu hússins og rekstur.
Bækur af ýmsu tagi. 1 kassi.
Tvær ættartölur, Margrétar Bjargsteinsdóttur, önnur frá Hákarla Bjarna, hin frá Þorsteini Finnbogasyni. Teknar saman af Jóni Þórðarsyni prentara.
Ættarhringur, Malenar Daggar Kröyer frá Hallormsstað. Líklega unnin í tengslum við ritgerðasmíð.
8 myndir úr búi Daníels Pálssonar og Margrétar Bjargsteinsdóttur, allar merktar, einnig þakkarkort vegna andláts og jarðarfarar Sigurðar Þórðarsonar.
Askja úr fórum Jónbjargar Eyjólfsdóttur með söngskrám og fl. varðandi Tónkórinn ásamt samtíningi af leikskrám og dagskrám frá menningarviðburðum.
Nótnablöð frá Jónbjörgu frá þátttöku hennar í kórstarfi með Tónkórnum og fl. kórum.
Nokkur nótnablöð þar sem textar eru þýddir eða frumsamdir af SÓP.
Slangur af tímaritum, Spegillinn 20 tölublöð, Samherji 16 tölublöð, Þroskahjálp, Dagfari, Lagarfljótsormurinn, Búnaðarblaðið.
Hljóðólfur, sérútgáfa þjóðólfs 25. apríl 1850. Gefið út í Reykjavík 1992.
Nokkrar bækur úr búi Daníels Pálssonar, Lampinn, Gyðjan og uxinn, Börn jarðar, eftir Kristmann Guðmundsson,(frumútgáfur.) Grjót og gróður, höf: Óskar Aðalsteinn og Hagalín segir frá. Kölugosið 1918, höf. Guðgeir Jóhannsson, Lundurinn helgi, höf: Björn Blöndal. Vinsamlegast frá höfundi, Höf: Hinrik Thorlacius.
Því slærð þú mig. tvö hefti, ritdeila Haraldar Níelssonar við Jón Helgason, biskup.
Minningagreinar, úrkl. úr dagblöðum, um Jón Sveinsson, Hrafn Jónsson, Sigurður Þórðarson, afmælisgrein Vigfús Ingvar Sigurðson.
Hjónaminning: Eyjólfur Þórarinsson og Ingibjörg Einarsdóttir. Höf SÓP.
Minningargrein um Hilmar Þórarinsson. Höf: SÓP. Vélrit.
Bréf frá Alfreð Eymundssyni, dags. 10. okt. 1983, ásamt dagbókarkafla Bjarna Jónssonar
Frásögn Árna Sigfússonar frá Giljum, SÓP skráði.
Bréf og ýmis plögg frá Jóni Sveinssyni fyrrum bæjarstjóra til Daníels Sveinssonar í Geitavík, m.a. umboð til handa Páli Sveinssyni.
Bréf frá Gísla í Skógargerði dags. 19. jan. 1963.
Skólasetningar, skólaslita-og tækifærisræður eftir SÓP, sömuleiðis ljóðmæli (Sandkorn á strönd. hluti af lengri ljóðaflokki)
Fundargerðarbók Borgarfjarðardeildar kaupfélags Borgarfjarðar. 1. dags. í júní 1936.
Þrjár hljóðsnældur: útvarpsþættir, tveir frá Þjóðhátíð á Eiðum 1974, Öldin sem leið samantekt: Kristján Ingólfsson og Í aldanna rás, samantekt: SÓP.
Útvarpsþættir um Lárus Sigurjónsson og Jóhann E. Magnússon.

 

Sigurður Blöndal fyrrv. skógræktarstjóri Hallormsstað.
Ein mappa með bréfum, teikningum og fleiru frá skólanefnd Alþýðuskólans á Eiðum, afhent af Sigurði Blöndal fyrrv. skógræktarstjóra sem var fyrsti formaður skólanefndar alþýðuskólans.

Sigurður Kristinsson kennari frá Refsmýri.
Handrit Sigurðar Kristinssonar:
Börnin á Vaðbrekku, vinnuhandrit.
Flökkukind frá Fjallseli.
Undir eyktatindum.
Brot úr fjórum æviþáttum.
Þorrablótsferð fyrir tæpum 60 árum.
Sjaldfarin gönguleið-Hjálpleysa.
Mér þýðir ekki að kvíða.
Lítil samantekt um Vatnajökulsleið.
Þegar hugsjónir fæðast.
Orlofsferð og örlagadagar fyrir einni öld síðan.
Ferð til Bakkafjarðar í desember 1886.
Austfirðingar í búnaðarnámi erlendis á 19. öld.
Gleymda stúlkan frá Ormarsstöðum í Fellum.
Frásagnir af Víðidalsfeðgum.
Sitt er hvað gæfa eða gervileiki.
Systurnar við Sænautavatn og afkomendur þeirra.
Nítjándu aldar byggð í Rana.
Heimildir um byggð í Víðidal í Lónsöræfum og ferðir þangað.
Heimildir varðandi Pöntunarfélag Héraðsmanna.

Skattstjórinn Austurlandi.
Skilagreinar í staðgreiðslu fyrir 1994, alls 7 kassar
Skilagreinar í staðgreiðslu fyrir 1993, alls 6 kassar
Skilagreinar í staðgreiðslu fyrir 1992, alls 5 kassar
Skilagreinar í staðgreiðslu fyrir 1991, alls 4 kassar
Skilagreinar í staðgreiðslu fyrir 1990alls 4 kassar
Skilagreinar í staðgreiðslu fyrir 1989, alls 4kassar
Skilagreinar í staðgreiðslu fyrir 1988, alls 5 kassar
Sundurliðanir í staðgreiðslu 1991 og 1992, alls 7 kassar.
Launaframtöl 1992 og 1993, alls 3 kassar.
Launamiðar 1994 alls 7 kassar. Launaskattur 1991, alls 2 kassar
Launamiðar 1993, alls 7 kassar. Launaskattur 1990 1 kassi.
Launamiðar 1992, alls 11 kassar. Launaskattur 1989, 1 kassi.
Launamiðar 1991 alls 7 kassar. Launaskattur 1988, 1 kassi.
Launam. 1990, alls 7 kassar, launam. 1989, alls 8 kassar, launam. 1988, alls 8 kassar.
Hlutafjármiðar 1990-1996. 1 kassi.
Hlutafjármiðar 191986 -1989. 1 kassi.
Afurða- og innistæðumiðar og sjávarafurðamiðar 1993, 1 kassi.
Afurða- og innistæðumiðar og sjávarafurðamiðar 1992, 1 kassi.
Afurða- og innistæðumiðar og sjávarafurðamiðar 19941 kassi.
Hlutafjár- og stofnsjóðsmiðar 1994, 2 kassar, stofnsjóðsmiðar 1989-1992, 1 kassi.
Námsafsláttur eftir 20ár 1985-1990, 1 kassi.
Barnabætur, leiðréttingar 1991-1994, 2 kassar. Barnabætur stg. 1989-1990, 2 kassar.
Húsnæðisbætur 1988-1990, 3 kassar.
Fjárfestingarsjóðsreikningar 1992-1993, 1 kassi.
Erfðafjárskýrslur 1987 og áður 1988-1992, 1 kassi.
Úrskurðir 1985-1986, útdráttur úrskurða 1986 og bréf úr skjalasafni 1986, 1 kassi.
Virðisaukaskattur 1990-1994, öll gögn 81 kassi.
Söluskattur skýrslur 1980-1989, 37 kassar.
Söluskattur, úrskurðir 1980-1989, 4 kassar
Fylgiskjöl með söluskattsskýrslum 1984-1987, 2 kassar.
Söluskattur af skemmtanahaldi 1984-1987, 2 kassar.
Endurgr. söluskattur v. véla og tækja,
vörugjaldsskýrslur 1989-1990,
vörugjald af kökum brauði og ávaxtasafa, 1 kassi.
125 kassar afhentir 13. okt. 2000. Fluttir til geymslu í Eiða.
127 kassar afhentir 18. okt. 2000. Fluttir til geymslu í Eiða.

 

Skipulagsstofnun ríkisins.
Álver í Reyðarfirði - mat á umhverfisáhrifum - 4 bækur.

Snorri Hallgrímsson, Egilsstöðum.
5 myndir, Hildigunnur Valdimarsdóttir hjálpaði við að bera kennsl á nokkrar þeirra.

Snorri Sigfinnsson, Vallholti, Selfossi.
28 myndir, margar merktar

Stefán Guðmundsson frá Dratthalastöðum Hjaltastaðaþinghá.
Baldur: Sveitablað úr Hjaltastaðaþinghá skrifað 1913., gefið út af ungmennafélaginu Fram í Hjaltastaðaþinghá.

Sævar Sigbjarnarson Rauðholti Hjaltastaðaþinghá.
Sex bækur varðandi hreppsmál:
Gjörðabók hreppsnefndar Hjaltastaðarhrepps frá 10. sept - 24. sept. 1974.
Gjörðabók hreppsnefndar Hjaltastaðahrepps frá 13. des. 1974-19. okt. 1984.
Gjörðabók hreppsnefndar Hjaltastaðahrepps frá 22. nóv. 1992-17. des 1995
Gjörðabók hreppsnefndar Hjaltastaðarhrepps frá 2. mars 1996- ? 1997.
Hreppsreikningar, einstaka gjaldendur bók frá 1958-1977.
Hreppsreikningar, einstaka gjaldendur bók frá 1978-1983.

Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. menntamálaráðherra Brekku Mjóafirði.
Fjórar minnisbækur Páls Vilhjálmssonar Brekku Mjóafirði
Minnisbók Hjálmars Hermannssonar Brekku ca. 1879-1897
Afmælisgjöf handa unglingum, bænakver úr eigu Guðrúnar Hjálmarsdóttur Brekku
Gestabók Jónu Vilhjálmsdóttur og Jóns Ingvars Jónssonar 1961-198
Bréfasafn, bréf frá ýmsum tíma og önnur gögn.
Nokkrir árgangar af Bliki

Þorgeir Guðmundsson frá Þvottá.
Handrit að ritgerð um Síðu-Hall.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022