Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Austfirðinga 8. nóvember 2002

Ársskýrsla
Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2001.

Starfsárið 2001 skráði sig 658 gestur á safnið. 374 karlar og 284 konur.
Á árinu voru skráðar 46 afhendingar.

Stjórn og fulltrúaráð.

Fulltrúaráð fer með stjórn Héraðsskjalasafnsins og er það kosið að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fulltrúaráðið er skipað á eftirfarandi hátt.

Sveitarfélag Aðalmaður Varamaður

Skeggjastaðahreppur Ingibjörg Þórhallsdóttir Steinar Hilmarsson
Vopnafjarðarhreppur Emil Sigurjónsson Ólafur K. Sigmarsson
Norður-Hérað Gunnar Guttormsson Gylfi Hallgeirsson
Fljótsdalshreppur Sigrún Benediktsdóttir
Fellahreppur Brynjólfur Bergsteinsson Þorsteinn Sveinsson
Borgarfjarðarhreppur Björn Aðalsteinsson Magnús Þorsteinsson
Seyðisfjarðarkaupstaður Jóhann Grétar Einarsson Þorgeir Sigurðsson
Austur-Hérað Finnur N. Karlsson Katrín Ásgrímsdóttir
Mjóafjarðarhreppur Vilhjálmur Hjálmarsson Heiðar W. Jones
Fjarðabyggð Smári Geirsson Ásbjörn Guðjónsson
Fáskrúðsfjarðarhreppur Friðmar Gunnarsson
Búðahreppur Magnús Stefánsson Kristmann R. Larsson
Stöðvarhreppur Jósef Friðriksson Björgvin V. Guðmundsson
Breiðdalshreppur Þorbjörn Guðjónsson Jóhanna Guðnadóttir
Djúpavogshreppur Ólafur Eggertsson Ólafur Áki Ragnarsson

Síðasti aðalfundur var haldinn á Fáskrúðsfirði 8. nóvember 2001, þar voru eftirtaldir kosnir í stjórn:

Finnur Karlsson formaður
Smári Geirsson varaformaður
Magnús Stefánsson ritari
Jóhann Grétar Einarsson meðstjórnandi
Björn Aðalsteinsson meðstjórnandi.
Varamenn
Emil Sigurjónsson
Ólafur Eggertsson

Á árinu hafa verið haldnir 3 stjórnarfundir, auk þess hefur formaður fylgst reglulega með starfsemi safnsins.

 

 


Starfsmenn.
Fastir starfsmenn eru tveir í 1,75% stöðugildi. Hrafnkell A. Jónsson forstöðumaður og Arndís Þorvaldsdóttir sem auk almennra afgreiðslustarfa hefur séð um tölvuskráningu skjala.
Ljósmyndasafn Austurlands er í vörslu Héraðsskjalasafnsins, Arndís hefur umsjón með ljósmyndasafninu.

Rekstur Safnahússins.
Rekstur hússins hefur verið í hefðbundnum farvegi. Viðhald loftræsti-og hitakerfa er mikið, það er svo annað mál að hér er eftilvill um eðlilegt viðhald á búnaði eins og þessum. Rafey hf hefur séð um viðhald á öllum rafbúnaði. Það samstarf hefur gengið vel.
Unnið var að því í samstarfi við Austur-Hérað að nettengja tölvubúnað í Safnahúsinu. Tilgangurinn var að ná fram sparnaði í rekstri tölvubúnaðar og ná fram bestu mögulegri tryggingu á afritun þeirra tölvugagna sem eru á Héraðsskjalasafninu. Það liggja orðið mikil verðmæti í tölvuskráðum gögnum, auk þess sem þar er um að ræða lykilinn að skilvirkri þjónustu við þá sem sækja safnið. Þessi áform náðu ekki fram að ganga.
Þá er ástæða til að vekja athygli á að ekki hefur verið lokið við síðasta byggingaráfanga Safnahússins. Ýmsir þættir byggingarinnar eru ófrágengnir.
Svo er komið að búnaður við hurðir í kjallara er ónýtur vegna leka, en gert er ráð fyrir rofum í gólfi sem eiga að loka hurðum sjálfkrafa komi til eldsvoða.
Þéttikantar sem áttu að vera á öllum hurðum til þess að varna reykskemmdum og eru hluti af eldvarnarkerfi hússins hafa aldrei verið settir upp.
Svalir á miðhæð hafa ekki verið settar upp. Þar er hins vegar hurð í móttöku sem liggur út á stétt einni hæð neðar.
Þá er engin lyfta í húsinu. Fulltrúi samtaka fatlaðra var á ferð á síðasta vetri og gerði alvarlegar athugasemdir vegna aðgengi fatlaðra. Það bitnar verst á Bókasafni á þriðju hæð, og kemur í veg fyrir að hreyfihamlað fólk geti komið inn um aðalinngang á miðhæð og komist þannig á Héraðsskjalasafnið.
Loks minni ég enn á ófrágenginn grunn sem veldur leka í geymslum og starfsmannaaðstöðu sem er engin fyrir Héraðsskjalasafn og Minjasafn og er þannig á Bókasafni að hana þarf að nota fyrir geymslu jafnhliða því að vera kaffistofa.
Það er ósk okkur sem veitum forstöðu stofnunum í Safnahúsinu að núverandi byggingararáfanga verði lokið. Byggingin verði gerð upp og gerð á henni úttekt.

Ljósmyndasafn Austurlands
Arndís Þorvaldsdóttir hefur unnið eins og áður að söfnun ljósmynda, skráningu og öflun upplýsinga um þær. Skráningar mynda eru vel á veg komnar, næstu verkefni eru skönnun mynda inn á geisladiska og síðan frekari skráningarvinna. Þá er nauðsynlegt að halda áfram skipulegri söfnun mynda.
Ljósmyndasafnið hefur eignast búnað til að skanna inn myndir til mikils hagræðis fyrir starfsmann en ekki síður þá sem til safnsins leita.
Héraðsnefnd Múlasýslna hefur tekið við hlutverki Safnastofnunar Austurlands í þátttöku við rekstur safnsins.
Á yfirstandandi fjárhagsáætlun var dregið úr framlagi til safnsins. Þetta var misráðið og er í þeirri fjárhagsáætlun sem lögð er fram fyrir árið 2003 óskað eftir framlagi sem er samsvarandi því sem var árið 2001.

Bókasafn
Í stjórn Bókasafns Önnu Guðnýjar og Halldórs eru Halldór Árnason formaður, Arndís Þorvaldsdóttir ritari ,Magnús Þorsteinsson meðstjórnandi.
Starfsemi safnsins hefur verið með venjubundnum hætti.
Á vordögum var tekið við bókagjöf Sigmars Magnússonar bónda í Dölum í Fáskrúðsfirði en Sigmar lést haustið 1999. Alls var safnið um 2000 bindi, auk tölvu með ættfræðigögnum og handritum að ættarskrám.
Í tengslum við Menningardaga á Héraði var opið hús á Héraðsskjalasafninu 1. apríl þar sem Sigmarsstofa var formlega opnuð.
Fyrir forgöngu stjórnarformanns Bókasafnsins var á síðasta hausti haldinn dagsfundur um bókasafnið, hlutverk þess og möguleika til að verða að gagni í austfirsku menningarlífi.
Fundurinn var haldinn á Skriðuklaustri. Þar mætti fólk með margvíslega aðkomu að safninu, stjórnendur, notendur og sveitarstjórnarmenn sem bera fjárhagslega ábyrgð á því. Hægt er að fullyrða að hér var um gagnlega umræðu að ræða.

Útgáfustarfsemi.
Gefið var út jólakort en nú brugðið aút af vananum og í stað þess að minnast látins fræðimanns eða rithöfundar var á kortinu mynd af Guðbrandsbiblíu frá Hofteigi.

Starfsemi Safnahússins
Gott samstarf er á milli stofnanna Safnahússins. Eins og áður er mikið samstarf milli þeirra stofnana sem eru í húsinu.
Meðal sameiginlegra verkefna má nefna:


Opnun Sigmarsstofu:

Sunnudaginn 1. apríl var opið hús í Safnahúsinu. Viðburðir dagsins voru skipulagðir í samvinnu safnanna þriggja sem eru í húsinu, Héraðsskjalasafns, Minjasafns og Bókasafns.
Finnur N. Karlsson stjórnarformaður Héraðsskjalasafnsins, opnaði Sigmarsstofu sem sett er á laggirnar til minningar um Sigmar Magnússon bónda í Dölum í Fáskrúðsfirði. Finnur rakti kynni sín af Sigmari og sagði frá þekkingu hans og fræðaáhuga sem var einstakur. Sigmar ánafnaði Héraðsskjalasafninu bókasafn sitt, handrit og tölvu með miklu af efni sem tengist byggðasögu Fáskrúðsfjarðar og ættfræði.
Í Sigmarsstofu gefst fræðimönnum tækifæri til að vinna að verkefnum tengdum ættfræði og austfirskri sögu.
Á neðstu hæð Safnahússins var opnuð handavinnusýning eldri borgara á Egilsstöðum. Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa voru opin til sýningar. Boðið var upp á kaffi og kleinur af söfnunum í húsinu.
Fjölmenni sótti menningardaginn í Safnahúsinu og fór á annað hundrað manns í gegnum húsið í dag.

Ármannsvaka:

Þriðjudaginn 8. maí var haldin í Safnahúsinu kvöldvaka sem tileinkuð var sérstaklega Ármanni Halldórssyni fyrrverandi héraðsskjalaverði á Egilsstöðum og kennara á Eiðum og konu hans Ingibjörgu Kristmundsdóttur. Þau hjón átti bæði merkisafmæli þennan dag, Ármann varð 85 ára en Ingibjörg 75 ára.
Á kvöldvökunni var lesið úr ritverkum Ármanns birtum og óbirtum, en eftir hann liggur mikið efni í bókum og tímaritum, þá voru flutt stutt tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum.
Að þessari kvöldvöku komu fjölmargir aðilar, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Bókasafn Héraðsbúa, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Tónlistarskólinn á Egilsstöðum, Bæjarstjórn Austur-Héraðs, auk vina þeirra Ármanns og Ingu fjölmargra. Boðið var upp á kaffi og með því á meðan á kvöldvökunni stóð. Af heilsufarsástæðum treysta þau hjón sér ekki til að koma austur en þau eru búsett í Reykjavík.
Kvöldvakan hófst kl. 20:30 og var vel sótt. Í samvinnu við Rafeind á Egilsstöðum var boðið upp á þá nýbreytni að hægt var að fylgjast með dagskránni í sjónvarpi á nokkrum stöðum í Safnahúsinu. Þetta tókst vel og skapar meiri möguleika varðandi nýtingu hússins.

Norræni skjaladaginn:

Haldið var upp á Norræna skjaladaginn 10. nóvember s.l. Um var að ræða samvinnuverkefni stofnana í Safnahúsinu. Héraðsskjalasafns Austfirðinga, Minjasafns Austurlands og Bókasafns Héraðsbúa.
Sett var upp sýning á Héraðsskjalasafninu sem saman stóð af: köflum úr ástarbréfum, myndum sem endurspegluðu ást af ýmsu tagi og bókum sem á einhvern máta fjölluðu um ást. Þá voru týnd til ýmis skjöl, svo sem hjónavígslubréf.
Í sýningarsal Minjasafnsins var sett upp sýning á munum sem fundust með beinum Guðrúnar Magnúsdóttur sem á jólum 1879, lagði upp frá heimili sínu að Fjallseli í Fellum og ætlaði að dvelja yfir jólin í Hnefilsdal á Jökuldal, en þar var unnusti hennar Þorsteinn Jónsson vinnumaður. Þetta varð hinsta för Guðrúnar, hún varð úti á Jökuldalsheiði. Hún fannst ekki fyrr en sumarið 1916, en beinin týndust aftur og fundust sumarið 1972. Þá voru líkamsleifar Guðrúnar jarðsettar að Ási í Fellum, en munir sem fundust hjá beinunum voru settir í geymslu og týndust, þeir fundust síðan á liðnu hausti og eru komnir á Minjasafnið á Egilsstöðum.
Á efstu hæð er síðan sýning sem tengist kaffi og kaffidrykkju og getur vel fallið undir kaffiást.
Aðsókn var dræm, vel má kenna veðri um en þennan laugardag var versta veður, hávaðarok og kalt.

Vormenn Íslands.
Í tilefni af Landsmóti U.M.F.Í. sem haldið var á Egilsstöðum sumarið 2001, var sett upp í Safnahúsinu sýning sem helguð var austfirskum íþróttamönnum. Af hálfu Héraðsskjalasafnsins hafði Arndís Þorvaldsdóttir umsjón með sýningunni. Víða var leitað fanga. Munir og myndir fengnar að láni frá íþróttakempum fyrri ára.

Dagar myrkursins:

Þann 22. nóvember var haldinn Dagur myrkurs í Safnahúsinu. Minjasafnið hafði veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd, en eins og venja er þá komu að þessari uppákomu starfsmenn frá Skjalasafni og Bókasafni.
Þarna kom fram sagnafólk sem sagði frá atburðum sem ekki verða útskýrðir og reyndar öðrum sem voru dularfullir en áttu sér skýringar þegar að var gáð.
Þeir sem þarna komu fram voru: Rannveig Þórhallsdóttir, Skúli Magnússon, Arndís Þorvaldsdóttir, Páll Pálsson, Hallveig Guðjónsdóttir, Hildigunnur Valdimarsdóttir, Vilhjálmur Einarsson, Sigurður Ingólfsson, Helga Björg Jónsdóttir auk þess að nemendur úr Menntaskólanum á Egilsstöðum leiklásu gamla draugasögu.
Góð mæting var og komu um 50 manns.

Bókavaka:

Bókavaka var haldin að venju fyrsta föstudag í aðventu. Þokkaleg aðsókn var á vökuna.

Nýtt fulltrúaráð.
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram á s.l. vori. Í kjölfar þeirra var kosið nýtt fulltrúaráð. Nokkrar breytingar urðu á skipan fulltrúa. Hér er þeim sem hætta þakkað gott samstarf en nýtt fulltrúaráð boðið velkomið til starfa.
Nýskipað fulltrúaráð er skipað eftirfarandi aðilum:

Sveitarfélag Aðalmaður Varamaður

Skeggjastaðahreppur Sigríður Hlöðversdóttir Halldór Njálsson
Vopnafjarðarhreppur Ólafur Valgeirsson Þorsteinn Steinsson
Norður-Hérað Gunnar Guttormsson Gylfi Hallgeirsson
Fljótsdalshreppur Sigmar Ingason Elísabet Þorsteinsdóttir
Fellahreppur Jarþrúður Ólafsdóttir Víkingur Gíslason
Borgarfjarðarhreppur Björn Aðalsteinsson Kristjana Björnsdóttir
Seyðisfjarðarkaupstaður Bára Mjöll Jónsdóttir Jóhann Grétar Einarsson
Austur-Hérað Skúli Magnússon Ruth Magnúsdóttir
Mjóafjarðarhreppur Vilhjálmur Hjálmarsson Heiðar Jones
Fjarðabyggð Smári Geirsson Ásbjörn Guðjónsson
Fáskrúðsfjarðarhreppur Friðmar Gunnarsson
Búðahreppur Magnús Stefánsson Eygló Aðalsteinsdóttir
Stöðvarhreppur Einar Garðar Hjaltason Ævar Ármannsson
Breiðdalshreppur Sævar Sigfússon Jóhanna Guðnadóttir
Djúpavogshreppur Ólafur Eggertsson Ásdís Þórðardóttir

 Afhendingaskrá 2001.

Alls voru skráðar 46 afhendinar frá 39 aðilum. Hér kennir ýmissa grasa, um er að ræða gögn frá sveitarfélögum, einstaklingum og félagasamtökum, ljósmyndir en síðast en ekki síst myndarlegt safn tímarita sem barst frá Lestrarfélagi Mjófirðinga.
Skráin er þannig sett upp að fyrst er heiti safnsins eins og það er skráð í afhendingaskrá, þá er lýsing á því sem afhent er og loks nafn þess eða þeirra sem afhentu viðkomandi gögn.


Þrjú albúm vel með farin, flestar myndirnar þekktar. Einnig þrjár myndir á einni þeirra eru nokkrar konur þekktar.
Myndavél frá ca. 1915, úr eigu Rolfs Johansen, ( saga skráð eftir A.Á. )
Nóta úr verslun Rolfs Johansens.
Stundarskrá frá skólanum á Búðareyri 1921. Úr eigu Guðrúnar Jónsdóttur
Afhent af: Aagot Árnadóttir Dalatanga 16 Mosfellssveit

Tveir kassar af handritum, bréfum og skjölum frá Einari Guðjónssyni frá Heiðarseli. Kom til Aðalsteins frá systursyni Einars, Haraldi Má.
Afhent af: Aðalsteinn Aðalsteinsson Ullartanga 3 Fellabæ

Fundargerðarbækur Verkalýðsfélags Fáskrúðsfjarðar 1935-1946, 1946-1954, 1954-1986.
Viðskiptamannabók 1950.
Sjóðsbók 1946, 1971-1963.
Fundargerðabók úthlutunarnefndar 1968-1984
Viðskiptamannabók úthlutunarnefndar 1984.
Ársreikningar, 45 möppur með gögnum allt frá stofnunum félagsins til loka. Afhent af: Afl starfsgreinafélag/Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Fáskrúðsfirði

Leigusamningur við Svein Ólafsson Firði Mjóafirði dags. 19. júní 1933
Afhent af: Agnes Svanbergsdóttir Austurvegi 12 Reyðarfirði

Bréfabók Breiðdalshrepps 4. ágúst 1915 - 9. júlí 1936.
Uppskriftar og uppboðsbók 24. júlí 1920 - 23. nóv. 1985. Hreppaskilabók 1922-1981
Afhent af: Baldur Pálsson Ásvegi 15 Breiðdalsvík

1 kassi með dagbókum, 1 kassi með blaðaúrklippum, ýmsum gögnum varðandi Rotary og Vegagerð ríkisins og alls konar einkaskjölum. 6 kassar með, blöðum tímaritum, skólabókum, búnaður til skólahalds, s.s. landakort og tafla, námsbækur, kassi með símaskrám. Þessi gögn eru úr dánarbúi Helga Gíslasonar á Helgafelli.
Afhent af: Björn og Gísli Helgasynir frá Helgafelli Fellum

4 stórar myndir í römmum af Maríu Einarsdóttur og Þorsteini Jónassyni á Þuríðarstöðum og Önnu Jóhannsdóttur og Jóni Jónassyni á Bessastöðum.
Afhent af: Börn Jóhanns Frímanns Jónssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur

Armbandsúr, svipa Bjargar Steinsdóttur, (móður Sigmars Magnússonar.) Tvær minningabækur frá Hvanneyrarskóla, lakkaður kassi, ásamt úrfesti úr eigu Magnúsar Stefánssonar föður Sigmars. Hvanneyrarmerki ermahnappar, skónál, sérkennilegur steinn sem fannst í Dölum á fyrstu búskaparárum foreldra Sigmars. Þorrablótsbragur um sveitunga. Ljósmyndir flestar af Sigmari, vinum og ættingjum. 3 steinar úr steinasafni Sigmars. Allt úr dánarbúi Sigmars Magnússonar Dölum Fáskrúðsfirði.
Afhent af: Herborg Magnúsdóttir Brávöllum 14 Egilsstöðum

Mynd frá Búnaðarskólanum á Eiðum (stór). Nokkur bréf, flest rituð af Jóni Hnefli Aðalsteinssyni varðandi byggingu minnisvarða um Sigfús Sigfússon.
Afhent af: Eiríkur B.Eiríksson frá Dagverðargerði, Brávallagötu 6 Reykjavík

 

Ljósmyndir af ættingjum í Ameríku Fimm eftirtökur af vestur -íslendingum. (Hofteigs fólk.) Nokkur ljósrit með ættfæði um niðja Sigbjörns Hofteigs og Steinunnar Magnúsdóttur.
Afhent af: Guðgeir Ingvarsson Mánatröð 8b Egilsstöðum

Skólablöð og annað efni fjölritað og gefið út af nemendum Grunnskólans á Eiðum. Þrjú hylki og nokkur laus blöð
Afhent af: Grunnskólinn Eiðum/Stefán Kristmannsson

Mynd af Múla í Álftafirði tekin 1901 af Ólafi Oddssyni ljósmyndara á Fáskrúðsfirði
Leyfisbréf Björn Jónssonar og Þórunnborgar Brynjólfsdóttur Múla Álftafirði dags. 13. maí 1917. Bréfið kemur frá Guðríði Guðbjörnsdóttur Álfhólsvegi 20a Kópavogi.
Afhent af: Guðmundur Björnsson frá Múla, Írabakka 24, Reykjavík

Afhentir tveir pappakassar með gögnum viðvíkjandi Austurfell hf og byggingu Safnahúss á Egilsstöðum.
Afhent af: Guðmundur Magnússon fyrrv. sveitarstjóri Lagarási 17, Egilsstöðum

Stór ljósmynd, formannsskírteini, 2 vélgæsluskírteini, 2 skírteini frá Andvöku, viðskiptabækur við banka á Seyðisfirði. Gögnin eru úr eigu Marínós Guðfinnssonar Egilsstöðum.
Afhent af: Guðný Marinósdóttir, Reynivöllum 4, Akureyri

Ýmis gögn frá Mjólkurstöðinni á Egilsstöðum
Afhent af: Guttormur Metúsalemsson Koltröð 9 Egilsstöðum

Ályktanir og fundargerðir varðandi Lagarfossvirkjun.
Afhent af: Guttormur Þormar Geitagerði, Fljótsdal

Fundagerðabók Sambands Austfirskra Kvenna frá 1960-1985. Mappa með bréfum frá 1961-1974
Afhent af: Hallfríður Bjarnadóttir Stekkjarbrekku 2 Reyðarfirði

Mappa með bréfum kvittunum og reikningum frá 1977-1981 (Samb. austfirska kvenna.
Mappa með göngum Kvenfélagsins Dagsbrúnar í Fellum
Fundargerðir, fundarboð o. fl.
Plastpoki með bréfum og gögnum frá SAK. Þessi gögn koma frá Hólmfríði Helgadóttur Setbergi Fellum.
Afhent af: Heiðveig Agnes Helgadóttir, Setbergi Fellum

Ljósrit á nokkrum frásögnum uppskrifaðar af Gunnþór Þórarinssyni á Hreimsstöðum.
Afhent af: Helga Magnúsdóttir, Útgarði 7, Egilsstöðum

5 myndir, 4 þekktar, úr búi Agnesar Pálsdóttur, Ási.
Afhet af: Helgi Hallgrímsson, Lagarási 2, Egilsstöðum

9 kassar með bókum tímaritum og blöðum frá Einari Jónssyni og Önnu Metúsalemsdóttur á Litlu-Grund í Fljótsdal.
Afhent af: Jón Metúsalem Einarsson, Hléskógum 10, Egilsstöðum

Gjörðabók hreppsnefndar Tunguhrepps frá 31. mars 1990- 11. júní 1996.
Gjörðabók hreppsnefndar frá 26. ágúst 1996 - 22. des. 1997.
Gjörðabók Bygginganefndar 25. mars. 1996 - 16. des. 1996.
Ungmennafélagið Hróar 26. júní 1974- 4. apríl 1998.
Handskrifað sveitablað, nefnt Þiðrandi, gekk á milli bæja í Tungu á fyrri hluta aldarinnar.
Bókin var geymd á Litla-Bakka og var afhent formanni Ungmennafélagsins Hróars fyrir margt löngu. Stimplar merktir oddvita Tunguhrepps. Kortarúlla frá Landmælingum Íslands af Upphéraði.
Afhent af: Jón Steinar Elísson, Hallfreðarstöðum Tungu

Fundur Vínlands, kvikmyndahandrit eftir Henrik Thorlacius. Fjölritað 125 bls.
Afhent af: Jón Ólafsson, Hátúni 17, Eskifirði

1-24 árg. Bjarma innbundinn
Afhent af: Jórunn Ferdinantsdóttir Reyðarfirði

Tvær fundargerðarbækur Björgunarsveitarinnar Gró. Önnur frá 27.5. 1979 til 23.8.1985. Inni í bókinni eru á lausum blöðum fimm fundargerðir frá 1985 og 1986. Hin merkt Björgunarsveitin/Slysavarnardeildin Gró, 19. september 1985 til 2 júní 1996.
Afhent af: Kjartan Benediktsson, Dynskógum 11, Egilsstöðum

Tekin til geymslu gömul húslestrabók.
Afhent af: Ólöf og Jóhann Gísli á Breiðavaði Eiðaþinghá

Afhent mikið af bréfum, skjölum og handritum úr bókasafni Páls Gíslasonar Aðalbóli. Bréfin eru flest tengd Jökuldal, frá Merki, Eiríksstöðum, Grunnavatni og víðar. Auk þess uppskrifaðir þættir af Páli Gíslasyni eftir gömlum Jökuldælingum, þar á meðal Svartskinna, lítil stílabók með þáttum af Jökuldal, heimildarmaður oftast Sigvarður Pétursson á Brú.
Afhent af: Páll Pálsson frá Aðalbóli

Skrautritaðir stafir gerðir af Einar Long á Hallormsstað. Friðmar Gunnarsson Tungu í Fáskrúðsfirði afhenti þetta fyrir systur sína Ragnhildi Gunnarsdóttur Dvergabakka 14 Reykjavík
Afhent af: Ragnhildur Gunnarsdóttir/Friðmar Gunnarsson

Sagan af Þúfukerlingunni, skráð eftir frásögn Svövu Jónsdóttur.
Frá Skátafélaginu Ásbúar 69 litskyggnur frá skátamóti á Úlfljótsvatni 1977
Afhent af: Ríkharður Hjartar Magnússon, Dynskógum 13, Egilsstöðum

Virðingabók Brunabótafélags Íslands fyrir Hjaltastaðaþinghá 1933-1945.
Virðingabók Brunabótafélags Íslands fyrir Hjaltastaðaþinghá 1946-1975.
Virðingabók Brunabótafélags Íslands fyrir Hjaltastaðaþinghá 1978 -1985.
Virðingabók Brunabótafélags Íslands fyrir Hjaltastaðaþinghá 1986-1986
Virðingabók Brunabótafélags Íslands fyrir Hjaltastaðaþinghá 1986-1994
Afhent af: Sigurður Karlsson, Laufási Hjaltastaðaþinghá

9 vísit kort úr eigu Laufey Jónsdóttir Odda, nokkur þeirra þekkt.
Afhent af: Sólveig Björnsdóttir, Laufási Hjaltastaðaþinghá.

Gjörðabók deildar Mjólkursamlags Kaupfélags Héraðsbúa í Hjaltastaðaþinghá.
Haandgerningsbog N.C Roms gefin út í Kaupmannah. 1900.
Afhent af: Stefán Guðmundsson frá Dratthalastöðum, Stekkjartröð 11, Egilsstöðum

Snjóbíll- gjörðabók frá 1952. 6 gormabækur og 3 möppur með gögnum til gerðar á ábúendatali fyrir Hjaltastaðaþingjhá frá 1707-1990. Gögn frá Páli Sigbjörnssyni.
Afhent af. Sævar Sigbjarnarson, Rauðholti, Hjaltastaðaþinghá

 


Afhent mikið magn af blöðum og tímaritum, sett í geymslu á Eiðum.
Ýmis gögn tekin til skráningar. Úr eigu Einars Stefánssonar fyrrv. byggingarfulltrúa Egilsstöðum
Afhent af: Unnar Vilhjálmsson Varmahlíð Skagafirði

Myndir frá skóladvöl Helgu Jónsdóttur á Hallormsstað veturna 1935-1936
Afhent af: Valdís Ármann, Hátúni 17, Eskifirði.


Tímarit frá Lestrarfélagi Mjófirðinga 14 kassar af tímaritum. Í bandi : ( óbundið skráð innan sviga.)
Almanak Þjóðvinafélagsins 1926-66. ( stök h. ób.) Andvari 35-37 árg., 46-87 árg. (nokkur h. ób.) Árbók F.Í. 1937-1947 og 1949-1966. Árbók landbúnaðarins 1951-1962. Árbók SVFÍ, ( 1937, 1948, 1967- 1948 ób. ) Dagskrá 1957-1958, 1-2 árg. Dvöl 1934-1948. 1-15. árg. ( dtök h. ób.) Eimreiðin 17-18 árg. 1916-1966. ( 1967-1975 ób.) Gangleri 11-40 árg. (1967-1991. ób.) Heilbrigt líf 1. 10. árg. 12.-14. árg. Hlín 1939-1960, vantar 2. árg. ( stök h. ób.) Iðunn 1922-1937, 7.-20. árg. Íslensk tunga 1.- 5. árg. Jörð 1-4 árg. 1931-1934. Jörð 1.-9. árg. 1940-1948. Prestafélagsritið, Kirkjuritið 1935-1962, 1.-28. árg. (1963-1970 ób. vantar í.) Lögrétta 1932-1936, 1.-5. árg. Menntamál 10.-37. árg. ( nokkur h. ób. ) Morgun 1. árg. 10.-47. árg. Náttúrfræðingurinn 9.-36. árg. (nokkrir árg. óbundnir.) Nordens kalender 1938-1939. Nýjar kvöldvökur 15.-24. árg. Óðinn 4.-8. árg. 18.-20. árg. Perlur 1.-2. árg. Rökkur 2.-4. 13. -24. árg. Samtíðin 1.-30. árg. (nokkra árg. vantar í. ) Samvinnan 29.-35. árg. Skírnir 79.-96. árg. (-1 árg.) 113.-138. árg. ( 1965-1997 ób.) Stígandi 1943-1949, 1.-6. árg. Tímarit Máls og menningar 1940-1965. Tímarit þjóðræknifélagsins 1.-4. árg. Útvarpstíðindi 1.-3. árg. Vaka 1938-1939, 1.-2. árg. Eyjaskinna 1982-1988, 1-4. h. ób.
Afhent af: Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. Menntamálaráðherra, Útgarði 6, Egilsstöðum

Hreppsgögn frá Eiðahreppi. Viðskiptamannabók, höfuðbók, minnisbækur ofl. gögn. Fundagerðabók sóknarnefndar Eiðasóknar 1919-1987. Launauppgjör starfsmanna Barnaskólans á Eiðum 1987, sáttabók Eiðahrepps 1937-1969. Ýmis önnur gögn viðvíkjandi Eiðahrepp í kassa.
Afhent af: Þórarinn Magni Ragnarsson, Brennistöðum Eiðaþinghá

Bréf frá Þórarni Stefánssyni á Þorgerðarstöðum til Ingunnar Stefánsdóttur dags. 26.11 1928. (ljósrit.)
Afhent af: Þórhallur Björgvinsson, Útgarði 6 Egilsstöðum
 

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022