Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 26.10. 2006

Fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga 26. október 2006 – haldinn í húsnæði safnsins á Egilsstöðum.

Formaður, Björn Aðalsteinsson, setti fundinn og stjórnaði honum. Bauð hann forstöðumann, Hrafnkel A. Jónsson, velkominn en hann mætti á fundinn þrátt fyrir erfið veikindi.

1. mál – Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007
Forstöðumaður hafði unnið drög að áætluninni áður en hann veiktist. Formaður og ritari luku við tillöguna eins og hún var lögð fyrir stjórnarfundinn. Almennir rekstrarliðir hækka um 14% en áætlunin byggir á ársreikningi 2005. Framlög sveitarfélaganna eru samkvæmt áætluninni kr. 16.470.000, en eru samkvæmt áætlun 2006 kr. 12.170.000. Helsta hækkunin er vegna áforma um að ráða viðbótarstarfsmann í 75% starf. Eftir miklar umræður var tillagan samþykkt samhljóða.

2. mál – Endurskoðun stofnsamnings Héraðsskjalasafns
Formaður og ritari fóru yfir samninginn og lögðu til nokkrar orðalagsbreytingar. Stjórn samþykkti þær og verða þær sendar til aðildarsveitarfélaga.

3. mál – Aðalfundur fulltrúaráðs Héraðsskjalasafnsins
Ákveðið var að halda aðalfundinn á Hótel Héraði 28. eða 30. nóvember. Formanni og ritara var falið að ákveða fundartíma nánar og sjá um undirbúning fundarins.

4. Önnur mál
a. Formaður lagði til að stjórn gæfi starfsmönnum safnsins umboð til að fara með prókúru fyrir safnið í veikindaleyfi forstöðumanns.
b. Arndís Þorvaldsdóttir kom á fundinn og sagði frá heimsókn starfsmanns Þróunarstofu Austurlands, Hafliða Hafliðasonar, á safnið. Hann lýsti áhuga sínum á því að myndum Ljósmyndasafns Austurlands yrði komið á vefinn.

Stjórnarmenn skrifuðu undir umboð vegna prókúru og síðan var fundi slitið.

Magnús Stefánsson
Hrafnkell. A. Jónsson
Þórhallur Borgarson
Ólafur Eggertsson
Björn Aðalsteinsson.

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022