Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 25.7. 2007

Stjórnarfundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga 25. júlí 2007.

Stjórnarformaður setti fund,-mættir sjá undirskrift.

1. Björn Aðalsteinsson minntist Hrafnkels A. Jónssonar forstöðumanns sem lést þann 29. maí sl. Rakti Björn náms- og starfsferil Hrafnkels og fór viðurkenningarorðum um störf hans fyrir safnið.
Stjórnarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hinn gegna forstöðumann Héraðsskjalasafnsins.

2. Safnið skal greiða laun + orlof til ekkju H.A.J. til 23. nóvember nk.
Stjórnin ræddi í ljósi þess hvort og þá hvernig skal auglýsa eftir forstöðumanni og frá hvaða tíma ráðið yrði.
 Ákveðið var:
Auglýsing verði birt seinni hluta ágúst og umsóknarfrestur til 15. september. Starfið auglýst laust frá og með 1.1. 2008. Umsóknir berist til formanns, en samþykkt að leita eftir þörfum til endurskoðunar fyrirtækisins um orðalag og úrvinnslu auglýsingar.

3. Næsti fundur fyrirhugaður í september. Formanni og varaformanni falið að leggja þá fram drög að fjárhagsáætlun f. 2008.
Nefnd samkvæmt lið 2 í síðustu fundargerð hefur ekki tekið til starfa þar sem Fljótsdalshérað hefur ekki skipað sinn fulltrúa og jafnvel fleiri. Óformlegar viðræður hafa farið fram að þessu tilefni, byggingaáform hér á Egilsstöðum o.fl. þessu tengt.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Sævar Sigbjarnarson
Magnús Stefánsson
Björn Aðalsteinsson
Ólafur Eggertsson
Ólafur H. Sigurðsson

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022