Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 11.2. 2008

Stjórnarfundur 11. febrúar 2008, kl. 17.30

Fundur fullskipaðrar stjórnar auk forstöðumanns, Hrafnkels Lárussonar.
Formaður setti fundinn og greindi frá dagskrá. Þá bauð hann Hrafnkel sérstaklega velkominn til hans fyrsta stjórnarfundar safnsins.
Mættir voru: Björn Aðalsteinsson, Magnús Stefánsson, Sævar Sigbjarnarson, Ólafur Eggertsson, Ólafur Valgeirsson, Ólafur Hr. Sigurðsson og Hrafnkell Lárusson.


Dagskrá:
1) Fjármál.
2) Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands.
3) Greint frá fundi héraðsskjalavarða og starfsmanna Þjóðskjalasafns 22. og 23. nóv. sl.
4) Starfið á safninu frá áramótum.
5) Kynningarmál.
6) Önnur mál.

1. Fjármál. Kynnt drög að ársreikningum 2007.
2. Hrafnkell kynnti málið. Stjórnarmenn höfðu fengið minnisblað varðandi það. Um er að ræða innslátt á manntali frá 1901, tvö ársverk sem Þjóðskjalasafnið greiðir en unnin verða hér. Farið var í gegnum drög að samningi er tekur til verkefnisins og hver og ein grein hans rædd. Forstöðumanni falið að fullgilda samninginn og auglýsa eftir og ráða starfsfólk.
3. Hrafnkell sótti fundinn og lýsti hann sérstakri ánægju með hann.
4.–5. Meðal annars var rætt um heimasíðugerð og hugsanlegt samstarf við minjasafnið í því efni. Fram kom að kynningarbæklingur um safnið er orðinn gamall og þarf e.t.v. endurnýjunar við, þegar og ef hægt er. Forstöðumaður lýsti vilja sínum til að kynna starfsemi safnsins og alveg sérstaklega fyrir forystumönnum sveitarfélaganna.
6. Stjórnarmönnum barst bréf frá Helga Hallgrímssyni um verk Sigfúsar Sigfússonar. Það verður á dagskrá síðar.
 Sagt frá nefndarskipan um framþróun þessarar byggingar sem hýsir söfnin.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19.30. Fundargerð lesin.

Ólafur Eggertsson
Magnús Stefánsson
Björn Aðalsteinsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Ólafur Valgeirsson
Hrafnkell Lárusson
Sævar Sigbjarnarson

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga