Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 28.10. 2008

Stjórnarfundur 28. október 2008

Mættir voru: Björn Aðalsteinsson, Magnús Stefánsson, Sævar Sigbjarnarson, Ólafur H. Sigurðsson, Ólafur Valgeirsson, Sigmar Ingason og Hrafnkell Lárusson forstöðumaður.
Ólafur Eggertsson boðaði forföll.

Fundur hófst kl. 15:00

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.


1. Drög að fjárhagsáætlun 2009
Formaður kynnti drög að fjárhagsáætlun og gerði grein fyrir forsendum þeirra. Fram kom að aðstæður í samfélaginu væru með þeim hætti að erfitt væri að áætla hækkanir.
Fyrirliggjandi var bréf frá forstöðumanni um endurskoðun launa hans. Stjórn samþykkir að hækka fasta yfirvinnu forstöðumanns úr 20 stundum á mánuði í 25 stundir. Forstöðumaður fær einnig 150 km í innan héraðs akstri greiddan mánaðarlega. Annar akstur verði greiddur sérstaklega.
Rætt var um málefni bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Vegna aðstæðna í samfélaginu telur stjórn héraðsskjalasafnsins sér ekki unnt að auka bókakaup í samræmi við samninginn um safnið og leggur til að framlag til þess á árinu 2009 verði 1.000.000,- króna.
Niðurstaða umræðna um fjárhagsáætlun ársins 2009 varð sú að heildarframlag sveitarfélaganna til safnsins verði óbreytt á árinu 2009 frá árinu 2008. Formanni stjórnar og forstöðumanni er falið að ganga frá þeim breytingum sem stjórn ákvað að gera á drögunum.

2. Átta mánaða uppgjör fyrir árið 2008
Formaður kynnti afkomu safnsins á fyrstu átta mánuðum ársins. Lagt fram til kynningar.

3. Málefni safnahússins
Formaður greindi frá vinnu nefndar, sem hann á sæti í, um stækkun safnahússins. Lögð var fram greining á þörfum safnanna í húsinu.

4. Bókasafn Halldórs og Önnu Guðnýjar
Forstöðumaður greindi frá fundi í stjórn bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar 28. júlí sl. Fyrirliggjandi var fundargerð þess fundar. Nokkrar umræður urðu um tengsl safnanna. Stjórn lýsir áhuga sínum á að vinnureglur um útreikning á kvaðafé bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar verði teknar til endurskoðunar. Stjórn héraðsskjalasafnsins stefnir að því að funda með stjórn bókasafnsins. Nokkrar umræður urðu um innkaupastefnu bókasafnsins.

5. Önnur mál
Formaður ræddi um tímasetningu aðalfundar safnsins. Ákveðið að stefna að aðalfundi í lok nóvember á Breiðdalsvík.

Forstöðumaður greindi frá kynningarfundi á starfsemi safnsins fyrir starfsfólk sveitarfélaga, sem haldinn var 25. september sl. Var fundurinn vel sóttur og umræður góðar.

Forstöðumaður greindi frá tímabundinni ráðningu starfsmanns í 30% starf vegna veikinda starfsmanns safnsins.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 17:40

Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.


Sævar Sigbjarnarson [sign]   Magnús Stefánsson [sign]
Ólafur Valgeirsson [sign]   Ólafur H. Sigurðsson [sign]
Sigmar Ingason [sign]    Hrafnkell Lárusson [sign]
Björn Aðalsteinsson [sign]

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga