Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Aðalfundur 26.11. 2009

Aðalfundur 26. nóvember 2009, kl. 15:45

Fundurinn er að þessu sinni haldinn að Végarði Fljótsdal í boði fulltrúa þar og sveitarfélagsins.

Björn Aðalsteinsson formaður stjórnar bauð alla velkomna og þakkaði boð hingað sem og hádegisverð. Gat hann þess að með þessum fundi er lokað hringferð aðalfunda um öll sveitarfélög sem aðild eiga að byggðasamlaginu.
Tillaga um fundarstjóra Sigmar Ingason og ritara Ólaf Eggertsson.

Lögmæti fundarins: Allir fulltrúar utan fulltrúi Breiðdalshrepps mættir en með atkvæði Breiðdalshrepps fór Björn Aðalsteinsson samkvæmt umboði, þ.e. 100% mæting atkvæða.

1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2008
Formaður greindi frá helstu atriðum og nefndi m.a. að þetta fyrsta starfsár Hrafnkels Lárussonar gekk reksturinn vel og ber að þakka honum hans hlut í því. Fjárhagur er vel viðunandi og skuldir ekki aðrar en lífeyrisskuldbindingar. Aukin umsvif samfara skráningarvinnu fyrir Þjóðskjalasafnið.

Skýrsla forstöðumanns.
Árið 2008, fyrsta starfsár hjá Héraðsskjalasafninu var Hrafnkel Lárussyni reynsluskóli og vettvangur nýrra og oft krefjandi verka. Leitaði hann m.a. í reynslu annarra viðlíkandi stofnana. Samstarf var mikið við Þjóðskjalasafn, mest vegna skráningarverkefnisins. Ný vefsíða opnuð 1. maí. Fastráðnir í 2,75 stöðugildi en 7 á launaskrá.

2. Úr ársreikningi 2008
Safnið rekið með 14.933 kr. tapi sem er mjög í samræmi við fjárhagsáætlun. Almennt stóðst hún vel, en frávik til hins betra sem skýrist af manntalsskráningarverkefninu. Skuldabréf hjá KB-banka var greitt upp.
Handbært fé í árslok 3 milljónir og hafði handbært fé þá hækkað um 300 þús á árinu. Langtímaskuld 0 kr.
Reikningarnir samþykktir samhljóða.

3. Fjárhagsáætlun
Forsendur: 5% lækkun á framlögum sveitarfélaganna. Manntalsskráningarverkefninu lýkur líklega í lok þessa árs. Gjaldaliðir flestir óhreyfðir frá 2009. Að öðru leyti vísast til bókunar frá stjórnarfundi 14. október.
Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

4. Kjör stjórnar og varamanna
Tillaga kom fram um óbreytta skipan stjórnar og varamanna. Önnur tillaga kom ekki fram og skoðast því núverandi stjórn sjálfkjörin.

5. Fulltrúar í stjórn bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar
Báðir fulltrúar okkar í stjórninni báðust undan endurkjöri og var því nýtt fólk kosið.
Án mótatkvæða voru kjörin: Sigrún Blöndal og Ólafur Hr. Sigurðsson. Varamaður: Laufey Eiríksdóttir.

6. Skoðunarmenn
Endurkjörnir: Sigurjón Jónasson og Ómar Bogason.

7. Önnur mál
a) Lögð fram drög að reglum fyrir bókasafn Halldórs og Önnu Guðnýjar eins og þau voru samþykkt á stjórnarfundi í dag.
Samþykkt samhljóða.
b) Samskipti við formann bóksafnsstjórnar, kjörna stjórnarmenn og sending gagna. Að því loknu er létt trúnaði af lögfræðiálitinu.
c) Sævar þakkaði gott samstarf og að því loknu tók Magnús Stefánsson til máls. Hann bauð formlega til fulltrúaráðsfundar á Fáskrúðsfirði að ári.
Gerður var góður rómur að orðum hans.

Dagskrá þar með tæmd.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið.

Ólafur Eggertsson [sign]
Sigmar Ingason [sign]
Björn Aðalsteinsson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]
Ólafur Sigurðsson [sign]
Sævar Sigbjarnarson [sign]
Magnús Stefánsson [sign]

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga