Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 6.1. 2011

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 6. janúar 2011

Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 13:00.
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.

Mætt voru: Ólafur Sigurðsson, Páll Baldursson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson, Ólafur Valgeirsson, Sigmar Ingason og Hrafnkell Lárusson.
Ólafur Eggertsson boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Breytingar á vinnulagi á stjórnarfundum
Rætt var um boðun funda, ritun fundargerða og kostnað við stjórnarfundi. Hrafnkell lagði fram upplýsingar um kostnað við stjórnarfundi áranna 2009 og 2010. Er þar um að ræða mikla hækkun á kostnaði milli ára.
Stjórn samþykkir að forstöðumaður sjái framvegis um ritun fundargerða í tölvu undir umsjón ritara. Útprentuð fundargerð verði svo fest inn í bók og undirrituð.
Stjórn ákveður að boða ekki varamenn á stjórnarfundi nema forföll séu eða þeir óski sérstaklega eftir að sitja fund. Varamenn fái eftir sem áður sendar fundargerðir. Stjórn samþykkir einnig að fundarboð stjórnarfunda verði hér eftir senda rafrænt en ekki í bréfpósti.

2. Fjárhagsstaða safnsins við árslok 2010
Hrafnkell fór yfir stöðuna. Góðar horfur eru á að rekstrartap safnsins verði heldur minna en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

3. Frumvarp til nýrra laga um Þjóðskjalasafn Íslands
Fyrir fundinum lágu athugasemdir Félags héraðsskjalavarða við frumvarpsdrögin sem og athugasemdir forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga, en hvort tveggja var sent Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í desember sl.
Stjórn ræddi málið og samþykkti að því loknu eftirfarandi ályktun:

Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga lýsir stuðningi við framkomnar athugasemdir Félags héraðsskjalavarða (frá 21. desember sl.) og forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga (frá 31. desember sl.) við frumvarp að nýjum lögum um Þjóðskjalasafn Íslands. Stjórnin lýsir áhyggjum af fyrirliggjandi frumvarpsdrögum vegna neikvæðra áhrifa þeirra á stöðu héraðsskjalasafna.

4. Verkefnastaða safnsins
Hrafnkell greindi frá því að verkefni við skráningu manntala lyki í yfirstandandi mánuði. Þegar því lýkur mun taka við annað verkefni við skönnun, frágang og skráningu ljósmynda. Um er að ræða verkefni sem hlaut styrk á fjárlögum ársins 2011. Auk Héraðsskjalasafnsins standa að því Héraðsskjalasöfn Árnesinga og Skagfirðinga. Gert er ráð fyrir tveimur stöðugildum á ársgrundvelli hjá hverju safni. Stjórnarmenn fögnuðu því að þessi niðurstaða hafi fengist.

5. Málefni Bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar
Fyrir fundinum lágu drög að bréfi til núlifandi barna og barnabarna Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur vegna bókasafnsins sem kennt er við hjónin. Stjórnin ræddi bréfið ítarlega sem og tildrög þess.
Ákveðið að formaður og ritari vinni bréfið frekar að loknum fundi og sendi stjórnarmönnum til samþykktar. Að því loknu verði formanni falið að undirrita bréfið fyrir hönd stjórnar.
Stjórn samþykkir að senda bréfið með áorðnum breytingum.

Sigmar Ingason lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er mín skoðun að þessi stofnun eigi að standa við gerða samninga og gera mótaðila viðvart ef óskað er eftir breytingum á þeim.
Ég tel að strax eftir aðalfund fulltrúaráðsins 25. nóvember 2010 hefði átt að tilkynna fulltrúa erfingja Halldórs og Önnu um þá ákvörðun sem þar var tekin varðandi bókasafnið en það hefur enn ekki verið gert.
Ég átel harðlega vinnubrögð formanns og forstöðumanns í þessu máli.
Einnig óttast ég að þessi framganga stjórnarinnar gæti kallað á neikvæða opinbera umræðu um safnið.  Þá er ótalið að ekki er ólíklegt að af þessu leiði kostnaðarsaman málarekstur.

6. Önnur mál
Ólafur Sigurðsson minnti á hvatningu síðasta aðalfundar fulltrúaráðs Héraðsskjalasafnsins þess efnis að nauðsynlegt sé að samþykktir safnsins verði endurskoðaðar. Stjórn felur formanni og forstöðumanni að vinna tillögur að breytingum á samþykktum héraðsskjalasafnsins.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14:30.

Ólafur Sigurðsson [sign]
Páll Baldursson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022