Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 9.5. 2012

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 9. maí 2012

Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 13:00.
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.

Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Dagskrá:

1. Ársreikningur Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2011
HL fór yfir ársreikninginn og endurskoðunarskýrslu KPMG.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2011 eru eftirfarandi:
Á rekstrarreikningi er tap kr. 5.264.828,-
Heildareignir eru rúmar 33,4 milljónir króna.
Eigið fé er rúmar 21,9 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 65,5%.
Veltufé til rekstrar samlagsins nam 4,2 milljónum króna á árinu 2011.

Fundarmenn ræddu ársreikninginn og skýrslu endurskoðenda. Hallarekstur ársins er tilkomin annars vegar vegna lægri tekna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og hins vegar vegna ýmissra kostnaðarhækkana, einkum launahækkana.

Ársreikningurinn samþykktur einróma.

2. Önnur mál
Formanni stjórnar og forstöðumanni hefur borist bréf frá settum þjóðskjalaverði. Efni bréfsins kynnt fyrir stjórn og stjórnarmönnum verður sent afrit þess.
 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:35.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022