Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 12.9. 2012

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 12. september 2012

Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 13:00.
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.

Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Dagskrá:

1. Drög að fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2013
Fyrir fundinum lágu drög að fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið 2013, ásamt launaáætlun og áætlaðri skiptingu framlaga sveitarfélaganna til safnsins.
HL fór yfir drögin og skýrði ýmsar forsendur þeirra. 

Fundarmenn ræddu fjárhagsáætlunardrögin. Fundarmönnum kom saman um að ekki sé hægt að ganga lengra í sparnaði í rekstri safnsins án þess að það komi verulega niður á starfsemi þess.

Stjórn samþykkir að fela forstöðumanni að senda fjárhagsáætlunardrögin til aðildarsveitarfélaga safnsins, til upplýsingar og sem tillögu að framlögum næsta árs.

2. Tímasetning aðalfundar safnsins
Á aðalfundi Héraðsskjalasafnsins árið 2011 var samþykkt að næsti aðalfundur yrði haldinn á Vopnafirði. Fundarmenn ræddu tímsetningu aðalfundar og var einhugur um að halda hann fyrr en verið hefur undanfarin ár.

Stjórn samþykkir að stefna að því að aðalfundur verði haldinn á Vopnafirði 2. nóvember nk. Formanni og forstöðumanni falið að undirbúa aðalfundinn.

3. Önnur mál
Engin önnur mál.
 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 13:45.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022