Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 30.1. 2013

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 30. janúar 2013
Fundurinn var haldinn í húsnæði Austurbrúar (áður Þekkingarnets Austurlands) að Tjarnarbraut 39e á Egilsstöðum. Fundurinn hófst kl. 18:15.
Fundargerð ritaði Hrafnkell Lárusson.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Pétur Sörensson og Hrafnkell Lárusson.

Formaður stjórnar, Ólafur Valgeirsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Dagskrá:

1. Starfsviðtöl við umsækjendur um starf forstöðumanns
Fyrir fundinn tók stjórn starfsviðtöl við þrjá umsækjendur sem út frá umsókn og ferilskrá þóttu helst koma til greina í starf forstöðumanns miðað við orðalag auglýsingar. Þeir umsækjendur sem kallaðir voru í viðtal eru eftirfarandi (í stafrófsröð):

Berghildur Fanney Hauksdóttir
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir
Magnea Bára Stefánsdóttir

Stjórn ræddi viðtölin.
Niðurstaða stjórnar verður staðfest á næsta stjórnarfundi.

2. Bréf frá Fljótsdalshéraði, dags. 11. janúar 2013
Um miðjan janúar barst formanni stjórnar Héraðsskjalasafnsins bréf (dags. 11. janúar sl.) frá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Efni bréfsins er afrit bókunar bæjarráðs Fljótsdalshéraðs frá fundi þess þann 9. janúar sl. Í bókuninni óskar bæjarráð eftir því að stjórn Héraðsskjalasafnsins kanni kosti þess að Héraðsskjalasafnið og Minjasafn Austurlands sameinist um einn forstöðumann. Jafnframt er ítrekað boð sveitarfélagsins að fulltrúi þess fundi með stjórn Héraðsskjalasafnsins vegna þessa.

Formanni falið að svara bréfi Fljótsdalshéraðs og leggja til fund í næstu viku.

3. Önnur mál
Pétur Sörensson lagði til að gerð yrði notendastýrð netgátt á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins þar sem stjórnarmenn þess gætu nálgast upplýsingar er varða safnið og starf stjórnar þess.

Fundurinn tók vel í þessa hugmynd. 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:40.

Ólafur B. Valgeirsson [sign]
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Pétur Sörensson [sign]
Hrafnkell Lárusson [sign]

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022