Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 8.7.2015

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 8. júlí 2015
Fundurinn var símafundur og hófst hann kl. 16:30.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Hafþór Guðmundsson og Bára Stefánsdóttir. Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.    Ársreikningur 2014
Forstöðumaður (BS) kynnti nýja útgáfu af ársreikningi (dags. 5.6.). Rekstrartap ársins 2014 var 7,8 millj., þar af eru 5,8 millj. vegna reiknaðrar húsaleigu í Safnahúsi. Tap af hefðbundnum rekstri var því 2 millj.
Stjórnin samþykkir ársreikninginn með fyrirvara um hugsanlegar athugasemdir kjörinna skoðunarmanna.
 
2.    Fjárhagsáætlun 2016
Gert er ráð fyrir 23,8 millj í rekstrartekjur, þar af verði rekstrarframlög sveitarfélaga 20 millj.
Áætluð rekstrargjöld eru 29,6 millj. Rekstrartap ársins verði 5,8 millj. eða sama upphæð og reiknuð húsaleiga í Safnahúsi.
Áætlunin var samþykkt, verður send til aðildarsveitarfélaga og lögð fyrir aðalfund í nóvember.

3.    Önnur mál
Fundargerð frá 28. maí staðfest.
Engin önnur mál komu fram.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 17:15.


Ólafur B. Valgeirsson [sign]        
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign]
Björn Hafþór Guðmundsson [sign]
Bára Stefánsdóttir [sign]

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022