Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Stjórnarfundur 25.11.2015

Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 25. nóvember 2015
Fundurinn var haldinn á Hótel Bláfelli Breiðdalsvík miðvikudaginn 25. nóvember og hófst hann kl. 13 með léttum hádegisverði. Fundurinn átti að fara fram 24. nóv. en var festað vegna veðurs.

Mætt voru: Ólafur Valgeirsson, Ragnhildur Indriðadóttir og Bára Stefánsdóttir.
Ólafur stjórnaði fundi og Bára ritaði fundargerð.
Björn Hafþór Guðmundsson var fjarverandi og varamaður hans komst ekki á fundinn.

Dagskrá

1.    Undirbúningur aðalfundar 2015
Dagskrá aðalfundar rædd.

2.    Skuldbinding Fljótsdalshéraðs vegna Laufskóga 1
Borist hefur erindi frá Fljótsdalshéraði vegna Laufskóga 1. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir breyttum framkvæmdatíma til að uppfylla samning sem gerður var samhliða sölu á Safnahúsinu um að Fljótsdalshérað verji 30 millj. til viðhalds og endurbóta á húsinu á árunum 2014 og 2015.
Samþykkt að þiggja boð bæjarstjóra um að koma til fundar við stjórnina með frekari upplýsingar um málið. Óskað er eftir sundurliðun á framkvæmdum í Safnahúsi á árunum 2014 og 2015 og nánari skýringum á hugmyndum um að byggja burst í stað þaks yfir munageymslu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:40.

Ólafur B. Valgeirsson [sign.]    
Ragnhildur Rós Indriðadóttir [sign.]
Bára Stefánsdóttir [sign.]

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022