Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Opnunarsýning 2008

Birt 2008.

Mynd nr. 1

Mynd nr. 1

Aðalbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Húsey og stjúpdóttir hennar Ingibjörg Halldórsdóttir, síðar húsfreyja á Galtastöðum. Ingibjörg klæðist skautbúningi sem hún saumaði. Kirtillinn er varðveittur í Minjasafni Austurlands. Myndin mun vera tekin árið 1915. Gefandi myndar: Þórey Sigmundsdóttir.
Mynd nr. 2

Mynd nr. 2

Heimilisfólk á Bragðavöllum í Hamarsfirði. Frá vinstri: Jón Sigfússon, bóndi, Helga Árnadóttir, ráðskona og bræðurnir Guðjón og Sigfús Jónssynir. Upplýsingar vantar um gefanda og tökuár myndar.
Mynd nr. 3

Mynd nr. 3

Fjallagarpurinn Brynhildur Stefánsdóttir, ljósmóðir frá Merki á Jökuldal, við matseld í Grágæsadal. Myndin er eftirtaka eftir mynd, í eigu Jóhanns Stefánssonar, sem tekin er í kringum 1970.
Mynd nr. 4

Mynd nr. 4

Þuríður Gunnarsdóttir og Páll Sveinsson, ábúendur í Breiðuvík (síðar í Geitavík) með þremur elstu börnum sínum: Daníel, Þorbjörgu og Sigrúnu. Gefandi myndar er Sigurður Ó. Pálsson yngri sonur hjónanna, en hann var ekki fæddur þegar myndin var tekin seint á þriðja áratug síðustu aldar.
Mynd nr. 5

Mynd nr. 5

Gestir Gríms Laxdal, verslunarstjóra á Vopnafirði, að koma frá krokketleik. Myndin er tekin árið 1897 eða 1898. Frá vinstri: Grímur Laxdal, Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Methúsalemsson, Kjartan Jónsson, Friðrikka Valdimarsdóttir, Jón Jónsson læknir, Margrét K. Jónsdóttir.Í glugga til hægri: Guðrún Laxdal, móðir Gríms, og Sveinbjörg eiginkona hans. Fólkið í glugganum til vinstri er óþekkt. Myndin kom til ljósmyndasafnsins frá Safnastofnun Austurlands.
Mynd nr. 7

Mynd nr. 7

Gamli hafnargarðurinn á Borgarfirði eystri. Myndin tilheyrir ljósmyndasafni Vikublaðsins Austra og var tekin af Birni Aðalsteinssyni í kringum 1980.
Mynd nr. 8

Mynd nr. 8

Frá afhendingu bókasafns Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Halldórs Ásgrímssonar til Héraðsskjalasafns Austfirðinga vorið 1976. Á myndinni eru synir þeirra hjóna. Frá vinstri: Árni, Ingi, Guðmundur, Ásgrímur og Halldór.
Mynd nr. 9

Mynd nr. 9

Hallfríður Björnsdóttir frá Engilæk og tengdasonur hennar, Jón Ágúst Ármannsson bóndi á Hrærekslæk. Þess má til gamans geta að Hallfríður (f. 1881 – d. 1969) var fjórum árum yngri en Jón Ágúst (f. 1877 – d. 1951). Í baksýn er Hrærekslækjarbærinn en myndin mun vera tekin árið 1947 eða 1948 af Birni Jónssyni. Ágústa Jónsdóttir gaf eftirtöku til safnsins.
Mynd nr. 10

Mynd nr. 10

“Húrra krakki„ leiksýning sett upp af Eiðanemum veturinn 1936. Leikendur (frá vinstri): Kristján frá Djúpalæk, Margrét Eiríksdóttir, Ólína Jónsdóttir, Guðlaug Gísladóttir, Jóhann Jónsson og Þórarinn Þórarinsson, kennari, sem bæði mun hafa leikstýrt og farið með hlutverk í verkinu. Ljósmynd: Sveinn Guðnason. Myndin kom til safnsins í ljósmyndasafni frá Eiðum.
Mynd nr. 13

Mynd nr. 13

Jónas Pétursson, síðar alþingismaður, og Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur frá Eiðum, ásamt vænum verðlauna bekrum. Myndin er úr myndasafni Jónasar og var tekin á tilraunabúinu á Skriðuklaustri sem Jónas veitti forstöðu um árabil. Myndin var tekin um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Gefendur: börn Jónasar.
Mynd nr. 14

Mynd nr. 14

Mynd án upplýsinga, komin frá Sigurði Sigurðssyni kennara á Seyðisfirði sem er fjórði maður í fremstu röð, talið frá vinstri. Líkur eru á að hér séu á ferðinni nemendur Möðruvallaskóla, en um það verður þó ekki fullyrt. Þriðji maður frá vinstri í næst efstu röð virðist ekki vera af þessum heimi og minnir útlitið óneitanlega á þær lýsingar sem þjóðtrúin gefur okkur af svokölluðum mórum.
Mynd nr. 15

Mynd nr. 15

Bílafloti Kaupfélags Héraðsbúa í lok sjötta áratugar 20. aldar. Myndina tók Kristján Ólason, klæðskeri á Reyðarfirði, í tilefni af ritun bókar um sögu félagsins sem gefin var út í tilefni af 50 ára afmæli þess. Myndin er eftirtaka af mynd í eigu Magnúsar Kristjánssonar.
Mynd nr. 16

Mynd nr. 16

Þorsteinn Valdimarsson, skáld, við orgelið í Möðrudalskirkju. Við hlið hans stendur Jón A. Stefánsson bóndi. Auk þess að vera ljóðskáld samdi Þorsteinn lög. Myndina tók Gunnar Guttormsson. Gefandi: Sigurður Blöndal.
Mynd nr. 17

Mynd nr. 17

Systurnar Guðríður Guðmundsdóttir (til vinstri) (f. 1903- d. 1982) og Magnea Ingibjörg Guðmundsdóttir (f. 1900- d. 1988). Þær ólu mestan sinn aldur í Norðfirði en báðar voru þær fæddar á Fljótsdalshéraði. Myndin er líklega tekin snemma á áttunda áratug 20. aldar. Gefandi: Bjarghildur Sigurðardóttir.
Mynd nr. 21

Mynd nr. 21

Tveir drengir á bryggju í Neskaupstað. Myndina tók Tómas Zoëga, líklega á fjórða áratug síðustu aldar. Sonarsonur Tómasar, Jóhann Zoëga, færði safninu eftirtökur af myndum hans til varðveislu.
Mynd nr. 23

Mynd nr. 23

Vigfús Helgason, hákarlaverkandi á Borgarfirði eystri, nýkominn úr fengsælli veiðiferð. Myndina er úr myndasafni Vikublaðsins Austra. Hana tók Marinó Marinósson um miðjan níunda áratug 20. aldar.
Mynd nr. 24

Mynd nr. 24

Þórunn Pálsdóttir, fyrri kona Páls Ólafssonar skálds og alþingismanns. Myndin er eftirtaka, gerð á Ljósmyndastofu Eyjólfs Jónssonar á Seyðisfirði. Þórunn andaðist árið 1880 og telur Inga Lára Baldvinsdóttir, ljósmyndasérfræðingur í Þjóðminjasafninu, að danskur ljósmyndari að nafni Johan Holm Hansen hafi tekið myndina annað hvort árið 1866 eða 1867. Er hún því með elstu myndum í eigu safnsins.
Mynd nr. 25

Mynd nr. 25

Þrír ungir drengir á Seyðisfirði um miðja 20. öld . Frá vinstri: Jóhann Sveinbjörnsson, Sveinn Sigmarsson og Ingvi Svavarsson. Ljósmyndina tók Vilbergur Sveinbjörnsson og lánaði hana safninu til eftirtöku. Sólveig Sigurðardóttir veitti upplýsingar um nöfn drengjanna.
Mynd nr. 26

Mynd nr. 26

Guðlaug Stefánsdóttir við afgreiðslu í matvörubúð Kaupfélags Héraðsbúa árið 1961. Ljósmyndari og gefandi myndar: Guðmundur R. Jóhannesson.
Mynd nr. 30

Mynd nr. 30

Mynd úr myndasafni Páls Guttormssonar á Hallormsstað. Ekki hafa verið borin kennsl á fólkið en líklega eru þetta sumarstarfsmenn Skógræktar ríkisins einhvern tíma á sjötta eða sjöunda áratug 20. aldar.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022