Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Sumarsýning 2008

Mynd nr. 36

Mynd nr. 36

Ferðalangar við slysavarnaskýlið í Sandvík 10. ágúst 1999. Frá vinstri: Stefán Þórarinsson læknir, Magni Sveinsson, Snjólfur Gíslason, Dagný Gunnarsdóttir, Gullveig Magnadóttir, Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, Stefán Magnússon, Ástþór Guðnason og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaka af mynd í eigu Sveinbjörns Guðmundssonar. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir veitti upplýsingar um nöfn fólks á myndinni.
Mynd nr. 37

Mynd nr. 37

Heyskaparfólk á bænum Parti í Sandvík við kaffidrykkju sumarið 1942. Frá vinstri: Jóhannes Árnason, Margrét Jóhannesdóttir, Ólína Guðmundsdóttir frá Gerði, Bergþór Hávarsson, Sveinbjörn Guðmundsson og Júlíus Jóhannesson. Eftirtaka eftir mynd í eigu Sveinbjörns Guðmundssonar.
Mynd nr. 38

Mynd nr. 38

Frá Síldarsöltun á Seyðisfirði á sjöunda áratug 20. aldar. Eftirtaka eftir filmu frá Einari Vilhjálmssyni.
Mynd nr. 39

Mynd nr. 39

Saltfiskverkun í Búðakauptúni um miðja 20. öld (?). Myndina tók Jóhann Stígsson í Vestmannaeyjum á hringferð með strandferðaskipi. Myndin er í eigu Ljósmyndasafns Vestmannaeyja og er hún birt með góðfúslegu leyfi þess.
Mynd nr. 40

Mynd nr. 40

Ljósmyndir Huldu Jónsdóttur frá Freyshólum eru varðveittar í Ljósmyndasafni Austurlands. Þar á meðal eru tvö albúm með myndum af kirkjum og geyma þau myndir af nánast öllum kirkjum landsins. Þar er m.a. að finna þessa sumarlegu mynd af nyrsta guðshúsi landsins, í Grímsey. Óvíst er hvenær myndin var tekin.
Mynd nr. 41

Mynd nr. 41

Farþegaskipið Sterling var keypt til landsins árið 1917 og var það fyrsta skipið sem Landssjóður eignaðist til strandsiglinga. Það urðu örlög skipsins að stranda í svarta þoku skammt frá Brimnesi í Seyðisfirði, þann 22. apríl 1922, og lauk þar með sögu þess. Hér liggur skipið við bryggju við Stykkið í Stykkishólmi. Súgandisey og Hvítabjarnarey í bakgrunni. Myndin er eftirtaka úr filmusafni Einars Vilhjálmssonar.
Mynd nr. 42

Mynd nr. 42

Séra Stefán Pétursson (f. 1845– d. 1887) síðast prestur á Hjaltastað – mikill ættfaðir í tveimur heimsálfum. Stefán var af svokallaðri Vefaraætt og áttu hann og kona hans Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir, frá Möðrudal, þrettán börn og komust tólf þeirra til fullorðinsára. Tvö þeirra Björg og Jón fluttu til Vesturheims og var Björg móðir drengs sem var fyrsta barn af íslensku foreldri sem fæddist í Minnesota í Bandaríkjunum. Stefán útskrifaðist frá Prestaskólanum árið 1873 og gæti myndin verið frá þeim tíma.
Mynd nr. 43

Mynd nr. 43

Óþekktur bær. Myndin í safninu er eftirtaka og er óvíst um uppruna hennar.
Mynd nr. 44

Mynd nr. 44

Fyrir tæplega 100 árum síðan brugðu starfsmenn sem unnu að vegagerð á Fagradal undir sig betri fætinum og sigldu með Lagarfljótsorminum upp í Hallormsstað. Þar var Ingimundur Sveinsson ljósmyndari staddur og tók hann mynd af hópnum. Stutt er síðan að það uppgötvaðist hverjir voru þarna á mynd og því brýnt að reyna að bera kennsl á einhverja í hópnum áður en það verður of seint. Myndin var nýlega sýnd Þórhalli Vilmundarsyni sem upplýsti að faðir hans, Vilmundur Jónsson landlæknir, væri þriðji maður í fremstu röð.
Mynd nr. 45

Mynd nr. 45

Mynd úr safni Gunnsteins Stefánssonar frá Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Líklega er verið að undirbúa heyband á hlaðinu heima á Ekru um miðja síðustu öld. Frekari upplýsingar eru vel þegnar.
Mynd nr. 46

Mynd nr. 46

Handaboltalið Hugins á Seyðisfirði. Frá vinstri: Pálína Þ. Waage markmaður, Hólmfríður Gísladóttir, Einína Einarsdóttir, Dóra Long, Svandís Haraldsdóttir, Margrét Árnadóttir, Jónína A. Nielsen og Ólafur M. Ólafsson þjálfari. Í gömlu Snæfelli má lesa að A-lið Huginsstúlkna hafi orðið Austurlandsmeistari í handbolta sumarið 1945. Freistandi er að álykta að myndin hafi verið tekin um það leyti en hún var tekin í garði Stefáns Th. Jónssonar. Myndin er úr myndasafni úr eigu Pálínu Þ. Waage.
Mynd nr. 47

Mynd nr. 47

Síldarbátur með fullfermi árið 1937. Líklega að koma til hafnar á Seyðisfirði. Myndin er úr safni Emilíu Blöndal.
Mynd nr. 48

Mynd nr. 48

Óþekktar konur í Neskaupstað. Myndin var í eigu Olgu Mary Joensen hjúkrunarkonu frá Færeyjum sem vann á Fjórðungssjúkrahúsinu á árunum 1960–1961. Myndin er úr myndasafni sem kom frá ættingjum Olgu í Færeyjum og barst til Ljósmyndasafns Austurlands fyrir tilstilli Ingu Láru Baldvinsdóttur.
Mynd nr. 49

Mynd nr. 49

Heimilisfólk og gestir í Krossavík í Vopnafirði. Lengst til vinstri á myndinni er Guðrún Lára Ásgeirsdóttir og lengst til hægri er Lára Sigurbjörnsdóttir. Milli þeirra er heimilisfólkið í Krossavík, hjónin Frímann Jakobsson og Ingibjörg Sigmarsdóttir og börn þeirra Sigmar, Sigríður og Hallfríður. Myndin var tekin á ferðalagi Láru Sigurbjörnsdóttur og Ásgeirs Einarssonar um Austurland sumarið 1955. Gefandi myndar er Guðrún Lára Ásgeirsdóttir. Björgvin Geirsson veitti upplýsingar um nöfn heimilisfólks í Krossvík.
Mynd nr. 50

Mynd nr. 50

Unnið að endurbyggingu gamla vitans á Dalatanga sumarið 1984. Á myndinni eru Þórður Sveinsson frá Barðsnesi, Guðmundur Sveinsson og Geir Hólm. Gefandi myndar er Sigrún Einarsdóttir á Miðhúsum, en myndina tók Guðrún Kristinsdóttir.
Mynd nr. 51

Mynd nr. 51

Hálfnað er verk þá hafið er. Halldór Sigurðsson á Miðhúsum í dyrum gamla vitahússins á Dalatanga sumarið 1984. Gefandi myndar er Sigrún Einarsdóttir, en myndina tók Guðrún Kristinsdóttir.
Mynd nr. 52

Mynd nr. 52

Veisla í Hólmagarði á Seyðisfirði sumarið 1938. Guðleif Jensdóttir, móðir Emilíu Blöndal, er lengst til vinstri á myndinni. Aðrir á myndinni eru óþekktir. Myndina tók Emilía Blöndal ljósmyndari, en börn hennar færðu Ljósmyndasafni Austurlands myndasafn hennar til varðveislu. Sólveig Sigurðardóttir veitti upplýsingar um myndina.
Mynd nr. 53

Mynd nr. 53

Bátar í Eskifjarðarhöfn. Myndin er tekin á ferðalagi Guðrúnar Lárusdóttur og Ásgeirs Einarssonar um Austurland sumarið 1955. Gefandi myndar er Guðrún Lára Ásgeirsdóttir.
Mynd nr. 54

Mynd nr. 54

Stúlkur í kjólum sem þær saumuðu sér meðan þær stunduðu nám við verkmenntadeild Alþýðuskólans á Eiðum, veturinn 1957–1958. Frá vinstri: Sigurlaug Stefánsdóttir frá Mjóanesi, Björg Jónsdóttir, Kolbrún Zophaniasdóttir, Sigríður Sigurbjörnsdóttir frá Hafursá og Hrefna Kristbergsdóttir. Myndina tók Jenný Sigurðardóttir frá Húsey. Gefandi myndar er Aðalbjörg Sigurðardóttir. Sólveig Sigurðardóttir, Sigrún Klara Hannesdóttir og Sigurlaug Stefánsdóttir veittu upplýsingar um nöfn stúlknanna á myndinni.
Mynd nr. 55

Mynd nr. 55

Rigningarmars dansaður með tilþrifum á boðsballi í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað veturinn 1963. Mynd úr eigu Jennýar Sigurðardóttur frá Húsey.
Mynd nr. 56

Mynd nr. 56

Eiðanemar í skrúðgöngu á 75 ára afmæli skólahalds á Eiðum árið 1958. Í fararbroddi (með fánann) fer Björn Magnússon. Drengurinn til hægri á myndinni er Hlynur Halldórsson þúsundþjalasmiður á Miðhúsum. Upplýsingar um gefanda vantar.
Mynd nr. 57

Mynd nr. 57

Hópur kvenna í orlofsreisu upp úr miðri síðustu öld. Í hópnum eru húsfreyjur frá Seyðisfirði og úr Eiðaþinghá – og líklega víðar að. Eftirtaka eftir mynd í eigu Vilbergs Sveinbjörnssonar, sem mun hafa verið bílstjóri í ferðinni. Sólveig Sigurðardóttir segir að á myndinni sjáist meðal annarra (frá vinstri): Stefanía Guðjónsdóttir, Rós Níelsdóttir, Ingiríður Hjálmarsdóttir, Anna Sigfinnsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Ólafía Ólafsdóttir frá Stakkahlíð, Anna Björg [?], Hólmfríður Einarsdóttir, Hulda Stefánsdóttir og Dóra (Theódóra) Nielsen.
Mynd nr. 58

Mynd nr. 58

Séra Sigmar Torfason og Guðríður Guðmundsdóttir, á Skeggjastöðum í Bakkafirði með frumburðinn Jóhönnu Ingibjörgu, nú prest á Eiðum og prófast í Múlaprófastsdæmi. Myndin er tekin um miðjan fimmta áratug 20. aldar, stuttu eftir að Sigmar vígðist til Skeggjastaða. Eftirtaka gerð eftir mynd í eigu Jóhönnu I. Sigmarsdóttur.
Mynd nr. 59

Mynd nr. 59

Síldarsöltun á Seyðisfirði. Frá vinstri: Ólafía Herborg Jóhannsdóttir frá Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, Grétar Haraldsson hrl., þáverandi starfsmaður Friðriks Guðjónssonar síldarkaupmanns, Hörður Hermannsson verkstjóri hjá Síldarsöltun Valtýs Þorsteinssonar á Seyðisfirði (síðar Norðursíld), Sveinn Guðmundsson og óþekkt kona.
Mynd nr. 60

Mynd nr. 60

Droplaug Kjerúlf frá Vallholti ásamt þarfasta þjóninum. Droplaug er fædd 1917 og því ekki fráleitt að ætla að myndin sé tekin nokkru fyrir miðja síðustu öld. Helgi Gíslason færði safninu myndina. Ljósmyndari er ókunnur.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022