Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Sjómennska og samkomur

Birt 2008.

Nr. 1

Nr. 1

Norska þjóðlagasöngkonan Åse Kleveland tekur lagið á Héraðsvöku í Valaskjálf veturinn 1970. Hún átti síðar eftir verða menntamálaráðherra Noregs. Mynd: Sigurður Blöndal.
Nr. 2

Nr. 2

Fjós og hlaða Samvinnufélagsins Búbótar sem stofnað var af nokkrum íbúum Egilsstaðaþorps árið 1952. Félagið fékk 25 hekturum lands úthlutað og stóðu þessi mannvirki á þeim slóðum sem bílastæði Menntaskólans er núna. Bústofnin var um 20 kýr þegar flest var, en samvinnubúið var leyst upp 1956. Búskapur var stundaður í Búbót af einkaaðilum fram til ársins 1969. Sigurður Blöndal tók myndina árið 1955.
Nr. 3

Nr. 3

Eiðastaður árið 1955. Myndina tók Sigurður Blöndal ofan úr loftnetsmastri Endurvarpsstöðvarinnar.
Nr. 4

Nr. 4

Mjólkurflutningar á snjóbíl (U-16) árið 1966. Á myndinni má þekkja lengst t.v. Berg Ólason og Þorstein Jóhannsson. Hái maðurinn er Þráinn Jónsson. Maðurinn í ljósu peysunnni er Hrafn á Hallormsstað og pilturinn við hlið hans Pétur á Hafursá (?). Ábendingar og leiðréttingar, ef rangt er farið með eru vel þegnar. Mynd: Sigurður Blöndal.
Nr. 5

Nr. 5

Fólkið á þessari mynd er allt óþekkt. Myndin var í eigu Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sigurðar Halldórssonar frá Húsey og gæti hafa komið til þeirra frá ættingjum. Ljósmyndara er ekki getið.
Nr. 6

Nr. 6

Gert klárt fyrir hreindýraveiðar í Fljótsdal. Mynd úr safni Sigurðar Aðalsteinssonar. Ljósmyndari óþekktur.
Nr. 7

Nr. 7

Þessir ungu menn af Úthéraði voru skólabræður á Laugum um 1930. Frá vinstri: Hrafnkell Elísson, bóndi Hallgeirsstöðum, Kristmundur Bjarnason, bóndi Ánastöðum og Björn Halldórsson frá Húsey. Myndin var í eigu Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sigurðar Halldórssonar frá Húsey. Ljósmyndara er ekki getið.
Nr. 8

Nr. 8

Sumarið 1997 var leikritið Jónsmessunæturdraumur eftir William Shakespeare sýnt í Egilsstaðaskógi og fylgdu áhorfendur leikurunum eftir um stíga og rjóður. Talið frá vinstri: Jón Gunnar Axelsson, Aðalbjörn Sigurðsson, Björgvin Friðriksson (snýr baki í ljósmyndarann), Unnar Geir Unnarsson, Daníel Behrend og Sigurgeir Baldursson. Listilega ofinn kóngulóarvefur í baksýn er eftir Stefaníu Steinþórsdóttur og Gissur Árnason. Myndin er úr ljósmyndasafni Austra.
Nr. 9

Nr. 9

Þetta er ungt og leikur sér. Brynhildur Vilhjálmsdóttir og líklega dótturdóttir hennar og nafna bregða á leik í Selskógi 17. júní 1997. Myndin er úr ljósmyndasafni Austra.
Nr. 10

Nr. 10

Frá úrtökumóti í frjálsum íþróttum á Hornafirði á fimmta áratug 20. aldar. Það eru þeir Þórarinn Sveinsson og Skúli Þorsteinsson sem halda uppi hástökksránni. Myndina tók Tómas Árnason sem var ásamt bróður sínum Þorvarði á mótinu. Drógu þeir bræður föggur sínar á sleða yfir Fjarðarheiði á leið sinni á mótið. Afrit myndar úr safni Tómasar Árnasonar.
Nr. 11

Nr. 11

Starfsmenn frá Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar í Neskaupstað við viðgerðir á loðnunót á Eskifirði 1992. Mennirnir eru óþekktir. Myndin er úr ljósmyndasafni Austra.
Nr. 12

Nr. 12

Bátur úr smiðju Guðlaugs Einarssonar á Fáskrúðsfirði. Myndin er úr ljósmyndasafni Austra, líklega tekin árið 1987.
Nr. 13

Nr. 13

Haustið 1987 brá Örvar Þór Einarsson, þá blaðamaður á Austra, sér á Vopnafjörð og tók myndir af síldarsöltun. Þekkir einhver fólkið? Myndin er úr ljósmyndasafni Austra.
Nr. 14

Nr. 14

Í sömu ferð (sjá texta við mynd nr. 13) smellti Örvar Þór Einarsson mynd af Katrínu Valtýsdóttur. Myndin er úr ljósmyndasafni Austra.
Nr. 15

Nr. 15

Unnið við lagfæringar á netum á Seyðisfirði. Myndin sem er úr ljósmyndasafni Austra er tekin í kringum 1990. Ljósmyndari óþekktur.
Nr. 16

Nr. 16

Uppskipunargengi á Seyðisfirði stillir sér upp til myndatöku. Myndinni fylgja engar upplýsingar aðrar en hún er úr ljósmyndasafni Austra og er tekin árið 1993.
nr. 17

nr. 17

Jón Sigurðsson, auknefndur fótalausi. Jón missti báða fætur ofan við ökkla eftir mikla sjóhrakninga veturinn 1880. Þegar hann var gróinn sára sinna lét hann smíða sér skó og komu þá fótleggirnir í fótastað. Gekk hann eftir það á hjánum og stundaði sjó eftir sem áður. Jón var ættaður af Álftanesi en flutti til Seyðisfjarðar og réri þaðan þegar hann lenti í hrakningunum. Síðar bjó hann í Neskaupstað. Myndin líklega tekin um 1900. Ljósmyndari óþekktur.
Nr. 18

Nr. 18

Óþekkt fjölskylda. Líklegt er að myndin sé af fólki sem búsett var á Úthéraði, Borgarfirði eða Vopnafirði. Myndina tók Bjarni Þorsteinsson, sem var lærður ljósmyndari og rak ljósmyndastofu á Vopnafirði í upphafi 20. aldar.
Nr. 19

Nr. 19

Ungir drengir í sundkennslu í Fjarðará í Seyðisfirði árið 1910 eða 1911. Sundkennarinn er Ingi T. Lárusson, tónskáld. Ljósmyndari óþekktur.
Nr. 20

Nr. 20

Mynd frá sumarsamkomu í Atlavík, líklega frá fyrri hluta sjötta áratugarins. Myndin gefur góða innsýn í bílaeign Austfirðinga á þeim tíma. Afrit úr safni Kristjáns Ólasonar, klæðskera. Frummyndin er í eigu Magnúsar Kristjánssonar.
Nr. 21

Nr. 21

Færeyingar við aðgerð á Bakkafirði, en þangað komu þeir sumar eftir sumar til landróðra. Myndin er líklega tekin snemma á 20. öld. Róðrar Færeyinga frá Austfjörðumn lögðust af þegar lýðveldið var stofnað en höfðu þá verið stundaðir í um hálfa öld. Myndin er afrit sem er í eigu Fornminjasafns Færeyja.
Nr. 22

Nr. 22

Sigursælir Austfirðingar á svokölluðu Hvanneyrarmóti sem haldið var sumarið 1943. U.Í.A. sendi tíu keppendur á mótið og voru þeir svo sigursælir að sambandið vann mótið. Á myndinni eru talið frá vinstri: Tómas Árnason, Guttormur Þormar og Þorvarður Árnason (?). Ljósmyndari óþekktur.
Nr. 23

Nr. 23

Jörundur Ragnarsson (í rauðri peysu) og Sveinn Antoníusson við pylsuafgreiðslu á Vopnafirði einhvern tíma á níunda áratugnum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um upp á hvað er verið að halda. Myndin er kópía úr safni Snorra Hallgrímssonar.
Nr. 24

Nr. 24

Þorvarður Árnason frá Hánefsstöðum sýnir listir sínar á fimleikasýningu á Seyðisfirði um miðja síðustu öld. Ljósmyndari óþekktur.
Nr. 25

Nr. 25

Myndin sýnir fyrstu bifreiðina sem KHB eignaðist til olíuflutninga á hlaðinu í Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá. Myndin er afrit úr safni Kristjáns Ólasonar. Frummyndin er í eigu Magnúsar Kristjánssonar.
Nr. 26

Nr. 26

Karl Sveinsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Borgarfirði. Myndin er tekin árið 1992 og tilheyrir ljósmyndasafni Austra. Ljósmyndari: Arndís Þorvaldsdóttir.
Nr. 27

Nr. 27

Sildarsöltun á Seyðisfirði. Ljósmyndari óþekktur.
Nr. 28

Nr. 28

Jón Dagsson frá Melrakkanesi og Áki Kristjánsson frá Brekku á Djúpavogi huga að prímusnum á ferðalagi í Hofsdal, á sjötta eða sjöunda áratug 20. aldar. Myndin er afrit af mynd í eigu Þorsteins Sveinssonar sem einnig er myndasmiðurinn.
Nr. 29

Nr. 29

Jón Andrésson frá Snotrunesi. Svona var stællinn á borgfirskum yngismönnum upp úr miðri 20. öld. Ljósmyndari óþekktur.
Nr. 30

Nr. 30

Ólöf Finnsdóttir á Strýtu í Hamarsfirði ásamt börnum sínum: Ríkarði, Birni, Finni, Georg, Karli og Önnu. Ríkarður og Finnur síðar urðu nafnkunnir listamenn. Myndin er tekin um aldamótin 1900. Ljósmyndari óþekktur.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022