Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Sönglist og leiklist á Héraði

Birt 2009.

Nr. 01

Nr. 01

Kirkjukórinn á Egilsstöðum ásamt stjórnanda sínum Stefáni Péturssyni. Myndin er tekin árið 1959 á söngmóti Sambands austfirskra kirkjukóra sem haldið var í bárujárnsskemmunni í Mörkinni í Selskógi (nafnalisti er til hjá Ljósmyndasafni Austurlands).
Nr. 02

Nr. 02

Karlakór Fljótsdalshéraðs ásamt stjórnanda sínum Svavari Björnssyni á tónleikum í Valaskjálf líklega árið 1967 (nafnalisti er til hjá Ljósmyndasafni Austurlands, en nokkrir á myndinni eru óþekktir).
Nr. 03

Nr. 03

Kirkjukórinn á Egilsstöðum við vígslu Valaskjálfar árið 1966 (nafnalisti er til hjá Ljósmyndasafni Austurlands, en fáeinir eru óþekktir).
Nr. 04

Nr. 04

Sviðsmynd frá sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á Lukkuriddaranum, sem sýndur var á útmánuðum árið 1968. Leikararnir taldir frá vinstri: Vilberg Lárusson, Hanna Brynja Axelsdóttir, Sigurjón Bjarnason, Sveinn Björnsson, Aðalsteinn Halldórsson, Jón Kristjánsson. Leikmynd gerði Halldór Sigurðsson.
Nr. 05

Nr. 05

Sena í Lukkuriddaranum. Í hlutverkum barstúlknanna sem slá hring um lukkuriddarann (Sigurjón Bjarnason) eru frá vinstri: Gyða Vigfúsdóttir, Ágústa Þorkelsdóttir, Jóhanna Illugadóttir og Sigrún Benediktsdóttir. Baksvipinn á Dagný Pálsdóttir.
Nr. 06

Nr. 06

Sena úr Lukkuriddaranum, Vilberg Lárusson og Jón Kristjánsson í hlutverkum sínum.
Nr. 07

Nr. 07

Frá sýningu á Skrúðsbóndanum eftir Björgvin Guðmundsson haustið 1968. Messað í Hólmakirkju, fyrir altarinu stendur Björn Hólm Björnsson í hlutverki Hólmaklerks. Leiktjöld málaði Steinþór Eiríksson.
Nr. 08

Nr. 08

Frá sýningu á Skrúðsbóndanum eftir Björgvin Guðmundsson haustið 1968. Í Hólmakirkjugarði, Jón Kristjánsson og Sigrún Benediktsdóttir í hlutverkum sínum sem Skrúðsbóndinn og prestdóttirin Heiður.
Nr. 09

Nr. 09

Frá sýningu á Skrúðsbóndanum eftir Björgvin Guðmundsson haustið 1968. Útisena úr Skrúðsbóndanum, Sigrún Benediktsdóttir í hlutverki prestdótturinnar.
Nr. 10

Nr. 10

Frá fyrsta starfsári tónskólans árið 1973. Magnús Magnússon skólastjóri með ungum nemendum í flautuleik. Þeir eru talið frá vinstri: Ólafur Arason, Björn Hallgrímsson, Arney Magnúsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Kristín María Ingimarsdóttir, Sif Stefánsdóttir, Harpa Völundardóttir, Sigríður Fanney Ingimarsdóttir(?). Mynd úr myndasafni Tónskólans.
Nr. 11

Nr. 11

Hljómsveitin Austurland að Glettingi. Hljómsveitarmeðlimirnir Björn Hallgrímsson, Björgvin Harri Bjarnason og Valgeir Skúlason á tali við Bjarna Björgvinsson og Jón Kristjánsson. Mynd úr myndasafni Austra.
Nr. 12

Nr. 12

Lúðrasveit Tónskóla Fljótsdalshéraðs. Myndina tók Jón Ingi Sigurbjörnsson í Færeyjaferð kirkjukóra Egilsstaða- og Ássókna og Lúðrasveitar Tónskólans vorið 1987. Úr myndasafni Gálgáss (nafnalisti er til hjá Ljósmyndasafni Austurlands).
Nr. 13

Nr. 13

Kirkjukórar Egilsstaða- og Ássóknar syngja í kirkjunni í Fuglafirði. Myndina tók Jón Ingi Sigurbjörnsson í Færeyjaferð kirkjukóranna og Lúðrasveitar Tónskólans vorið 1987. Mynd úr myndasafni Gálgáss. Nafnalisti hefur ekki verið gerður og væri aðstoð við það vel þegin.
Nr. 14

Nr. 14

Hér bregða kórfélagar á leik og dansa færeyskan dans. Myndina tók Jón Ingi Sigurbjörnsson í Færeyjaferð kirkjukóra Egilsstaða- og Ássókna og Lúðrasveitar Tónskólans vorið 1987. Myndasafn Gálgáss.
Nr. 15

Nr. 15

Tveir á tali. Hákon Aðalsteinsson og óþekktur Færeyingur. Myndina tók Jón Ingi Sigurbjörnsson í Færeyjaferð kirkjukóra Egilsstaða- og Ássókna og Lúðrasveitar Tónskólans vorið 1987. Myndasafn Gálgáss.
Nr. 16

Nr. 16

Tónkórinn var stofnaður fljótlega eftir stofnun Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs og voru fyrstu tónleikarnir haldnir á Þorláksmessu árið 1971. Hér gefur að líta kórfélaga vorið 1972 ásamt stjórnandanum Magnúsi Magnússyni (nafnalisti er til hjá Ljósmyndasafni Austurlands).
Nr. 17

Nr. 17

Frá aðventutónleikum í Egilsstaðakirkju í kringum 1990 undir stjórn Magnúsar Magnússonar. Í kórnum er söngfólk úr kirkjukórnum ásamt liðstyrk. Um undirleik sjá nemendur Tónskólans. Úr myndasafni Tónskólans. Nafnalisti hefur ekki verið gerður, aðstoð væri vel þegin.
Nr. 18

Nr. 18

Hér gefur að líta félaga í Tónkórnum á söngferðalagi á Akureyri. Ferðin var farin árið 1977. Í dyrunum stendur Kristmann Jónsson. Frá vinstri: Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Stefanía Ósk Jónasdóttir, Þorbjörg Bergsteinsdóttir, Anna Þórhallsdóttir, Ástráður Magnússon, Ljósbrá Björnsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Anna Káradóttir, Sæbjörn Eggertsson.
Nr. 19

Nr. 19

Magnús Einarsson með Tímann á lofti. Magnús var einn af máttarstólpum Tónlistarfélagsins, jafnvígur á söng og hljóðfæraleik. Myndin er tekin í Akureyrarferðinni árið 1977.
Nr. 20

Nr. 20

Nafnarnir, Magnús Einarsson og Magnús Magnússon, ásamt Sigursveini Magnússyni. Myndin er tekin í Akureyrarferð Tónkórsins árið 1977.
Nr. 21

Nr. 21

Einar Halldórsson, formaður Tónkórsins, fjær stendur Benedikt Jónasson. Myndin er tekin í Akureyrarferð Tónkórsins árið 1977.
Nr. 22

Nr. 22

Sigurbjörg Alfreðsdóttir, Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir, Ljósbjörg Alfreðsdóttir, Erla Jónasdóttir, á bakvið stendur Þorbjörg Bergsteinsdóttir. Myndin er tekin í Akureyrarferð Tónkórsins árið 1977.
Nr. 23

Nr. 23

Sæbjörn Eggertsson, Helga Jóhannsdóttir og Ljósbrá Björnsdóttir. Myndin er tekin í Akureyrarferð Tónkórsins árið 1977.
Nr. 24

Nr. 24

Sigurður Kristinsson bílstjóri, Pavel Smid undirleikari kórsins, Emilía Sigmarsdóttir og Helga Alfreðsdóttir. Myndin er tekin í Akureyrarferð Tónkórsins árið 1977.
Nr. 25

Nr. 25

Tónkórinn syngur í Bústaðakirkju á vordögum 1980. Tónleikarnir voru upphaf á söngferð kórsins til Danmerkur og Noregs þar sem sungið var á vinabæjarmóti. Í tilefni ferðarinnar komu konurnar sér upp hvítum síðum kjólum úr íslenskri ull (nafnalisti er til hjá Ljósmyndasafni Austurlands).
Nr. 26

Nr. 26

Árni Ísleifsson við píanóið á kabarett sem Tónlistarfélagið setti upp í félagi við Leikfélagið í Valaskjálf haustið 1977.
Nr. 27

Nr. 27

Við sama tækifæri (sjá mynd nr. 26) kom fram söngtríó sem var skipað þeim Guðlaugu Bachman, Gunnlaugi Ólafssyni og Sigurbjörgu Flosadóttur.
Nr. 28

Nr. 28

Stofnaður var í hvelli kvintett (sjá myndir nr. 26 og 27) sem skipaður var þeim Huldu Guðjónsdóttur, Magnúsi Einarssyni, Einari Halldórssyni, Magnúsi Magnússyni og Sæbirni Eggertssyni. Sungin voru Dixieland lög undir stjórn Árna Ísleifssonar. Þess má geta að hattarnir voru heimagerðir úr kartonpappír og einangrunarbandi.
Nr. 29

Nr. 29

Tveir af máttarstólpum Leikfélags Fljótsdalshéraðs, Guðmundur Steingrímsson og Kristrún Jónsdóttir (Dúrra). Myndina tók Jón Ingi Sigurbjörnsson í Samkvæmispáfanum þar sem tekin var upp útvarpsdagskrá sem leikfélagið stóð að. Myndasafn Gálgáss.
Nr. 30

Nr. 30

Charles Ross í gervi sínu sem Fiðlarinn á þakinu í sýningu samnefnds leikrits hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs á 25 ára afmæli félagsins árið 1991. Myndasafn Gálgáss. Ljósmyndari: Pétur Eiðsson.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022