Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Skyggnst til baka

Birt 2011.

 

Mynd nr. 01

Mynd nr. 01

Heimir Magnússon, loðdýrabóndi á Svínabökkum í Vopnafirði, með krossmink. Myndin er úr safni Austra og er tekin árið 1993. Ljósmyndari: Arndís Þorvaldsdóttir.
Mynd nr. 02

Mynd nr. 02

Hjörtur Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, með vænan hreintarf árið 1990. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Mynd nr. 03

Mynd nr. 03

Þessi mynd birtist í Austra vorið 1989 undir titlinum „Vorverk við sjóinn“. Hún mun vera tekin á Borgarfirði eystra af Geirlaugu Sveinsdóttur blaðamanni og er maðurinn sem stendur Skúli Sveinsson frá Hvannstóði. Sá sem dundar við bátinn er óþekktur.
Mynd nr. 04

Mynd nr. 04

Jóhannes Egilsson um borð í bát sínum Anný í höfninni í Neskaupstað haustið 1986. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Örvar Þ. Einarsson.
Mynd nr. 05

Mynd nr. 05

Ólafur Jónsson dýralæknir með særðan fálka. Fálkinn var nokkra daga til lækninga hjá Ólafi veturinn 1986, en talið var að hann hefði skaddast við að fljúga á vír. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Örvar Þ. Einarsson.
Mynd nr. 06

Mynd nr. 06

Tekið á móti Norrænu með lúðrablæstri í fyrstu ferð vorið 1990. Myndin er úr safni Austra, en ljósmyndari er óþekktur.
Mynd nr. 07

Mynd nr. 07

Ásgeir Arngrímsson bóndi í Brekkubæ á Borgarfirði við fjárdrátt. Myndin birtist í Austra sumarið 1988 og skreytti hún grein um nýja markaskrá sem væntanleg var þá með haustinu. Tökuár óvisst og ljósmyndari óþekktur.
Mynd nr. 08

Mynd nr. 08

Bára, Vala og Anna gæða sér á ís í garðinum bak við Skógarnesti, þ.e. Shell-skálann á Egilsstöðum, sumarið 1997. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Sigurður Björn Blöndal.
Mynd nr. 9

Mynd nr. 9

Í Eyjólfsstaðaskógi sumarið 1996. Myndin er við athöfn þegar skógarlundi Lionsklúbbsins Múla var gefið nafnið Jónasarlundur til heiðurs elsta félaganum Jónasi Péturssyni. Á myndinni eru talið frá vinstri: Ástráður Magnússon, Stefán Pálsson, Gísli Sigurðsson og Jónas Pétursson. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Arndís Þorvaldsdóttir.
Mynd nr. 10

Mynd nr. 10

Hitað upp fyrir Kvennahlaup á Egilsstöðum sumarið 1996. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Marinó Marinósson.
Mynd nr. 11

Mynd nr. 11

Gjörningurinn „Fullt hús“ eftir Sigurð Guðmundsson á Seyðisfirði sumarið 1997. Listaverkið og umgjörð þess gáfu Seyðfirðingar sér í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. Hestamennirnir eru feðgarnir Magnús Stefánsson og Stefán Þorvarðarson. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Sigurður Björn Blöndal.
Mynd nr. 12

Mynd nr. 12

Frá opnun brúar sem félagar í Skógræktarfélagi Fljótsdalshéraðs smíðuðu yfir Kaldá í Eyjólfsstaðaskógi. Árið er 1986. Á borðann klippir Orri Hrafnkelsson. Að baki honum talið frá vinstri: Helgi Halldórsson, Sigurður Símonarson, bæjarstjóri, Björn Andrésson, Dagur Kristmundsson, Magnús Sigurðsson og Þórarinn Einarsson. Úr myndasafni Austra. Ljósmyndari: Örvar Þ. Einarsson.
Mynd nr. 13

Mynd nr. 13

Inga Rósa Þórðardóttir, Örn Ragnarsson og Friðrik Stefánsson tæknimaður að ljúka þriggja vikna ferðalagi um Austfirði sumarið 1986. Unnið var að gerð þáttarins Ríkisútvarpið á hringveginum og hófst ferðin í Lóninu og endaði á Bakkafirði þar sem útvarpsbíllinn og tæknimaðurinn voru kvaddir. Skömmu seinna hóf útvarpið rekstur deildar á Austurlandi sem Inga Rósa veitti forstöðu. Myndin er úr safni Rúv á Austurlandi. Ljósmyndari óþekktur.
Mynd nr. 14

Mynd nr. 14

Ingjaldur Ragnarsson við farartæki sem hann smíðaði árið 1996 og notaði m.a. til siglinga á Lagarfljóti. Aðspurður sagði hann byggingarefnið hafa verið: tvo toppa af landrover bílum, mótor úr fíatbíl, valdar spýtur frá Völundi og flugvélaskrúfu úr Tf Kló. Úr myndasafni Austra. Ljósmyndari er óþekktur.
Mynd nr. 15

Mynd nr. 15

Danshópurinn Firðrildin sýnir þjóðdansa á sýningu Útileikhússins í Egilsstaðaskógi. Á myndinni má þekkja Þráinn Skarphéðinsson og Gunnhildi Ingvarsdóttur, Eirík Elísson og Ingigerði Benediktsdóttur, Magna Björnsson og Helgu Gunnlaugsdóttur, Bergstein Brynjólfsson og Önnu Heiðu Óskarsdóttur, auk Laufeyjar Ólafsdóttur. Myndin er úr myndasafni Austra og er tekin árið 1995 eða 1996. Ljósmyndari er óþekktur.
Mynd nr. 16

Mynd nr. 16

Vatnamælingamenn við störf. Frá vinstri: Árni Snorrason, Þórhallur Árnason (líklega gestkomandi) Magnús Guðnason og Eberg Elefsen. Tökuár er óvisst en líklegt er að Gunnsteinn Stefánsson hafi tekið myndina.
Mynd nr. 17

Mynd nr. 17

Eberg Elefsen, vatnamælingamaður, við aursýnatöku. Myndin er úr myndasafni Gunnsteins Stefánssonar og Huldu Jónsdóttur. Tökuár óvisst en líklegt er að Gunnsteinn hafi tekið myndina.
Mynd nr. 18

Mynd nr. 18

Þrír á tali. Jónas Magnússon, bóndi Uppsölum, Gunnsteinn Stefánsson, vatnamælingamaður, og Þórhallur Pálsson, arkitekt. Ekki er vitað við hvaða tækifæri myndin er tekin en trúlega eru mennirnir staddir á fjöllum. Myndin er úr myndasafni Gunnsteins Stefánssonar, en ljósmyndari er óþekktur. Tökuárið er líklega 1985 þar sem sjá má efst í framrúðunni til hægri að bíllinn hefur verið skoðaður það ár.
Mynd nr. 19

Mynd nr. 19

Góðar stundir á fjöllum. Hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Magnús Sigurðsson, þá bændur á Úlfstöðum ásamt, Huldu Jónsdóttur á Freyshólum. Myndin er úr myndasafni Gunnsteins Stefánssonar og Huldu Jónsdóttur og líklegt er að Gunnsteinn hafi tekið myndina. Tökuár er óvisst.
Mynd nr. 20

Mynd nr. 20

Unnið að landgræðslu á Héraðssandi. Á myndinni eru Guðmar Ragnarsson, bóndi á Hóli, og Guðmundur Karl Sigurðsson, bóndi í Laufási. Úr myndasafni Austra. Myndin er tekin árið 1997, en ljósmyndari er óþekktur.
Mynd nr. 21

Mynd nr. 21

Það eru ekki allir sem eiga hreindýr sem gæludýr. Ungi maðurinn er Marteinn Aðalsteinsson í Klausturseli. Myndin er frá 1997 og er úr safni Austra. Ljósmyndari: Sigurður Björn Blöndal.
Mynd nr. 22

Mynd nr. 22

Ungir fjármenn í Melarétt 1994. Drengurinn til vinstri á miðri mynd (með sleikipinna) er Egill Gunnarsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal. Drengurinn til hægri heitir Elmar Reyr Hauksson og bjó á Hryggstekk í Skriðdal. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Sigurður Björn Blöndal.
Mynd nr. 23

Mynd nr. 23

Gunnþórunn Ingólfsdóttir og Þórdís Sveinsdóttir, húsfreyjur í Fljótsdal, ræða málin í skjóli af Pilsvangi, kaffistofu Kvenfélagsins í Fljótsdal við Melarétt. Myndin er úr safni Austra og er frá árinu 1994. Ljósmyndari: Arndís Þorvaldsdóttir.
Mynd nr. 24

Mynd nr. 24

Prúðbúnir gestir á Café Nielsen. Frá vinstri: Ólöf Blöndal, Jón Kristjánsson, Margrét Einarsdóttir, Ása Jóhannsdóttir, Sigrún Einarsdóttir. Ekki er vitað af hvaða tilefni konur settu upp hatta þennan dag en það gæti verið vegna opnunar myndlistarsýningar. Tökuár óvíst. Ljósmyndari: Anna Ingólfsdóttir.
Mynd nr. 25

Mynd nr. 25

Frá opnun báta-og hestaleigu í Atlavík sumarið 1996. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Sigurður Björn Blöndal.
Mynd nr. 26

Mynd nr. 26

Gripið í prjónana á Útimarkaðinum á Egilsstöðum sumarið 1999. Sú sem heldur um prjónana er óþekkt en verkefnið mun hafa verið að prjóna plögg á sjálfan Lagarfljótsorminn. Myndin er úr safni Austra. Ljósmyndari: Unnur Sveinsdóttir.
Mynd nr. 27

Mynd nr. 27

Tveir ungir Fljótsdælingar, Ingólfur Friðriksson og Benedikt Hjartarson, kryfja málin í Melarétt haustið 1999. Myndin er úr safni Austra, en ljósmyndari er óþekktur.
Mynd nr. 28

Mynd nr. 28

Frá byggingu brúar yfir Eyvindará. Myndin er tekin 2001 og er úr myndasafni Huldu Jónsdóttur frá Freyshólum.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022