Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ljósmyndir Sigurðar Blöndal

Birt 2011.

Mynd nr. 01

Mynd nr. 01

Feðgarnir Sigurður og Benedikt Blöndal árið 1979.
Mynd nr. 02

Mynd nr. 02

Frú Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, gróðursetur fyrstu plöntuna í embætti sínu í reit Vestur-Íslendinga á Þingvöllum árið 1980.
Mynd nr. 03

Mynd nr. 03

Starfsfólk í Mörkinni á Hallormsstað sumarið 1972.
Mynd nr. 06

Mynd nr. 06

Útsýn yfir Vestur-öræfi til Herðubreiðar. Myndin er tekin árið 1981.
Mynd nr. 07

Mynd nr. 07

Þingflokkur og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins tekur lagið í heimsókn í Mörkinni á Hallormsstað haustið 1973. Frá vinstri: Óþekkt kona, Eysteinn Jónsson, Steingrímur Hermannsson, óþekkt kona, Helgi Bergs, Þórarinn Þórarinsson, óþekktur maður. Á bakvið sést í Inga Tryggvason.
Mynd nr. 08

Mynd nr. 08

Starfsmenn Skógræktar ríkisins í skógarlundi á Búlandsnesi. Myndin er tekin í skemmtiferð starfsmanna í ágúst 1972.
Mynd nr. 09

Mynd nr. 09

Í sömu ferð (sjá nr. 08) skoðuðu skógræktarmenn undur Jökulsárlóns.
Mynd nr. 10

Mynd nr. 10

Brúin yfir Gilsá á Jökuldal í byggingu árið 1973. Brúarsmiður var Sigurður Jónsson frá Sólbakka.
Mynd nr. 11

Mynd nr. 11

Félagsheimilið Fjarðaborg á Borgarfirði eystra. Myndin er tekin 1973.
Mynd nr. 12

Mynd nr. 12

Gestir á Héraðsvöku í Valaskjálf 6. apríl 1973 hlýða á erindi um Jóhannes Kjarval. Fremsta röð frá vinstri: Helga Alfreðsdóttir, Magnús Magnússon, Kristján Gissurarson, Halldór Sigurðsson. Önnur röð: Kristmann Jónsson, Sævar Sigbjarnarson, Líneik Sævarsdóttir, Ása Hafliðadóttir. Þriðja röð: Völundur Jóhannesson, Hrafn Sveinbjarnarson, Þorsteinn Sveinsson, Björn Ágústsson (?). Fjórða röð: Björn Sveinsson, Björn Guttormsson, Þórína Sveinsdóttir, Ljósbrá Björnsdóttir, óþekkt kona, Þórður Jónsson, Orri Hrafnkelsson, Björn Hólm (bak við Orra). Fimmta röð: Ingibjörg Kristmundsdóttir, Bjarney Bjarnadóttir, Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Sigurður Magnússon, Magnús Sigurðsson, Gunnþórunn Benediktsdóttir, Hermann Eiríksson. Sjötta röð: Óþekktur maður, óþekkt kona, Laufey Egilsdóttir, Páll Pétursson, Sæbjörn Eggertsson (á bak við Pál), Einar Halldórsson, Þórarinn Hallgrímsson (?), Víðir Stefánsson, óþekktur maður. Aftast stendur Magnús Einarsson.
Mynd nr. 13

Mynd nr. 13

Gestir á Kjarvalssýningu í Valaskjálf árið 1973. Frá vinstri: Inga Birna Jónsdóttir formaður Menntamálaráðs, óþekktur maður, séra Einar Þór Þorsteinsson, Steinþór Magnússon. Aftar sést Sigurjón Jónasson á tali við Sigríði Fanneyju Jónsdóttur.
Mynd nr. 14

Mynd nr. 14

Á Kjarvalssýningunni árið 1973 gaf að líta málverk og teikningar meistarans frá ýmsum tíma.
Mynd nr. 15

Mynd nr. 15

Einn af gestum á Héraðsvökunni árið 1973 var Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra, sem opnaði sýninguna. Hann brá sér einnig í heimsókn í Alþýðuskólann á Eiðum og sést hér á tali við nemanda á stúlknavist.
Mynd nr. 16

Mynd nr. 16

Frá fimmtugsafmæli Halldórs Sigurðssonar á Miðhúsum árið 1973. Frá vinstri Helga Alfreðsdóttir, Þorsteinn Sveinsson, Sigrún Halldórsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Edda Björnsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Halldór Sigurðsson, Sigurður Mar Halldórsson , Sveinn Jónsson, óþekkt kona.
Mynd nr. 17

Mynd nr. 17

Guðbjörg Kolka forstöðukona í ræðustól á 40 ára afmæli Húsmæðraskólans á Hallormsstað árið 1970. Á fremsta bekk situr Hrafn Sveinbjarnarson ásamt Sigrúnu Blöndal. Til hliðar kennslukonur: Sigrún Brynjólfsdóttir, óþekkt, Vigdís Ólafsdóttir og Guðrún Aðalsteinsdóttir. Aftar í sal má þekkja Hólmfríði og Elínborgu í Hjarðarhlíð, Séra Einar og Sigríði á Eiðum, Jennýju og Guðrúnu Sigurðardætur.
Mynd nr. 18

Mynd nr. 18

Vilhjálmur Hjálmarsson formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Hallormsstað ásamt fimm konum sem allar höfðu gengt embætti forstöðukonu . Frá vinstri: Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, Jenný Sigurðardóttir, Guðbjörg Kolka, Vilhjálmur, Ingveldur Anna Pálsdóttir og Ásdís Sveinsdóttir.
Mynd nr. 19

Mynd nr. 19

Stemmningsmynd frá kaffidrykkju á 40 ára afmælishátíð Húsmæðraskólans á Hallormsstað árið 1970.
Mynd nr. 20

Mynd nr. 20

Skógræktarmenn í heimsókn á Hallormsstað árið 1972. Hér sést Kolbrún Sigurbjörnsdóttir við afgreiðslu veitinga í Mörkinni. Til vinstri Baldur Jónsson starfsmaður Skógræktarinnar. Maðurinn á milli þeirra er óþekktur, lengst til vinstri er Sigrún Einarsdóttir frá Miðhúsum.

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022