Myndir eftir Guðmund R. Jóhannsson og Hákon Aðalsteinsson. Birt 2011.
Mynd nr. 01
Kornrækt í Vallahreppi árið 1963. Til vinstri stendur Benedikt Alfreðsson frá Víkingsstöðum. Bjarni Árnason frá Litla-Sandfelli ekur dráttarvélinni. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 02
Kirkjan á Valþjófsstað í byggingu. Við hlið hennar gefur að líta gömlu timburkirkjuna. Myndin er tekin snemma á 7. áratugnum en nýja kirkjan var vígð árið 1966. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 03
Í nokkur ár 7. áratug síðustu aldar rak Kaupfélag Héraðsbúa svokallaða Garnastöð yfir vetrartímann og var hún til húsa í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar var hráefnið kindagarnir sem eftir þrif og meðhöndlun voru notaðar við matvælaframleiðslu. Hér er Guðbjörg Erlendsdóttir við störf. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 04
Sýnishorn af framleiðslu Garnastöðvarinnar. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 05
Verkstjóri í garnavinnslunni var Gunnlaugur Kjerúlf. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 06
Lagarfoss eða Kirkjubæjarfoss eins og hann var oft nefndur fyrr á tíð (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 07
Verslunarhús KHB eins og það leit út áður en húsnæði sem hýsti lager og naglabúð var reist um miðjan 7. áratug 20. aldar. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 08
Haraldur Magnússon í Mjólkurstöðinni dælir á „Moskann“ (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 09
Hákon Aðalsteinsson og frítt hestefni. Athygli er vakin á hvítri nylon skyrtu og lakkerísbindi sem segja má að hafi verið nokkurs konar einkennisbúningur ungra manna á 7. áratugnum þegar haft var tilhald um hönd (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 10
Hestamenn við sláturhúsið á Egilsstöðum. Frá vinstri: Hallgrímur Bergsson, Gunnar Egilson, Ármann Guðmundsson og Bjarni Einarsson. Myndin er tekin í kringum 1963. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 11
Til hægri stendur Sigurður Einarsson, sem um árabil afgreiddi í sláturhúsi KHB. Maðurinn til vinstri er Hallbjörn Þórarinsson frá Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 12
Jóhann Kröyer starfsmaður KHB situr í rólegheitum að snæðingi. Sætið er forláta peningaskápur sem beið þess að fá sitt pláss á skrifstofu Kaupfélagsins (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 13
Jón Bergsson bóndi á Ketilsstöðum fyrir framan „Deddasjoppu“ sem stóð á milli verslunarhúss KHB og Símstöðvarinnar (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 14
Þegar Söluskáli KHB á Egilsstöðum var byggður heyrði „Deddasjoppan“ sögunni til. Einn af þeim sem kom að byggingu skálans var Sveinn Guðbrandsson sem var einn af frumbyggjum Egilsstaða (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 15
Hrólfur Kristbjörnsson frá Haugum í Skriðdal og dóttir hans Málfríður við afgreiðsluborðið í söluskálanum. Afgreiðslustúlkan er Guðlaug Stefánsdóttir. Á 7. áratugnum þótti sjálfsagt að mæta í vinnuna með rúllur í hárinu ekki síst þegar helgi var í nánd (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 16
Fólk á leið í sumarfrí. Plássið er nýtt til hlýtar og farangurinn settur á toppinn. Allir á myndinni eru óþekktir (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 17
Dæmigerðar tjaldbúðir ferðamanna frá 7. áratugnum. Konan er óþekkt (tökuár óvíst). Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
Mynd nr. 18
Brúðkaup í Möðrudal. Brúðhjónin eru Þórhallur Jónsson og Ragna Guðmundsdóttir (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 19
Flutningabíll frá Ingimar Þórðarsyni á hvolfi í Skriðdal. Verið var að flytja hey sem keypt var vegna heyskorts í kjölfar kals í túnum veturinn 1964-1965. Bílnum ók Örn Þorleifsson sem þá starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands og hafði tekið að sér starfið vegna forfalla. Slapp hann með skrámur. Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 20
Frá Egilsstöðum. Séð frá Dynskógum yfir svæðið þar sem nú er Tjarnargarðurinn (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 21
Krossinn í Njarðvíkurskriðum. Drengurinn sem horfir til himins er Aðalsteinn Hákonarson (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 22
Togarinn Port Vale frá Grimsby á strandstað við Héraðssand rétt austan við ósa Lagarfljóts. Strandið varð þann 27. október 1974. Björgunarsveitir frá Borgarfirði eystra, Eskifirði og Egilsstöðum komu fljótlega á staðinn og björguðu skipverjunum 18 í land. Skipið skemmdist lítið og var skömmu síðar losað af strandstað og dregið til Seyðisfjarðar og þaðan til Bretlands. Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 23
Börn að leik í sumarbúðum kirkjunnar í barnaskólanum á Eiðum fyrir daga Kirkjumiðstöðvarinnar. Konan með boltann er séra Jóhanna Sigmarsdóttir (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 24
Flutningar í Fellum. Allir óþekktir utan þess að talið er að Eðvald Jóhannsson standi við aftari bílinn. Allar upplýsingar eru vel þegnar (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 25
Fyrsta skóflustungan tekin að Egilsstaðakirkju 1. júní 1968. Frá vinstri: Kristján Magnússon, Guðmundur Þorleifsson, Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, séra Ágúst Sigurðsson, Sigurbjörn Einarsson, biskup, Sigríður Fanney Jónsdóttir og Þórður Benediktsson. Heiðursvörð standa skátar úr skátafélaginu Ásbúum. Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 26
Gamla flugbrautin á aurunum neðan við prestsetrið Eydali í Breiðdal. Í baksýn er kirkjan í Eydölum sem vígð var árið 1975. Litlu aftar sést gamla kirkjan sem brann árið 1982 (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 27
Á leið á Atlavíkursamkomu með óvæntri viðkomu í Kliftjörn í Hallormsstaðaskógi (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd nr. 28
Jónas Einarsson, starfsmaður í vöruafgreiðslu Flugfélagsins á Egilsstaðaflugvelli til margra ára, ásamt Sigrúnu Brynjólfsdóttur frá Ekkjufelli. Sigrún vann í afgreiðslu Flugfélagsins á árunum 1966-1967 (tökuár óvíst). Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
Mynd 29
Búskapur til heimilisþarfa var stundaður í þorpum hér fyrir austan langt fram á 20. öld. Hér flytur Gráni gamli hey í garð. Myndin er tekin á Eskifirði og kemur úr myndasafni Guðrúnar Jóhannesdóttur ljósmóður.