Skip to main content

admin

Kvennaverkfall 24. október

Eins og áður hefur komið fram á vef safnins og á samfélagsmiðlum verður safnið lokað 24. október.

Ástæða lokunar er boðað kvennaverkfall þann dag, en þá eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf til að leggja áherslu á baráttuna fyrir fullu jafnrétti kynjanna.

Fyrir liggur að það starfsfólk Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem að jafnaði væri við störf þennan dag, utan einn, heyra til þessum hópum sem hyggjast leggja niður störf. Sá eini sem það ekki gerir á ung börn sem þarf að sinna meðan á verkfallinu stendur.

Því sér safnið engan annan kost en að loka dyrum sínum þennan dag, sem er ágætt dæmi um það hvers virði vinnuframlag kvenna og kvára er. Án þeirra getum við ekki haldið úti starfsemi.

Myndin með fréttinni kemur úr Ljósmyndasafni Austurlands, nánar tiltekið úr myndasafni Gálgáss, en blaðið var gefið út á Héraði á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Hana má skoða betur með því að smella hér.