Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Hið árlega Ormsteiti, sem er bæjarhátíð Fljótsdalshéraðs, verður haldið dagana 15.-24. ágúst næstkomandi. Safnahúsið mun taka þátt í hátíðahöldunum samkvæmt venju og er undirbúningur kominn vel af stað. Það verður laugardaginn 16. ágúst sem fjölbreytt dagskrá verður í og við safnahúsið, frá kl. 11 til 15, og vonumst við til að sjá sem flesta. Dagskráin verður kynnt nánar síðar. Því má þó ljóstra upp að einn liður dagskrárinnar verður ljósmyndasýning sem starfsfólk héraðsskjalasafnsins mun hafa veg og vanda af. 

Nánari upplýsingar um Ormsteiti má fá á heimasíðu hátíðarinnar: www.ormsteiti.is   

Næstkomandi laugardag (14. júní) opnar formlega í safnahúsinu sýningin Ó-líKINDi sem er sumarsýning Minjasafns Austurlands. Þema sýningarinnar er íslenska sauðkindin, afurðir hennar og birtingarmyndir í íslensku landslagi sem og staða sauðkindarinnar í íslenskri sögu, menningu, listum og hönnun. Sýningin er á öllum hæðum í safnahúsinu og koma sýningargripir víða að. Framsetning sýningarinnar er margvísleg en á henni gefur m.a. að líta ljósmyndir, muni og afurðir sauðkindarinnar.

Sumri verður fagnað í Safnahúsinu á Egilsstöðum á sumardaginn fyrsta (24. apríl) og verður húsið opið frá kl. 16-18. Starfsfólk Safnahússins tekur á móti gestum og verður ýmislegt gert til skemmtunar. Flutt verður efni tengt sumarkomu og rifjaðir upp gamlir leikir. Þessi viðburður er liður í Menningardögum að vori á Fljótsdalshéraði.

Safnahúsið á Egilsstöðum boðar til austfirskrar bókavöku, föstudaginn 3. desember kl. 20.30.

Lesið verður upp úr ljóðabókum Jörgens Kjerúlf, Hallgerðar Gísladóttur og Stefaníu Gísladóttur.

Aðalfundur fulltrúaráðs Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. var haldinn á Berunesi við Berufjörð 26. október s.l. Óvenjugóð mæting var á fundinn þar mættu fulltrúar allra aðildarsveitarfélaganna nema Breiðdalshrepps.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022