Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Héraðshátíðin Ormsteiti á Fljótsdalshéraði hefst næstkomandi föstudag, 14. ágúst, og stendur í rúma viku. Sú hefð hefur skapast að einn dag Ormsteitis er safnastarf meira áberandi en annars og taka söfnin í Safnahúsinu á Egilsstöðum þátt líkt og þau hafa gert undanfarin ár. Safnadagur Ormsteitis þetta árið er laugardagurinn 15. ágúst. Að þessu sinni verður dagskráin í Safnahúsinu að kvöldi til og hefst hún kl. 21:00.

Ýmsu nýju efni hefur verið bætti inn á heimasíðu héraðsskjalasafnsins. Hér til vinstri á síðunni má lesa frétt um nýliðna viðburði í starfsemi safnsins. Undir flokknum fróðleikur má finna nýjan pistil eftir Guðgeir Ingvarsson um Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Lindarbakka í Borgarfirði og gögn í vörslu safnsins sem henni tengjast. Hrafnkell Lárusson ritar pistil um nýafstaðinn skjalavarðafund og síðast en ekki síst er komin ný myndasýning á heimsíðuna. Nefnist hún Bæjarhátíðir og íþróttaviðburðir.

Héraðsskjalasafnið verður opið alla virka daga í sumar frá kl. 12-18.

Sú hefð hefur skapast að safnið sé opið allt sumarið, þ.e. ekki sé gripið til tímabundinna sumarlokana, og stendur metnaður okkar til þess að viðhalda þeirri ágætu hefð. 

 

Samkvæmt venju verður mikið um að vera í safnahúsinu á sumardaginn fyrsta. Kl. 13.30 opnar í minjasafninu sýningin "Dauðir rísa ... úr gröfum Skriðuklausturs" og verður opnuninni fylgt eftir með fjölbreyttri dagskrá.

Um kvöldið verður myndasýning þar sem Arndís Þorvaldsdóttir segir frá og sýnir myndir frá austfirskum bæjarhátíðum og íþróttaviðburðum. Sú sýning hefst kl. 20.00. 

Næstkomandi laugardag, 28. mars verður í safnahúsinu tekið forskot á komandi páskahátíð. Þá verður haldið í húsinu svokallað Páskafjör og mun það standa frá kl. 14-17. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem inniheldur m.a. fróðleik um páskahefðir og ljóðaupplestur. Fyrir þá sem vilja taka virkan þátt og reyna að hug og hönd verður boðið upp á föndur, eggjaleit o.fl. Síðast en ekki síst verður boðið upp á vöfflukaffi fyrir gesti. Aðgangur að páskafjörinu er ókeypis og eru allir velkomnir.  

Héraðsskjalasafn Austfirðinga óskar eftir að ráða starfsmann til tímabundinna starfa.

Um er að ræða starf við verkefni á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Verkefnið gengur út á að koma manntali á tölvutækt form til birtingar á vefnum. Starfsmaður mun slá upplýsingum inn í gagnagrunn eftir frumriti manntalsins.

Á fimmtudaginn opnar ljósmyndasýning í Safnhúsinu á Egilsstöðum. Hún ber heitið „Til gagns og til fegurðar“. Myndirnar á sýningunni eru fengnar úr samnefndri sýningu sem var í Þjóðminjasafni Íslands fyrri hluta árs 2008. Þema „Til gagns og til fegurðar“ er útlit og klæðaburður Íslendinga á árabilinu 1860-1960.

„Til gagns og til fegurðar“ verður formlega opnuð fimmtudaginn 22. janúar kl. 17:15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Aðalfundi fulltrúaráðs Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem vera átti á Breiðdalsvík í dag, fimmtudaginn 27. nóvember, er frestað um óákveðinn tíma vegna slæms veðurs og ófærðar. 

Héraðsskjalasafnið verður opið frá kl. 13-17 á Þorláksmessu og frá kl. 13-17 mánudaginn 29. desember og þriðjudaginn 30. desember. Það er lokað á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á gamlársdag. Safnið opnar svo með hefðbundum hætti á fyrsta virkann dag á nýju ári, föstudaginn 2. janúar.

Vegna óviss veðurútlits hefur fundi sem vera átti í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga í dag (23. október) verið frestað. Fundurinn verður í næstu viku. Með tilliti til þess að meirihluti stjórnarmanna skjalasafnsins á yfir fjallvegi að fara til að sækja fundinn var talið talið ráðlegra að bíða með hann.

Þann 8. nóvember n.k. er Norræni skjaladagurinn. Frá árinu 2001 hafa opinber skjalasöfn á Norðurlöndum nýtt annan laugardag í nóvember til að kynna starfsemi sína. Í ár er yfirskrift skjaladagsins "Gleymdir atburðir". Skjaladagurinn er með heimasíðu og er slóðin: www.skjaladagur.is Þó Héraðsskjalasafn Austfirðinga taki ekki þátt í formlegri dagskrá skjaladagsins þetta árið verður safnið opið laugardaginn 8. nóvember frá kl. 13-16. Forstöðumaður safnsins mun þá taka á móti gestum, kynna starfsemina og svara spurningum um hana. Til sýnis verða skjöl og myndir sem tilheyra safnkosti héraðsskjalasafnsins.   

Nú á fimmtudaginn, 23. september, verður haldinn fundur í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Aðalmál stjórnarfundarins er fjárhagsáætlun næsta árs. Oft hefur verið léttara verka að setja saman fjárhagsáætlanir en nú þegar allsstaðar herðir að í samfélaginu og því ljóst halda þarf vel á spilunum. Fundargerð þessa stjórnarfundar verður sett inn á vefinn fljótlega eftir fund. Er ætlunin að viðhafa þann sið í framtíðinni. 

Næstkomandi mánudag, 13. október, eru 100 ár liðin frá fæðingu Aðalsteins Kristmundssonar, sem síðar varð landsþekktur undir skáldanafninu Steinn Steinarr. Af þessu tilefni verður hans minnst með ýmsum hætti víða um land. Steinn var eitt áhrifamesta ljóðskáld landsmanna á 20. öld og hafa mörg ljóða hans greipst í huga landsmanna. Héraðsskjalasafn Austfirðinga leggur sitt af mörkum á þessum tímamótum, en næstkomandi sunnudagskvöld (12. okt.) verður Steins minnst með dagskrá í safnahúsinu. Þar verður sagt frá ævi og ferli skáldsins og flutt verða ljóð eftir hann.

Á annars vel heppnuðum safna- og markaðsdegi í safnahúsinu sl. laugardag bar einn skugga á. Af óviðráðanlegum orsökum urðum við að fella niður myndasýninguna sem fyrirhuguð var í Valaskjálf kl. 15 þann dag.

Þrátt fyrir að svona hafi farið vonumst við til að geta haldið sýninguna síðar og verður hún þá auglýst sérstaklega.

Hið árlega Ormsteiti, sem er bæjarhátíð Fljótsdalshéraðs, verður haldið dagana 15.-24. ágúst næstkomandi. Safnahúsið mun taka þátt í hátíðahöldunum samkvæmt venju og er undirbúningur kominn vel af stað. Það verður laugardaginn 16. ágúst sem fjölbreytt dagskrá verður í og við safnahúsið, frá kl. 11 til 15, og vonumst við til að sjá sem flesta. Dagskráin verður kynnt nánar síðar. Því má þó ljóstra upp að einn liður dagskrárinnar verður ljósmyndasýning sem starfsfólk héraðsskjalasafnsins mun hafa veg og vanda af. 

Nánari upplýsingar um Ormsteiti má fá á heimasíðu hátíðarinnar: www.ormsteiti.is   

Næstkomandi laugardag (14. júní) opnar formlega í safnahúsinu sýningin Ó-líKINDi sem er sumarsýning Minjasafns Austurlands. Þema sýningarinnar er íslenska sauðkindin, afurðir hennar og birtingarmyndir í íslensku landslagi sem og staða sauðkindarinnar í íslenskri sögu, menningu, listum og hönnun. Sýningin er á öllum hæðum í safnahúsinu og koma sýningargripir víða að. Framsetning sýningarinnar er margvísleg en á henni gefur m.a. að líta ljósmyndir, muni og afurðir sauðkindarinnar.

Sumri verður fagnað í Safnahúsinu á Egilsstöðum á sumardaginn fyrsta (24. apríl) og verður húsið opið frá kl. 16-18. Starfsfólk Safnahússins tekur á móti gestum og verður ýmislegt gert til skemmtunar. Flutt verður efni tengt sumarkomu og rifjaðir upp gamlir leikir. Þessi viðburður er liður í Menningardögum að vori á Fljótsdalshéraði.

Safnahúsið á Egilsstöðum boðar til austfirskrar bókavöku, föstudaginn 3. desember kl. 20.30.

Lesið verður upp úr ljóðabókum Jörgens Kjerúlf, Hallgerðar Gísladóttur og Stefaníu Gísladóttur.

Aðalfundur fulltrúaráðs Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. var haldinn á Berunesi við Berufjörð 26. október s.l. Óvenjugóð mæting var á fundinn þar mættu fulltrúar allra aðildarsveitarfélaganna nema Breiðdalshrepps.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga