Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Við úthlutun styrkja Menningarráðs Austurlands fyrr á þessu ári fékk Héraðsskjalasafn Austfirðinga fjárstyrk til verkefnisins Austfirsk menning í ljósmyndum. Markmið verkefnisins er að fara með sérsniðnar ljósmyndasýningar til byggðarlaga á starfssvæði safnsins. Nú er komið að Breiðdal og Stöðvarfirði. Miðvikudagskvöldið 3. október verður sýning í Kaupfjelaginu á Breiðdalsvík og hefst hún kl. 20:00.

Í þessari sumarsýningu, hér á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga, kennir ýmissra grasa og eru myndirnar, sem teknar eru á árabilinu 1950-2000, komnar víða að. Nokkrar eru úr stærri söfnum sem hér eru til varðveislu, þ.e. safni vikublaðsins Austra og söfnum blaðamannanna Önnu Ingólfsdóttur og Sigurðar Aðalsteinssonar. Aðrar koma úr einkasöfnum sem Ljósmyndasafnið hefur fengið til varðveislu.

 Minjasafn Austurlands í samstarfi við austfirskt hannyrðafólk, Héraðsskjalasafnið o.fl. opnar á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 13:00 sýninguna Kraftaverk austfirskra kvenna sýna tíma tvenna. Sýningin er sumarsýning Minjasafnsins og mun hún standa fram á haust.

Frá og með nýliðnum áramótum skerðist opnunartími Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Opnunartími safnsins verður framvegis frá kl. 12:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga. Lokað verður á föstudögum. Þessi breyting er tilkomin vegna samdráttar í rekstri safnsins.

Frá og með nýliðnum áramótum skerðist opnunartími Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Opnunartími safnsins verður framvegis frá kl. 12:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga. Lokað verður á föstudögum. Þessi breyting er tilkomin vegna samdráttar í rekstri safnsins.

Héraðsskjalasafnið verður opið til kl. 16:00 á Þorláksmessu. Milli hátíðanna eru fjórir virkir dagar (27.-30. des). Þá daga verður safnið opið frá kl.12.30-16.00.

Hin árlega Bókavaka Safnahússins verður fimmtudagskvöldið 1. desember nk. og hefst kl. 20:30.
Að venju verður austfirsk útgáfa í öndvegi. Fimm höfundar munu koma og lesa úr verkum sínum. Kynnir á Bókavökunni verður Arndís Þorvaldsdóttir.

Óþekktar myndir í Hlymsdölum fimmtudagskvöldið 10. nóvember. Fólk er hvatt til að mæta á þessa skemmtilegu sýningu og leggja sitt af mörkum til upplýsinga um myndirnar sem sýndar verða.

Samkvæmt venju verða engar sumarlokanir hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga heldur verður safnið opið í sumar alla virka daga frá kl. 12-18.

Safnið er lokað á skírdag/sumardaginn fyrsta, föstudaginn langa og annan í páskum. Við opnum aftur eftir páskaleyfi þriðjudaginn 26. apríl.

Sýningin ENDURFUNDIR stóð í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands 2009-2010 og fjallaði um fornleifarannsóknir sem Kristnihátíðarsjóður styrkti árin 2001–2005. Á sýningunni var fjallað um rannsóknir á Gásum, Hólum, Keldudal, Kirkjubæjarklaustri, Reykholti, Skálholti, Skriðuklaustri og á Þingvöllum.
Skriðuklausturshluta sýningarinnar er nú búið að setja upp í Minjasafni Austurlands og formleg opnun verður laugardaginn 16. apríl kl. 13:00. Kaþólski presturinn Pétur Kovácik mun syngja tíðabænir og Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur flytur erindi um rannsóknina.
Páskaföndur verður í boði eins og fyrri ár og ásamt þjóðlegum veitingum.
Allir velkomnir og frítt inn að vanda.

Ný myndasýning birtist í dag (11. mars 2011) hér á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Höfundur myndanna á sýningunni er Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri, en um þessar mundir stendur yfir skönnun filmusafns hans hér í Héraðsskjalasafninu. Sigurður hefur verið mikilvirkur ljósmyndari um árabil og hefur safn hans að geyma ómetanlegar myndir frá ýmsum atburðum, framkvæmdum og mannlífi á Austurlandi. Myndirnar tuttugu sem hér birtast eru teknar á tæpum áratug, þ.e. frá árabilinu 1972 -1980. Þær eru birtar hér með góðfúslegu leyfi Sigurðar.

Föstudaginn 11. mars nk. opnar á jarðhæð Safnahússins ljósmyndasýning með myndefni úr safni Ljósmyndasafns Austurlands. Ólokið er að velja myndir á sýninguna en ákveðið er að þema hennar verður austfirskt. Degi fyrir sýningaropnunina, fimmtudaginn 10. mars, mun birtast á vefsíðu Héraðsskjalasafnsins ný myndasýning með svipuðu myndefni og á fyrrgreindri sýningu. Ekki verður þó um sömu sýningu að ræða. Báðar sýningarnar verða kynntar nánar síðar. 

Starfsfólk Héraðsskjalasafns Austfirðinga óskar íbúum Austurlands gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fimmtudagskvöldið 2. desember nk. verður hin árlega Bókavaka haldin í Safnahúsinu og hefst hún kl. 20:30. Að venju verður áherslan lögð á austfirska útgáfu og munu nýútgefnar austfirskar bækur verða kynntar með upplestri og frásögnum af útgáfu þeirra. Sex bækur verða kynntar sérstaklega og munu höfundar eða aðstandendur þeirra verða á staðnum og kynna sínar bækur.

Við minnum á dagskrána Kæru hlustendur sem verður í Safnahúsinu laugardaginn 13. nóvember nk. Dagskráin er tileinkuð 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Hún er um klukkustundar löng og hefst klukkan 17:00. Aðgangur er ókeypis.

Af ófyrirséðum orsökum hefur orðið að breyta tímasetningu sýningarinnar Austurland fyrir 20 árum sem fyrirhuguð var í Safnahúsinu laugardagskvöldið 21. ágúst nk. (er ranglega tímasett þann 14. ágúst í útgefinni dagskrá Ormsteitis). Ný tímasetning er FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 20. ÁGÚST kl. 20:00. 

Hin árlega Ormsteitishátíð verður haldin á Fljótsdalshéraði dagana 13.-22. ágúst nk. Að venju tekur Safnahúsið þátt í hátíðinni. Framlag Héraðsskjalasafnsins þetta árið verður sýning Austurland fyrir 20 árum en hún byggir á myndskeiðum úr Austfirsku atvinnu- og menningarlífi frá árunum í kringum 1990. Heiður Ósk Helgadóttir og Hjalti Stefánsson munu hafa veg og vanda af sýningunni en hún byggir á myndefni frá Austfirska sjónvarpsfélaginu sem starfaði á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Sýningin verður í Safnahúsinu þann 21. ágúst og hefst hún kl. 20:00.

Biskup Íslands og Félag héraðskjalavarða á Íslandi standa fyrir sameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna sóknarnefnda í landinu. Héraðsskjalasöfn efna nú til átaks með Biskupi Íslands í því skyni að hvetja sóknarnefndir til að varðveita sögu sína með því að koma skjölunum á næsta héraðskjalasafn í því skyni að skjölin varðveitist á öruggum stað. Forsvarsmenn sóknarnefnda, og þeir sem hafa undir höndum skjöl sóknarnefnda, eru því hvattir til að hafa samband við næsta héraðskjalasafn varðandi nánari upplýsingar eða koma skjölunum til þeirra til varðveislu.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga óskar eftir að ráða starfsfólk til tímabundinna starfa.

Um er að ræða starf við yfirstandandi verkefni á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Verkefnið snýst um innslátt og yfirlestur manntala vegna fyrirhugaðrar birtingar á vefnum. Starfsmaður mun slá upplýsingum inn í gagnagrunn eftir frumriti manntalsins.

Ráðið er til loka árs 2010. Reynslutími er 2 mánuðir. Um er að ræða hlutastarf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 14. janúar n.k. [til að sjá meira, klikkið á fyrirsögn]

Héraðsskjalasafnið verður opið á þorláksmessu til kl. 16:00. Safnið verður hins vegar lokað á aðfangadag, gamlársdag og nýársdag. Virka daga milli jóla og nýárs (28., 29. og 30. des.) verður opið frá kl. 12:00-17:00. Opnunartími færist svo í eðlilegt horf frá og með fyrsta starfsdegi nýs árs, sem er mánudagurinn 4. janúar. 

Á fimmtudagskvöldið (3. des) verður Bókavaka Safnahússins haldin og hefst hún kl. 20:00. Líkt og í fyrra er bókavakan alaustfirsk, þ.e. að þeir rithöfundar sem fram koma eru allir Austfirðingar. Þeir höfundar sem stíga á stokk eru alls fimm talsins: Þau eru: Vilhjálmur Hjálmarsson, Elfa Hlín Pétursdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ingunn Snædal og Smári Geirsson. Þeirri venju er haldið að bjóða upp á fjölbreytt efni, en á efnisskránni eru tvær ljóðabækur, ein byggðasaga, ein sveitarlýsing og ein þýdd bók. Höfundarnir eru einnig misreyndir í bókum talið, allt frá því að vera að gefa út sína fyrstu bók og til þess að vera að gefa út bók nr. 20.

Samkvæmt venju mun safnahúsið standa fyrir bókavöku og jólagleði á aðventunni. Bókavakan mun verða fimmtudagskvöldið 3. desember og jólagleðin laugardaginn 5. desember. Dagskrá þessara viðburða verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Safnahúsið tekur þátt í Dögum myrkurs með dagskrá sem verður í safninu laugardaginn 14. nóvember kl. 16.00

Minnst verður 125 ára fæðingarafmælis skáldsins Arnar Arnarsonar með dagskrá tileinkaðri skáldinu. Umsjón með henni hafa Áslaugar Sigurgestsdóttur og Arndísar Þorvaldsdóttur. Norræna skjaladaginn ber upp á þennan sama dag og er þema hans “Konur og kvenfélög”. Af því tilefni verður sýning á gögnum úr fórum austfirskra kvenfélaga og myndum af konum í leik og starfi. Þennan dag lýkur svo sumarsýningu Minjasafnsins, Ást í 100 ár, með því að ástarhjörtu Ríkeyjar Kristjánsdóttur verða tekin niður og seld hæstbjóðanda.

Í dag birtist hér á heimasíðu safnsins myndasýning sem nefnist Söngur og leiklist á Héraði. Sýningin gefur innsýn í tónlistar- og leiklistarlíf á Fljótsdalshéraði á síðari hluta 20. aldar, en elsta myndin er frá árinu 1959. Flestar koma myndirnar úr myndasöfnum Tónskólans og Leikfélags Fljótsdalshéraðs og er ljósmyndara getið séu þeir þekktir.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga