Fyrsti fyrirlestur í nýrri fyrirlestraröð undir yfirskriftinni Nýjustu fræði og vísindi - á Austurlandi verður haldinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 22. október kl. 10:00.
Þar mun Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands fjalla um rannsóknir sínar á bréfasafni Páls Pálssonar frá Hallfreðarstöðum.
Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til að mæta kostnaði.
Streymt verður frá fyrirlestrinum á Youtube og má nálgast streymið og síðar upptöku af fyrirlestrinum með því að smella hér.
Fyrirlesturinn er sem fyrr segir sá fyrsti í röð fræðsluerinda um rannsóknir og fræði á Austurlandi og um Austurland og Austfirsk málefni. Að fyrirlestraröðinni standa Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri, Hallormsstaðaskóli, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Sögufélag Austurlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi.