Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Fyrirlestur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

Fyrirlestur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

Fyrsti fyrirlestur í nýrri fyrirlestraröð undir yfirskriftinni Nýjustu fræði og vísindi - á Austurlandi verður haldinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 22. október kl. 10:00.

Þar mun Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands fjalla um rannsóknir sínar á bréfasafni Páls Pálssonar frá Hallfreðarstöðum.

Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Æ blessaður skrifaðu mér þá ferð fellur“ en nánar má lesa um efni hans með því að smella hér.

Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum til að mæta kostnaði.

Streymt verður frá fyrirlestrinum á Youtube og má nálgast streymið og síðar upptöku af fyrirlestrinum með því að smella hér.

Fyrirlesturinn er sem fyrr segir sá fyrsti í röð fræðsluerinda um rannsóknir og fræði á Austurlandi og um Austurland og Austfirsk málefni. Að fyrirlestraröðinni standa Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri, Hallormsstaðaskóli, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Sögufélag Austurlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022