Mánudaginn 7. febrúar verður lokað fyrir hádegi á Héraðsskjalasafninu vegna slæmrar veðurspár.
Gangi spár eftir mun veðrið lægja um hádegi og við gerum ráð fyrir að opna kl. 13:00 fyrir gesti og gangandi.
Við hvetjum alla til að taka tilliti til veðurs og vera ekki á ferðinni að óþörfu. Við búum enda við þann lúxus að skjölin eða bækurnar fara ekkert frá okkur þó við leyfum okkur að loka vegna veðurs.