Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ljósmyndasýning í Safnahúsinu og á vefnum

Föstudaginn 11. mars nk. opnar á jarðhæð Safnahússins ljósmyndasýning með myndefni úr safni Ljósmyndasafns Austurlands. Ólokið er að velja myndir á sýninguna en ákveðið er að þema hennar verður austfirskt. Degi fyrir sýningaropnunina, fimmtudaginn 10. mars, mun birtast á vefsíðu Héraðsskjalasafnsins ný myndasýning með svipuðu myndefni og á fyrrgreindri sýningu. Ekki verður þó um sömu sýningu að ræða. Báðar sýningarnar verða kynntar nánar síðar. 

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga