Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Sumarsýning 2012

Í þessari sumarsýningu, hér á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga, kennir ýmissra grasa og eru myndirnar, sem teknar eru á árabilinu 1950-2000, komnar víða að. Nokkrar eru úr stærri söfnum sem hér eru til varðveislu, þ.e. safni vikublaðsins Austra og söfnum blaðamannanna Önnu Ingólfsdóttur og Sigurðar Aðalsteinssonar. Aðrar koma úr einkasöfnum sem Ljósmyndasafnið hefur fengið til varðveislu.

  Í sýningunni gefur að líta myndir frá ýmsum atburðum, atvinnulífi, samkomum og ferðalögum, auk þess að að valdar hafa verið nokkrar myndir af einstaklingum og hópum frá mismunandi tíma. Allar hafa þær sögu að segja og gefa okkur, t.d. upplýsingar um mannlíf, klæðaburð og hártísku á hverjum tíma. Skráningu mynda er endalaust hægt að bæta og eru allar upplýsingar vel þegnar.

Héraðsskjalasafn AustfirðingaLaufskógum 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471 1417
Tölvupóstur:   heraust@heraust.is

  Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© 2020 Héraðsskjalasafn Austfirðinga