Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Íþróttamyndir

Það er kominn vorhugur í starfskonur Héraðsskjalasafnsins. Í vefsýningu safnsins að þessu sinni má sjá íþróttamyndir frá ýmsum tímum. Myndirnar koma úr ýmsum söfnum, meðal annars ljósmyndasafni UÍA.

1

1

Námskeið í ungbarnasundi í sundlaug fatlaðra við Vonarland. Ljósmyndasafn Austra.
2

2

Keppt í langstökki á Sumarhátíð að Eiðum. Ljósmyndasafn Austra.
3

3

Fimleikahópur á Fáskrúðsfirði við lýðveldistökuna 1944. Ljósmyndasafn UÍA.
4

4

Fyrsta Landsbankahlaupið á Egilsstöðum. Ljósmyndasafn Austra.
5

5

Keppt í hástökki á Sumarhátíð að Eiðum 1986. Ljósmyndasafn Austra.
6

6

Ungir skákmenn í Seyðisfjarðarskóla. Ljósmyndasafn Austra.
7

7

Hástökk með gamla laginu á kaupfélagstúninu á Egilsstöðum. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
8

8

Stangarstökk á kaupfélagstúninu á Egilsstöðum. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
9

9

Akstursíþróttaklúbburinn Start stóð fyrir Bílakross keppni í landi Eyvindár. Ljósmyndasafn Austra.
10

10

Verðandi siglingakappi æfir sig. Ljósmyndasafn Austra.
11

11

Siglingaklúbburinn Sörvi var stofnaður 1984. Tveir félagar á siglingu á Lagarfljótinu. Ljósmyndasafn Austra.
12

12

Nemendur Alþýðuskólans á Eiðum spila maraþonknattspyrnu á ísilagðri Húsatjörninni í Eiðaskógi. Ljósmyndasafn Austra.
13

13

Kappróður milli Færeyinga og Íslendinga á Norðfirði. Ljósmyndasafn UÍA.
14

14

Hástökk með tilþrifum á kaupfélagstúninu á Egilsstöðum. Ljósmynd: Guðmundur R. Jóhannsson.
15

15

Skíðasvæðið á Fagradal. Ljósmynd: Hákon Aðalsteinsson.
16

16

Skógarganga fór fram á Egilsstöðum og var liður í Íslandsgöngunni sem fór fram á 5 stöðum á landinu. Ljósmyndasafn Austra.
17

17

Júdóæfingar í Hallormsstaðaskóla. Ljósmyndasafn Austra.
18

18

Fótboltalið á Fáskrúðsfirði. Ljósmyndasafn Einar Vilhjálmssonar.
19

19

Frá hestamannamóti Freyfaxa á Iðavöllum. Ljósmyndasafn Austra.
20

20

Glímukappar á Reyðarfirði. Ljósmyndasafn Austra.
21

21

Opna austurlandsmótið í skák, haldið í Valaskjálf Egilsstöðum. Ljósmyndasafn Austra.
22

22

Útiskákmót við Menntaskólanum á Egilsstöðum. Ljósmyndasafn Austra.
23

23

Sýning á Landsmóti á Eiðum 1968. Ljósmynd: Sigríður Sigurðardóttir.
24

24

Skíðasvæðið í Oddskarði. Ljósmyndasafn Austra.
25

25

Litríkir skíðabúningar. Ljósmyndasafn Austra.
26

26

Frá snjósleðamóti sem haldið var á Fjarðarheiði. Ljósmyndasafn Austra.
27

27

Dráttarvélarallý UMF. Egils Rauða fór fram í Neskaupstað. Beðið eftir björgun. Ljósmyndasafn UÍA.
28

28

Keppt í glímu á Sumarhátíð UÍA. Ljósmyndasafn UÍA.
29

29

Kraftakeppnin Austfjarðartröll 1998 var haldin á Breiðdalsvík. . Ljósmyndasafn Austra.
30

30

Kraftlyftingamaður tekur á öllu sínu. Ljósmyndasafn UÍA.
31

31

Virðulegur kúluvarpari. Ljósmyndasafn UÍA.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022