Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Nýjar reglur um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang skjala

Þann 1. júlí 2015 tóku gildi endurskoðaðar reglur frá Þjóðskjalasafni Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala.

Endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda.  

Endurskoðun reglna Þjóðskjalasafns Íslands er gerð í kjölfar nýrra laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Breytingar sem gerðar voru frá fyrri reglum snúa einkum að vísun í ný lög en einnig eru greinar sameinaðar og orðalagi breytt til að gera reglurnar skýrari. Unnið er að endurskoðun leiðbeiningarrita og munu þau verða gefin út á vef Þjóðskjalasafns á næstunni. Þá er jafnframt unnið að endurskoðun á öðrum reglum safnsins og verða þær auglýstar til umsagnar á haustmánuðum.

Eftirtaldar reglur tóku gildi 1. júlí 2015:

Reglur um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila nr. 571/2015.

Reglur um málalykla afhendingarskyldra aðila nr. 572/2015.

Reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila nr. 573/2015.

Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá árinu 2010. Reglur settar skv. eldri lögum halda engu að síður gildi sínu. 

 

 

 

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022