Þann 1. júlí 2015 tóku gildi endurskoðaðar reglur frá Þjóðskjalasafni Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala.
Endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endurskoðun reglna Þjóðskjalasafns Íslands er gerð í kjölfar nýrra laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Breytingar sem gerðar voru frá fyrri reglum snúa einkum að vísun í ný lög en einnig eru greinar sameinaðar og orðalagi breytt til að gera reglurnar skýrari. Unnið er að endurskoðun leiðbeiningarrita og munu þau verða gefin út á vef Þjóðskjalasafns á næstunni. Þá er jafnframt unnið að endurskoðun á öðrum reglum safnsins og verða þær auglýstar til umsagnar á haustmánuðum.
Eftirtaldar reglur tóku gildi 1. júlí 2015:
Reglur um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila nr. 571/2015.
Reglur um málalykla afhendingarskyldra aðila nr. 572/2015.
Reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila nr. 573/2015.
Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá árinu 2010. Reglur settar skv. eldri lögum halda engu að síður gildi sínu.