Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Gamla hverfið á ásnum - Tillaga að verndarsvæði í byggð

  9. nóvember 2021 - 31. janúar 2022

Á veggjum Safnahússins er nú að finna sýningu um upphaf þéttbýlisins á Egilsstöðum á fimmta og sjötta áratug 20. aldarinnar í tengslum við verkefni um verndarsvæði í byggð.

Sveitarfélagið Múlaþing (áður Fljótsdalshérað) hefur um skeið unnið að undirbúningi verndarsvæðis í byggð á Egilsstöðum, eftir lögum nr. 87/2015. Tillagan var kynnt á vinnslustigi í nóvember og hefur nú verið auglýst formlega. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 31. janúar, en upplýsingar um tillögun má nálgast á vef Múlaþings.

Hluti af kynningarferlinu er sýning sem sett hefur verið upp á neðstu hæðinni í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Þar má sjá kynningarspjöld þar sem farið er yfir sögu svæðisins, einkenni, byggingarlist og annað sem snýr að áformaðri friðlýsingu. Einnig er hægt að fletta í gegnum fornleifaskráningu og húsakönnun svæðisins, svo eitthvað sé nefnt.


Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022