- Stefán Bogi Sveinsson
- Pistlar
Út af eintómum hreppsómögum
Ég hef verið að hugsa svolítið um fátækt fólk og hreppsómaga að undanförnu og fyrir því er ástæða.
Ég hef verið að hugsa svolítið um fátækt fólk og hreppsómaga að undanförnu og fyrir því er ástæða.
Á vefnum leitir.is býðst aðgengi að fjölbreyttum safnkosti bókasafna á Íslandi og efni valinna sérsafna. Einnig er mögulegt að takmarka leit við Héraðsskjalasafn Austfirðinga sem á um 9.900 bækur.
Árið 2012 var síðasta heila starfsár mitt sem forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga, en um nýliðin áramót voru liðin fimm ár frá því að ég tók við starfinu. Þessi fimm ár hafa verið viðburðarík. Margt ánægjulegt hefur gerst en einnig höfum við sem starfað höfum fyrir safnið þurft að takast á við ýmsa erfiðleika og áföll. Starfsemin hefur þrátt fyrir allt verið lífleg, eins og ársskýrslur safnsins frá undanförnum árum bera með sér.
Haustið 1995 flutti Bókasafn Héraðsbúa í núverandi húsnæði á þriðju hæð Safnahússins við Laufskóga 1 á Egilsstöðum. Árið 1996 fluttu svo Minjasafn Austurlands og Héraðsskjalasafn Austfirðinga líka inn í Safnahúsið. Húsið eru þó enn aðeins hálfklárað. Samkvæmt upphaflegum teikningum á það að vera þrjár burstir með tveimur tengibyggingum, en það er enn sem komið er aðeins ein og hálf burst með tengibyggingu.
Þann 26. apríl sl. andaðist á Akureyri Sigurður Óskar Pálsson, 81 árs að aldri. Sigurður var héraðsskjalavörður við Héraðsskjalasafn Austfirðinga á árabilinu 1982-1996 en hafði áður starfað sem kennari og skólastjóri við barna- og grunnskólana á Borgarfirði eystra og á Eiðum.
Þann 14. febrúar sl. lést Guðgeir Ingvarsson, vinur okkar og samstarfsfélagi. Okkur langar fyrir hönd starfsmanna Safnahússins á Egilsstöðum að minnast hans með nokkrum orðum.
Í Austurglugganum fyrir viku síðan brást Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, við grein minni Á sameign að gagnast fáum? sem birtist í blaðinu 3. febrúar sl. Eins og við mátti búast er Stefán Bogi ekki allskostar sáttur við skrif mín og er honum það vitanlega heimilt. Hins vegar koma fram í grein hans nokkur atriði sem ég finn mig knúinn að bregðast við.
Á Austurlandi starfa ýmsar stofnanir sem misjafnlega mikið fer fyrir í almennri umræðu. Ein þessara sameiginlegu stofnana er Héraðsskjalasafn Austfirðinga sem starfrækt hefur verið síðan 1976. Héraðsskjalasafnið hefur starfssvið sem nær bæði til stjórnsýslu og menningar. Safnið sækja að jafnaði um 1600-1800 gestir á ári. Það tekur við og skráir skjöl frá stofnunum og einstaklingum, hjá því er viðamikið ljósmyndasafn og veglegt rannsóknarbókasafn, starfsfólk safnsins liðsinnir námsfólki og öðrum sem leita til safnsins í heimildaleit og það stendur ár hvert fyrir fjölda sýninga og annarra menningarviðburða.
Síðastliðin tvö ár hefur verið gerð gangskör að því að bæta aðgengi safngesta að hljóð- og myndefni sem varðveitt er í Héraðsskjalasafninu og tryggja betur varðveislu þess með því að afrita efnið á stafrænt form. Þó meginhlutverk Héraðsskjalasafnsins sé að safna skjölum tekur safnið einnig við mynd- og hljóðefni sem snertir Austurland eða austfirska sögu og menningu.
Frá ársbyrjun 2008 hefur verið framkvæmd skipuleg skráning gesta sem koma í Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Hefur skráningin verið gerð þannig að starfsfólk safnsins skráir gestafjölda frá degi til dags. Nú hefur þessi háttur verið hafður á í tvö ár og því vert að gera örlítinn samanburð á árunum um leið og greint verður frá gestafjölda á árinu 2009.
Dagana 5. og 6. nóvember sl. hittust skjalaverðir frá Þjóðskjalasafni Íslands og héraðsskjalasöfnum landsins á fundi í fundarsal Þjóðskjalasafns. Um var að ræða reglulegan fund skjalavarða, en síðast var slíkur fundur haldinn á Egilsstöðum 29. og 30. apríl sl. Þó fundurinn teygði sig á tvo daga var dagskrá hans þétt enda margvísleg verkefni sem skjalasöfnin takast á við, bæði ný og gömul, og var því af nægum umræðuefnum að taka.
Dagana 29. og 30. apríl sl. var haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum árlegur fundur skjalavarða, en þá fundi sækir starfsfólk Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalasafna landsins. Í janúar sl. var ákveðið að næsti fundur skyldi haldinn á Egilsstöðum. Skipaði Þjóðskjalavörður þá undirbúningsnefnd fyrir fundinn sem skyldi sjá um undirbúning og framkvæmd hans. Í nefndinni áttu sæti Unnar Ingvarsson (Héraðsskjalavörður Skagfirðinga), Njörður Sigurðsson (starfsmaður Þjóðskjalasafns Íslands) og Hrafnkell Lárusson (forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga).
Um síðustu áramót var tekið til við að skrá gestafjölda í héraðsskjalasafninu af meiri nákvæmi en gert hafði verið. Áður var látið nægja að gestabók lægi frammi og starfsfólk hvetti gesti til að rita nöfn sín í hana. Í erli dagsins vill þó gleymast að minna gestina á gestabókina og því var öllum sem til þekktu ljóst að fjöldi þeirra sem rituðu nöfn sín þar var aðeins hluti af heildarfjölda gesta safnsins. Því var það ráð tekið að starfsfólk safnsins skráði gestafjölda hvers dags við lok hans, en eftir sem áður eru gestir líka hvattir til að skrá nöfn sín í gestabókina.
Í síðasta tölublaði Austurgluggans [21. febrúar 2008] birtist á forsíðu frétt um störf við skráningu manntala sem munu verða unnin hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga á Egilsstöðum. Um er að ræða verkefni sem héraðsskjalasafnið tekur að sér og er hluti stærra skráningarverkefnis á vegum Þjóðskjalasafns Íslands.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur nú opnað heimasíðu. Tilgangurinn með heimasíðunni er að gefa sem flestum tækifæri til að leita upplýsinga hjá héraðsskjalasafninu. Héraðsskjalasafn Austfirðinga á að þjóna íbúum frá Lónsheiði í suðri að Gunnólfsvíkurfjalli í norðri, til að uppfylla skyldu safnsins við þá íbúa Austurlands sem búa fjarri safninu þá á heimasíðan að vera tæki til þess.
Eins og kom fram á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins þann 12 mars, þá fékk safnið myndarlegan styrk frá Landsbanka Íslands til að vinna að flokkun og frágangi Ljósmyndasafns Vikublaðsins Austra. Þessi styrkveiting beinir athyglinni að því umhverfi sem er að skapast hér á landi varðandi fjármögnun menningarstarfsemi.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.
Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.