Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Nú þegar skammt er liðið á árið 2010 er við hæfi að birta upplýsingar um hvaða bækur bættust við bókakost Bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur á síðari hluta árs 2009. Að birta slíka lista með hálfsárs millibili er venja sem haldist hefur frá árinu 2008. Alls voru nýskráðar bækur á tímabilinu 99 talsins. Bækurnar raðast í lista í efnisröð í samræmi við röð þeirra í Dewey-kerfinu. Nær allar bækurnar í listanum eru nýjar eða nýlegar og voru keyptar til safnsins en þó eru innanum bækur sem safninu hafa verið gefnar.

Nú í aðdraganda jóla er við hæfi að huga að jólasiðum fyrri tíma. Í þeim fróðleikspistli sem hér fylgir greinir Guðgeir Ingvarsson frá vitnisburði skjala úr fórum Halldórs Péturssonar frá Geirastöðum í Hróarstungu, en í þeim greinir frá venjum varðandi jólahald á Borgarfirði um aldamótin 1900.  

Á síðasta ári birtust tvívegis hér á heimasíðu héraðsskjalasafnsins listar yfir bækur sem bæst hafa við safnkost Bókasafns Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Þessum sið er nú viðhaldið og birtist hér listi yfir bækurnar sem bættust við safnið frá ársbyrjun til júníloka á þessu ári. Alls eru þær 162 talsins. Bækurnar raðast í lista í efnisröð í samræmi við röð þeirra í Dewey-kerfinu. Nær allar bækurnar í listanum eru nýjar eða nýlegar og voru keyptar til safnsins en þó eru innanum nokkrar bækur sem safninu hafa verið gefnar. 

Eitt af merkari einkaskjalasöfnum sem varðveitt eru í Héraðsskalasafni Austfirðinga er einkaskjalasafn Kristjáns Jónssonar, sem oft er kenndur er við Hrjót í Hjaltastaðaþinghá. Hann var líka stundum nefndur Kristján Vopni sem dregið var af því að hann var fæddur og uppalinn í Vopnafirði. Verður nánar vikið að safni hans hér á eftir, en fyrst nokkur orð um hann sjálfan. Styðst ég þar m.a. við kirkjubækur og manntöl og að nokkru við æviminningar hans sjálfs, sem hér eru til í handriti.

Mikið er varðveitt af ljóðum og ýmis konar kveðskap í Héraðsskjalasafni Austfirðinga og þá ekki síst eftir austfirska höfunda eða höfunda sem tengjast Austurlandi á einn eða annan hátt. Hér í safninu er til dæmis varðveitt allmikið af ljóðum, hugleiðingum o. fl. eftir Guðnýju Þorsteinsdóttur, sem oft var kennd við Lindarbakka á Borgarfirði eystra, þar sem hún bjó ásamt fjölskyldu sinni frá 1916-1944. Guðgeir Ingvarsson hefur tekið saman eftirfarandi pistil um Guðnýju og efni henni tengt sem varðveitt er hér í héraðsskjalasafninu.  

Fyrir þá sem áhuga hafa á tónlist, tónlistarmönnum eða sögu tónlistar á Austurlandi gæti verið áhugavert kynna sér hvaða gögn eru til um þessi mál í Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Guðgeir Ingvarsson hefur leitað í tölvuskrá safnsins og tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir það helsta sem þar er að finna um þessi mál. Eflaust hefur þó ýmislegt ekki komið fram við þessa fyrstu leit, sem hér kann að vera til um þessi efni.

 Um miðbik síðasta árs birtist hér á heimasíðu safnsins listi yfir bækur sem keyptar voru til Bókasafns Halldórs og Önnu Guðnýjar á fyrri hluta ársins 2008. Hér fylgir listi með því sem keypt var á síðari hluta ársins. Á listanum eru alls 162 titlar og er þeim raðað í efnisröð samkvæmt Dewey-flokkunarkerfinu. Eins og sjá má af listanum hefur áherslan í innkaupum til safnsins verið lögð á kaup á fræðibókum.

Nú er genginn sá tími í garð að við setjumst niður og skrifum á jólakort til vina og vandamanna. Þessi siður að senda jólakveðju á bréfspjaldi er í raun ekki svo gamall, hugmyndin að jólakortinu varð til á Bretlandseyjum fyrir um 160 árum og til Íslands barst hann upp úr aldamótunum 1900. Í þessum stutta pistli verður farið lauslega yfir hvernig jólakortin þróuðust hér á landi og er stuðst við athugun á jólakortum sem varðveitt eru í Héraðsskjalasafni Austfirðinga þar sem undirrituð er starfsmaður. Forðast ber að líta á það sem hér kemur fram sem vísindalega úttekt þar sem um algjöra leikmannsþanka er að ræða.

Héraðsskjalasafnið kaupir umtalsvert af bókum hvert ár og vex bókakostur þess því jafnt og þétt. Hér birtist uppfærð skrá (sú fyrri birtist 24. júní sl.) yfir keyptar bækur sem keyptar voru til safnsins á fyrri hluta þessa árs, en verulega mikið vantaði í fyrri skrána. Alls er um að ræða 150 titla sem bæst hafa við safnið frá áramótum. Listanum er raðað í stafrófsröð eftir höfundum. Undir lok ársins verður birtur listi yfir bækur keyptar á síðari hluta þessa árs.

Í Héraðsskjalasafni Austfirðinga er varðveittur allmikil fjöldi af örnefnaskrám frá Austurlandi. Mér telst til að örnefnaskrár séu til frá um það bil 410 bújörðum og landssvæðum. Yfir örnefni allmargra jarða eru til tvær eða fleiri örnefnaskrár, oft eftir mismunandi höfunda.

 Hér verður birtur ýmiskonar fróðleikur sem á einkum uppruna sinn í safnkosti héraðsskjalasafnsins og Ljósmyndasafns Austurlands. Það er ætlun okkar að reglulega verði nýjum fróðleiksmolum bætt hér inn. Miklar upplýsingar eru til í héraðsskjalasafninu um örnefni í Múlasýslum og er því við hæfi að fyrstu fróðleikamolarnir sem hér birtast séu um örnefni. Við byrjum á fróðleik um örnefni í Borgarfirði eystri sem Guðgeir Ingvarsson hefur tekið saman.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022