Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Gestir safna eru miklivægir þátttakendur í að móta starfsemi þeirra. Til að skjalasafn þjóni hlutverki sínu sem skyldi þarf starfsfólk þess að leitast við að mæta kröfum og væntingum gestanna og greiða úr erindum þeirra eins vel og efni og aðstæður leyfa. Þetta verður að vera metnaðarmál starfsfólksins. En það þarf ekki aðeins að sinna safngestum og þekkja þarfir þeirra, það er líka mikilvægt fyrir hvert safn að hafa raunhæfa hugmynd um fjölda gesta.

Þrátt fyrir leiðinlegt veður hér eystra undanfarna daga hélt fólk hér sem annarsstaðar á landinu upp á Þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hátíðahöldin drógu þó dálítið dám af veðrinu og voru þau flutt í hús sumsstaðar, þ.á m. hér á Egilsstöðum. Safnahúsið var að venju opið á Þjóðhátíðardaginn.

Ný ljósmyndasýning hefur verið sett inn á heimasíðuna og má skoða hana undir flipanum "Myndir" hér að ofan. Nýja sýningin kallastSumarsýning enda eru margar myndirnar í henni afar sumarlegar. Eins og áður eru myndirnar misgamlar og koma víða að, á einhverjum þeirra gefur að líta fólk eða staði sem ekki hafa verið borin kennsl á og eru upplýsingar um þær myndir vel þegnar.

Í héraðsskjalasafninu er varðveittur fjöldi örnefnaskráa er taka til bújarða eða annarra afmarkaðra svæða í Múlasýslum. Þessar skrár geyma flestar hverjar mikinn fróðleik sem varpar ljósi á náttúru viðkomandi svæðis, sögu þess og fleira er því tengist. Í pistli sem finna má hér undir flokknum Fróðleikur gefur Guðgeir Ingvarsson yfirlit um hvað til er í héraðsskjalasafninu af örnefnaskrám.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur opnað nýja heimasíðu. Hún leysir af hólmi eldri heimasíðu safnsins sem tekin var í notkun árið 2000 og var fyrir löngu orðin úrelt, bæði þung í vöfum og bauð upp á takmarkaða möguleika. Nýja heimasíðan er unnin af Austurneti ehf, þeim Tjörva Hrafnkelssyni, Þórunni Hálfdánardóttur og Unnari Erlingssyni, en þau unnu samhliða nýjar heimasíður fyrir héraðsskjalasafnið og fyrir Minjasafn Austurlands. Slóðin á nýja heimasíðu minjasafnsins er www.minjasafn.is og verður hún tilbúin á næstu dögum. 

Margt fólk lagði leið sína í Safnahúsið á sumardaginn fyrsta og tók þátt í sumarfagnaði safnanna þriggja sem þar eru til húsa. Minjasafnið var opið í tilefni dagsins og var gestum boðið upp á rjómavöfflur og kakó að þjóðlegum sið. Mæltist það afar vel fyrir og hafðist vart undan að framreiða veitingarnar.

Á fyrri hluta nítjándu aldar hófst landnám í Jökuldalsheiði. Heiðin liggur upp afnorðanverðum Jökuldal og afmarkast að norðan verðu af Þríhyrningsfjallgarði og Möðrudalsfjallgarði eystri. Að austan rennur hún saman við heiðalöndin inn af Vopnafirði.

landsbanki.jpg

Landsbanki Íslands hf. hefur veitt Héraðsskjalasafni Austfirðinga styrk að upphæð kr. 700.000,-. til skráningar á Ljósmyndasafni Vikublaðsins Austra. Þetta er í annað sinn sem Landsbankinn veitir styrk til þessa verkefnis.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022