Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ný skýrsla um héraðsskjalasöfnin

Ný skýrsla um héraðsskjalasöfnin

Nýverið sendi stýrihópur héraðsskjalavarða um rafræna skjalavörslu og varðveislu frá sér skýrslu sem ber heitið Starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna.

Meginverkefni stýrihópsins er að halda utan um samstarfsverkefnis safnanna, sem ber heitið Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR). Hluti af þeirri vegferð er að taka saman upplýsingar á einn stað um héraðsskjalasöfnin, hlutverk þeirra og lagalega stöðu.

Einnig er í skýrslunni fjallað um MHR og hvernig skipa má rafrænni skjalavörslu sveitarfélaganna til framtíðar.

Eftirtaldir héraðsskjalverðir skipa stýrihópinn, en alls eru 19 héraðsskjalasöfn á landinu aðilar að samstarfinu. Höfundar skýrslunnar eru auðkenndir með feitletrun, en hana má lesa með því að smella hér.

Erla Dís Sigurjónsdóttir - Héraðsskjalasafn Akraness

Hrafn Sveinbjarnarson - Héraðsskjalasafn Kópavogs

Lára Ágústa Ólafsdóttir - Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Sólborg Una Pálsdóttir - Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Stefán Bogi Sveinsson - Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Þorsteinn Tryggvi Másson - Héraðsskjalasafn Árnesinga

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022