Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Ljúfir tónar langspilsins

Vel var mætt í Hallormsstaðaskóla í gær þegar fram fór annar fyrirlestur vetrarins í fyrirlestraröðinni Nýjustu fræði og vísindi - á Austurlandi.

Að þessu sinni var umfjöllunarefnið langspilið, sem margir þekkja af afspurn en færri hafa séð eða heyrt með eigin eyrum.

Yfirskrift fyrirlestrarins var „Fallega syngur langspilið“ - Baðstofan og tónlistararfur í nýju samhengi. Fyrirlesari var Eyjólfur Eyjólfsson, tónlistarmaður og þjóðfræðingur, en hann hafði vikuna á undan verið gestakennari við skólann. Í lok fyrirlestrarins lék hann, ásamt nemendum Hallormsstaðaskóla, á langspil og handgerða flautu en Eyjólfur hefur meðal annars smíðað slík hljóðfæri úr rabarbara og hvönn.

Erindi Eyjólfs var auk þess hið fróðlegasta, en upptaka af því er aðgengileg á YouTube og má nálgast upptökuna með því að smella hér.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022