Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Safnkosturinn nýttur sem gluggaskraut

Nýverið var ákveðið að gera tilraun með að skreyta gaflglugga á neðstu hæð Safnahússins með mynd sem fengin er úr skjalasafninu.

mynd gluggi

Tilgangurinn er þó ekki eingöngu fagurfræðilegur, heldur einkum að skapa betri vinnuaðstöðu fyrir þá sem fyrir innan sitja. Það skemmir þó ekki fyrir að filman sem sett er á gluggann kemur svona ljómandi vel út. Hún er þeirrar náttúru að ekki sést inn um hana heldur aðeins myndefnið, en þó berst hæfileg birta inn um gluggann og betur sést út um hann en inn.

Í tilraunaskyni var valin opna úr einni af hreppsbókunum sem undanfarin ár hefur verið unnið að því að skanna og gera aðgengilegar á vef safnsins. Um er að ræða færslu í hreppsbók Borgarfjarðarhrepps fyrir árin 1814 til 1838 og varðar ómagaframfærslu árið 1816. Ekki var þessi opna þó valin efnisins vegna heldur fremur vegna fallegrar rithandar og annarra útlitseinkenna.

Teiknistofan AKS sá um að prenta filmuna og setja í gluggann og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir góða þjónustu.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022