Starfsfólk  |  EN  |  ISL  |    |  

Vel var mætt í Hallormsstaðaskóla í gær þegar fram fór annar fyrirlestur vetrarins í fyrirlestraröðinni Nýjustu fræði og vísindi - á Austurlandi.

Guðmundur Sveinsson, héraðsskjalavörður í Neskaupstað, hlaut í dag Menningarverðlaun SSA en þau voru veitt á haustþingi sambandsins á Breiðdalsvík.

Eins og vant er bætist nokkuð í bókakost safnsins yfir jól og áramót. Safnið leggur áherslu á að eignast fræðirit og að þjónusta háskólanema eins og kostur er.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur um nokkurt skeið átt í góðu samstarfi við sjálfboðaliðasamtökin Icelandic Roots og sóttu tveir fulltrúar samtakanna safnið heim í dag.

Stefán Bogi Sveinsson verður næsti forstöðumaður hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Bára Stefánsdóttir lýkur störfum 30. júní.

Hefur þú áhuga á safnastarfi? Starf forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars.

Á aðalfundi Héraðsskjalasafnsins var fjallað um ársskýrslu 2017, ársreikning 2017 og fjárhagsáætlun 2019. Fundurinn var 19. nóvember.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní voru tvær sýningar opnaðar: Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi? Sýning í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Nr. 2 Umhverfing.

Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins var haldinn á Skriðuklaustri 27. nóvember. Þar voru til umfjöllunar ársreikningur 2016 og fjárhagsáætlun 2018.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022