Grein um herskálana var birt á vefnum skjaladagur.is í tilefni af norrænum skjaladegi 14. nóvember 2020 en þema hans var hernumið land.
Starfsfólk | EN | ISL | |
Grein um herskálana var birt á vefnum skjaladagur.is í tilefni af norrænum skjaladegi 14. nóvember 2020 en þema hans var hernumið land.
Þann 17. júní var opnuð sýning eftir Guy Stewart. Hún samanstendur af sjö flugdrekabókum sem hver og ein er tileinkuð fornu bókmenntaverki.
Á aðalfundi Héraðsskjalasafnsins var fjallað um ársskýrslu 2017, ársreikning 2017 og fjárhagsáætlun 2019. Fundurinn var 19. nóvember.
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní voru tvær sýningar opnaðar: Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi? Sýning í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Nr. 2 Umhverfing.
Ný burst mun rísa við Safnahúsið á næstu árum samkvæmt samningi sem undirritaður var við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í gær.
Frá árinu 1978 hefur Héraðsskjalasafnið gefið út jóla- eða áramótakort. Kort ársins 2017 er tileinkað Guðrúnu H. Finnsdóttur skáldkonu frá Geirólfsstöðum í Skriðdal.
Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins var haldinn á Skriðuklaustri 27. nóvember. Þar voru til umfjöllunar ársreikningur 2016 og fjárhagsáætlun 2018.
Yfirskrift skjaladagsins árið 2017 er Hús og heimili. Á vef skjaladagsins eru tvær greinar um Húsmæðraskólann á Hallormsstað, byggingu hans og daglegt líf í skólanum.
Sýning í tilefni af 70 ára afmæli Egilsstaðahrepps verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. júní kl. 15:30. Sýningin verður opin til 15. september.
Á sumardaginn fyrsta 20. apríl flutti Stefan Jonasson ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu fyrirlestur um Vestur-Íslendinga í Safnahúsinu á Egilsstöðum.
Sýning á ljósmyndum sem franski fornleifafræðingurinn Sandra Coullenot hefur tekið vítt og breitt um Ísland af gömlum byggingum.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs hélt upp á 50 ára afmæli sitt í nóvember. Við það tækifæri fékk héraðsskjalasafnið afhent handrit að leikritinu Sunnefa og sonur ráðsmannsins.
Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins var haldinn 3. nóvember. Þar voru til umfjöllunar ársreikningur 2015, ársskýrsla 2015 og fjárhagsáætlun 2017.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs opnuðu sýningu um Jón A. Stefánsson frá Möðrudal í Sláturhúsinu þann 17. júní.
Héraðsskjalasafnið hefur fengið 1 millj. kr. í styrk frá Alcoa Fjarðaáli til að afrita gamalt hljóð- og myndefni um héraðs- og menningarsögu Austurlands yfir á stafrænt form.
40 ár frá stofnun Héraðsskjalasafns, Bókasafn Héraðsbúa 60 ára og 20 ár síðan Safnahúsið var opnað.
Dagsnámskeið Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Þjóðskjalasafns Íslands um skjalastjórn og skjalavörslu var vel sótt en 31 starfsmaður sveitarfélaga og ríkis á Austurlandi sat námskeiðið.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Skjala- og myndasafn Norðfjarðar hafa fengið 3 milljónir í styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til verkefnisins: Stafræn afritun á hreppsbókum af Austurlandi.
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. var haldinn í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík miðvikudaginn 25. nóvember.
Dagskrá og opnun sýningar í tilefni af því að 160 ár eru liðin frá fæðingu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara. Á neðstu hæð í Safnahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 31. október kl. 16:00.
Fundurinn var haldinn í Löngubúð á Djúpavogi fimmtudaginn 6. nóvember. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru gerðar breytingar á stofnsamningi byggðasamlagsins. Björn Hafþór Guðmundsson tók sæti í stjórn safnsins.
Átaksverkefni um skönnun og skráningu ljósmynda hélt áfram á árinu 2014. Samtals er búið að skrá tæplega 67.000 myndir og skrá rúmlega 60.000 þeirra. Verkefnið er styrkt af ríkinu, Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi.
Ljósmyndavefur á slóðinni myndir.heraust.is var opnaður 28. maí. Á vefnum eru um 55 þúsund myndir í eigu Ljósmyndasafns Austurlands, sem er sérstök deild innan Héraðsskjalasafnsins.
Anna Kristjánsdóttir afhenti dagbækur Magnúsar Sæbjörnssonar frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, síðar héraðslæknis með búsetu í Flatey á Breiðafirði.
Guðný Marinósdóttir hefur opnað sýningu í anddyri Héraðsskjalasafns á 1. hæð í Safnahúsinu. Verkin á sýningunni sýna brot úr sögu um líf í sveit á Austurlandi á 20. öld.
Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir. Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.