Ljósmyndavefur

Ljósmyndavefur á slóðinni myndir.heraust.is var opnaður í lok maí 2014 með um 55 þúsund myndum. Í október 2017 er fjöldi mynda á vefnum kominn í rúmlega 70 þúsund. Á ljósmyndavefnum má skoða fjölbreytt myndasöfn allt frá mannamyndum teknum fyrir aldamótin 1900 til frétta- og íþróttamynda frá síðari helmingi 20. aldar.

Megintilgangur ljósmyndavefsins er að gera myndir og myndasöfn í eigu Ljósmyndasafns Austurlands aðgengileg almenningi og fræðimönnum. Skráning ljósmyndanna er samvinnuverkefni starfsmanna skjalasafnsins og almennings, en ýmsir hafa aðstoðað við að bera kennsl á myndefni. Mikilvægt er að allir sem kannast við óþekkt fólk, hús eða viðburði á vefnum hafi samband við okkur. Leiðréttingar á skráningu myndanna eru einnig vel þegnar.

Upphaf vefsins má rekja til sérstaks átaksverkefnis um skönnun og skráningu ljósmynda sem stóð yfir árin 2011-2015 með styrk frá ríkissjóði, Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi. Verkefnið var unnið í samstarfi við Héraðsskjalasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.

Heildarfjöldi mynda í eigu Ljósmyndasafns Austurlands er a.m.k. 80 þúsund og sífellt bætist við safnið. Bæði ljósmyndir á pappír, filmur, myndskyggnur og myndir á stafrænu formi. Myndum á ljósmyndavefnum á því eftir að fjölga eftir því sem fjármagn fæst til frekari skönnunar.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Laufskógar 1, 700 Egilsstaðir

Sími: 471-1417
Tölvupóstur: heraust@heraust.is

Senda fyrirspurn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er byggðasamlag á vegum sveitarfélaga á Austurlandi. Safnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 og er sjálfstæð skjalavörslustofnun en lítur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Megin hlutverk safnsins er að taka við skjölum og hafa eftirlit með skjalavörslu aðildarsveitarfélaga sinna og stofnana á þeirra vegum. Í safninu er ágæt aðstaða fyrir fræðiiðkanir.

Öll söfnin í héraðsskjalasafninu - skjalasafnið, ljósmyndasafnið og bókasafnið - stækka ört og luma á margvíslegu efni sem nýst getur við fjölbreyttar rannsóknir, hvort sem þær eru unnar af fræðimönnum, nemum eða öðrum sem kjósa að nýta sér safnkostinn. Margs konar gögn eru í skjalasafninu, þar má t.d. leita upplýsinga um örnefni, landamerki eða um starfsemi félaga sem afhent hafa safninu skjöl sín.

© Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1998-2022